18.8.2010 | 23:40
236 lag Segertoner 332.
1. Ég þekki leið, sem liggur Að ljóssins fögru höll,
Hún liggur gegnum klungur Og örðuleikans fjöll, En
aldrei mun sá villast , Er veg þann velur sér.:,: Sá
vegur Jesús er. :,:
2. Ég þekki frið, sem varir, Þótt annað farist allt,
Ei fyrir skóga græna Né gull það hnoss er falt. Þann
frið, sem hjartað þráir, Minn Faðir gefur mér. :,: Sá
friður Jesús er. :,:
3. Ég þekki kraft, sem læknar Hvert hulið hjarta
sár, Sem hvíld og svölun veitir, Og þerrar harma tár,
Sem upp frá þessum heimi Til himins lyftir mér. :,:
Sá kraftur Jesús er.:,:
4. Ég þekki ljós , er ljómar Svo hreint og himininbjart,
Sem hrekur burt hvern skugga Og heljar myrkrið
svart.
Já alla leið til himins Það ljósið lýsir mér.
:,: Það ljósið Jesús er. :,:
Hildur Elmers - Sbj. Sveinsson. Rvk. 10. maí 1967. ÁSM.EIRÍKSSON.
Bloggar | Breytt 19.8.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2010 | 16:47
JESÚS HÖND.
Í Jesú hönd
skipstjóri heldur,
gusa hér
gusa þar.
Brotsjórir
stór lög
berast að.
Kompás, astek
út um glugga
fauk.
Brúin sópuð,
skrúfan föst,
keðjan slitin.
Mastrið brotið.
Skipið rekur
veðri, vindum
himnum nær.
Bylgjur berja
byrðinginn.
Rokið öskrar
djúpum fossa nið.
Öll von úti er.
Hásetar á hnjám.
Drottinn vor
eina von.
Byrðingurinn brotinn.
Æðandi alda,
heldur skeið
á faldi.
Kastar dós,
upp í
fjöru sandinn
Guð svarar bæn.
Úr greipum hafsins
strauma.
Flakið milli staura,
brostið hjarta.
Áhöfn heil.
Lofar sinn Drottinn,
efnir heit.
Jesús þökk sé þér.
Einar Gíslason, kennari, 25.7.10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2010 | 18:03
ÞAKKAR BÆN TIL JESÚS.
þÚ TÓKST KROSSDAUÐANS
KVÖL,
FYRIR MIG OG ALLA MENN,
ER VILJA TAKA Á MÓTI ÞÉR.
ÞÚ REIST UPP Á
ÞRIÐJA DEGI,
ER GEFUR OKKUR
VON.
ÉG HELD Í ÞÍNA DÝRÐARHÖND
LEIÐIR MIG Í LJÓSSINS BORG
JERÚSALEM.
ÞAR VIL É EIGA HEIMA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010 | 16:15
Ó GUÐ VORS LANDS.
Ég tel að íslenskir trúleysingjar, sem leggja það í vondan, vana sinn að ráðast á helgustu trú íslendinga í orði og riti og hæða þannig sjálfan sig og kalla á dóm Guðs yfir sig og sína. Ég bið ykkur um að kynna ykkur Guðs Orð, BIBLÍUNA , að lesa Orðið hlutlaust og tala við Drottinn í einlægu hjarta ykkar. Ég ætla að biðja fyrir ykkur, að Drottinn opni Orðið fyrir ykkur og blessun hans, megi koma yfir ykkur. EF ÞAÐ ER SATT, eins og margir hafa reynt, hjálp Drottins, þá er það þess virði, að við því sé tekið.
'O, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, Vér lofum
þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna
hnýta þér krans Þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir
þér er einn dagur sem þúsund ár, Og þúsund ár dagur,
ei meir. Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, Sem
tilbiður Guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár , Íslands
þúsund ár. Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, Sem
tilbiður Guð sinn og deyr.
2. Ó, Guð , ó, Guð vér föllum fram og fórnum þér
brennandi, brennandi sál. Guð faðir, vor Drottinn frá
kyni til kyns, Og vér kvökum vort helgasta mál, Vér
kvökum og þökkum í þúsund ár, Því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
Því þú tilbjóst vort forlaga-hjól. Ísland þúsund ár,
Ísland þúsund ár. Voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár.
sem hitna við skínandi sól.
3.Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, Vér lifum
sem blaktandi, blaktandi strá, Vér deyjum, ef þú ert
ei ljós það og líf, Sem að lyftir oss duftinu frá. Ó,
vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, Vor leiðtogi,
í daganna þraut, Og á kvöldin vor himneska hvíld og
vor hlíf, Og vor hertogi á þjóðlífsins braut. Íslands
þúsund ár, Íslands þúsund ár. Verði gróandi þjóðlíf
með þverrandi tár, Sem þroskast á guðsríkis braut.
MATTÍAS JOCHUMSSON.
Ég tók Þjóðsönginn okkar íslendinga, beint upp úr síðari sálmabók Hörpustrengja. Fyrri útgáfa Hörpustrengja var gefin út 1948. Þjóðsöngurinn er að mínum dómi lofgjörð og tilbeiðsla til Drottins.
Hvílik perla og meistara stykki, sem segir allt og skilur mig eftir orðlausann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010 | 01:05
SVAÐI.
Svaði var svart brúnn að lit. Svaði féll svo vel inn í umhverfið, að maður tók varla eftir honum. Svaði var yfirvegaður , rólegu, friður, öruggur , festa og kraftur einkenndi þennan góða hest. Mér líkaði vel við Svaða. Eitt sumur kynntist ég Svaða . Svaða var beitt fyrir fjórhjóla heygrind, sem fyllt var með heyi út á engjum. Ég klifraði upp í grindina og tók taumanna, um leið og ég settist fremst í grindina. Við urðum að fara með heygrindina gegnum þrjú hlið. Er við komum að fyrsta hliðinu stansaði Svaði nákvæmlega á réttum stað. Ég klifraði niður úr grindinni og opnaði hliðið. Svaði dró grindina gegnum hliðið ,án þess að rekast á hliðar stauranna. Millibilið var ekki nema þumlungur, sinn hvorum megin við grindina. Hann fór akkúrat nógu langt með grindina , til þess að ég gæti lokað hliðinu. Svaði sá alveg um þetta. Ég klifraði upp í heygrindina, tók taumanna , um leið fór Svaði af stað. Mér fannst, að ég fengi að vera með, til að opna og loka hliðunum, annars hefði Svaði getað séð um heyflutninginn sjálfur. Svona fórum við í gegnum öll hliðin. Sigurður Eyjólfsson bakkaði Svaða upp að hlöðu opinu. Ég setti stein fyrir hjólin. Svaði beið meðan grindin var tæmd. Ég fékk að velta heyi með Sigurði í hlöðunni, meðan verið var a tæma heygrindina. Ég tók steinanna frá hjólunum og settist upp í grindina , Svaði lagði af stað í aðra ferð eftir meira heyi. Þegar nokkrir unglingar báðu Eyjólf að leyfa sér að fara í útreyðartúr á hestunum á helgum, þá sagði Eyjólfur að hestarnir yrðu að fá frí um helgar, eins og vinnufólkið. Eyjólfur var reglulegur dýravinur. Þannig var öll fjölskyldan á Syðra Hvoli í Mýrdal. Barna og dýravinir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 02:18
Í SVEITINNI.
Einn af bestu vinum mínum hét Bergur Örn Eyjólfs . Við vorum á mjög svipuðu reki og mestu mátar. Mig hlakkaði alltaf til að fara í sveitina ,að Suður Hvoli í Mýrdal og hitta Örn vin minn og frænda. Við vorum alltaf eitthvað að gera. Byggja stíflur í bæjarlæknum fyrir millu , sem við bjuggum til. Veiða hornsíli, sem skutust á milli græn brúns slíms í botngróðri lækjarins. Við fórum oft í réttina til að fylgjast með steindepils hreiðri í steinhleðslu. Við vorum sendir út í kartöflugeymslu til, að brjóta spírurnar af Kartöflunum. Gullauga fannst mér besta kartaflan. Við lögðum leið okkar í hlöðuna til að skoða grályddurnar, sem hægt var að finna, ef vel var að gætt. Þær voru gráar með mörgum fótum og litu út eins og beltisdýr. Við tókum nokkrar upp í lóan , en þá hnipruðu þær sig saman, eins og litlir boltar. Stundum fundum við veik lömb eða kindur , sem verið var að hjúkra, eða venja lömb undir. Steinunn Eyjólfsdóttir var alver sérstök í að taka á móti lömbunum á vorin. Steinunn móðir Arnar var orðlögð ffyrir taka á móti lömbunum. Maður fann kærleika dýranna til hennar, eins og þau vissu að þau væru örugg í höndum Steinunnar. Okkur var bent á að það væri óheilla merki að drepa dordingla. Að slíta væng af flugu, væri eins og einhver risi, sliti af okkur annan handlegginn. Við Örn héldum út í hænsnakofa að skoða hanann, hænurnar og eggin. Gæti verið að eitt af eggjunum væri kannski gullegg, eins og í sögunni um baunagrasið. Við urðum fyrir vonbrigðum og ákváðum að kasta nokkrum í mark á hænsna húsinu. Þegar gerðir okkar komst upp, talaði Sigurður við okkur, nokkuð brúnaþungur og bað okkur aldrei að gera slík aftur að kasta matnum svona og útata hænsnavegginn. Nú yrðum við að fara og þrífa upp eftir okkur, sem við gerðum. eitt skipti er við vorum búnir að brjóta spírur af nokkrum kartöflum, ákváðum við að hvíla lúnar hendur ffyrir utan kartöflukofan. Fórum við að tala um melgrasið og Örn sagði mér að melgrasið varnaði sandfokinu að eyða landinu. Það væri stutt til sjávar og nóg af sandi á þeirri leið. Við ákváðum að fara niður að sjó og kalla á selinn. Ef til vill sæjum við sel haus. Á leiðinni sneiddum við fram hjá melskúfunum og hólunum, sem sandurinn hafði hent í. Veður var stillt en mikill straumur. Við Örn stóðum efst í fjörunni og byrjuðum að kalla og hóa, eins hátt og við gátum. Viti menn , selhaus skaut upp úr djúpinu, leit á okkur í nokkrar sekúndur og kvaddi svo. Eflaust hefur selurinn hugsað "Þetta eru nú meiru labba kútarnir". Það var eitt sinn, að verið var að steypa súrheysturn og við beðnir að týna steina í hrúgu, sem átti að not til að drýgja steypuna með. Við byrjuðum vel að tína nokkra steina en hægðum svo á okkur og settumst og fórum að rabba saman. Sigurður sá að við vorum ekkert að gera og kom til okkar og gaf okkur gott ráð að lúka starfinu, sem við vorum beðnir að gera. Eftir að verkinu væri lokið gætum við farið að leika okkur. Ég lét þetta ráð mér að kenningu verða. Við bjuggum okkur til bíla úr kubbum. Framatennur kinda voru hænurnar. Kjálkabein kinda voru oftast notaðar ,sem kýr og leggir voru oftast sem hestar. Við áttum hvor um sig sveitabæ og land oftast girt . Við áttum fjós og hlöður. Seinna komu drossíurnar. Drossía var samheiti yfir stóra og ,eigulega einkabíla. Við Örn vorum eitt sinn sendir með kaffið út á engjar. Það var sett gæruskinn á hest, sem var heima við. Kaffi og meðlæti ásamt mjólkur sýru í flöskum ffyrir þyrsta, var sett upp á klárinn. Maturinn var í tveimur pokum með jafn mikið hvoru meginn og vógu salt, fyfir framan Örn ,en mér var líka lyft upp og sat ffyrir aftan Örn. Alt gekk vel. Hesturinn var rólegur, þótt eitthvað glamraði í nestispokunum. Fólkið var glatt að fá nestið og hvíldina. Er allir voru búnir að snæða og drekka heitt kaffið eða kalda sýruna, var allt tekið saman . Við Ör vorum settir upp á hestinn og nú var haldið heim. Mér fannst að við ættum herða svolítið á hestinum svo hann minnsta kosti færi að brokka. Örn bað mig að setja fæturna í nárann á hestinum, sem ég gerði og viti menn . Hesturinn hlýddi og fór á brokkið. Nú fóru matar ílátin að glamra og klingja hressileg og hesturinn herti á sér, að lokum er við vorum komnir yfir aurana fælist hesturinn og tekur á stökkið. Ég virði Örn alltaf fyrir hvernig hann hélt í tauminn og faxið . Ég hélt í Örn . Við einhvernvegin flugum áfram í áttina að réttinni. Steina hafði séð, til ferða okkar og kom hlaupandi í áttina til okkar. Hún náði takai á taumnum og hesturinn stansaði við það sama. Þetta var kraftaverk. Hvílíkt hugrekki af Steinu að hlaupa að hræddum hestinum og grípa í tauminn. Svo teymdi hún hestinn heim og tók okkur ofan af hestinum og matarílátin. Eitt sinn man ég eftir mikill heimþrá . Ég man hvernig ég fór upp á herbergið mitt og grét og grét. Þá kom Steina inn og tók mig upp og huggaði mig. Steinunn var sérstök kona. Svona voru öll systkinin hvert á sína vísu. Það kemur oft í huga minn hvað ég var blessaður að fá að dveljast sumar langt, ár eftir ár í Mýrdalnum hjá þessu góða fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 20:12
NAGLINN.
Saga þessi birtist í AFTURELDINGU 1963, þá þýdd úr KIRKEKLOKKEN . Ég ætla að endursegja greinina í styttra formi og nýta íslensku þýðunguna.
Hinn ungi bandaríski trúboði Hubert Michell, andvarpaði djúpt. Hann hafði vígt líf sitt því áformi að fara með boðskapinn um Jesúm Krist til Lúbuættflokksins, sem býr í frumskógum eyjarinnar Súmötru. Lúbuættflokkurinn hafði aldrei heyt neitt um fagnaðarerindi Jesú Krist. Nú hafði það fallið í hans hlut að boða þessu frumstæða fólki fagnaðarerindið. Á leiðinni gegnum frumskóginn var Hubert að hugsa um hvernig hann gæti útskírt náðarboðskap Guðs, að Guð væri, Guð kærleikans. Allan daginn hafði trúboðinn þvingað sjálfan sig áfram í hitabeltissvækjunni. Undir kvöld, þegar hann var að höggva sig gegnum slingplöntuflækju , varð honum skyndilega bylt við . Hann heyrði ekki neitt , en fann samt til einkennilega ónotarkendar , sem læsti sig um hann. Hann fann að það var horft á hann og hann var alveg viss um hverjir það væru, því hann var staddur langt inni í Jambi-héraði. Hann leit á burðarmenn sína og sá skelfingar svip þeirra. Hann gaf þeim merki að fylgja fast á eftir sér . Hubert hjó nokkrar slingplöntur og allt í einu voru þeir staddir á opnu svæði. Hann sá nokkra bambuskofa með stráþökum , ekki nokkur sála var sjánleg. Alt var autt og tómt , enginn hlátur, mannamál né barnagrátur. Tómleiki og grafaþögn grúfði yfir öllu. Hubert gekk inn á mitt svæðið, með burðarmennina á hælum sér. Allt í einu stóð höfðingi þorpsins fyrir framan Hubert. Þorpsbúarnir stóðu í kring um höðingja sinn. Fyrir aftan þyrpinguna stóðu konur þeirra og börn með starandi og spyrjandi augu. Höfðinginn horði fast á Hubert með stingandi hvössum augum og hörkulegur á svip. Höfðinginn hafði aldrei séð hvítann mann fyrr hugsaði Hubert og eflaust er hann hræddur. En ég er kominn hingað til að færa honum fréttir, sem mun reka óttann á braut. Aðeins að mér takist að gera honum þetta skiljanlegt. Hubert brosti til höfðingjans til að reyna að róa hann eitthvað. Það gladdi Hubert að sjá höfðingjann slaka á og heilsa að hætti innfæddra. Allir tóku að anda léttara.
Hubert fór fljótt að segja frá ferðalagi sínu gegnum skóginn . Þegar hann fann að hann hafði náð áhuga þeirra , fór hann að segja í hvaða tilgangri hann væri komin til þeirra. Hann sagði þeim frá Jesús Kristi, frelsara hans og þeirra. Hann sagði þeim hvernig Jesús hafði læknað alla , sem til hans komu. Hubert brá upp mynd af því hvernig hann hefði kennt fólkinu, og loks vék hann að því, að Jesús hefði átt grimma og miskunnarlausa óvini er tekið höfðu Jesús til fanga og dæmt til dauða á krossi.
Mennirnir störðu á Hubert með gapandi munna, og konurnar færðu sig nær, til þess að heyra betur þessa athyglisverðu frásögn hvíta mannsins. Að endingu sagði Hubert ." Síðan fóru þeir með Jesúm út fyrir borgina , til þess að krossfesta hann." Allt í einu lét höfðinginn brýrnar síga og varð dymmur á svip. Höfðinginn gaf Hubert merki um að þagna, og svo spurði hann: "þessi kross, sem þú talar um, hvað er það eiginlega? Hubert varð undrandi . Hann hafð gert sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir fólkið að skilja friðþægingarfórn Gus sonar. Hann hafð aldrei gert sér grein fyrir því að þeir hefðu aldrei séð kross. Ég skal búa til kross fyrir ykkur. Hubert bað annan burðarmanninn sinn að fella lítið tré , saga af því greinarnar og færa sér stofninn. Á meðan þessu fór fram, biðu allir í mikilli eftirvæntingu.Hubert sagaði stofninn í tvent og batt tréin saman í kross. Höfðinginn vildi vita hvernig væri hægt að festa mann á svona tré. Hubert lagðist ofan á krossinn , sem lá á jörðinni. Hann horfði upp í blán himininn, um leið og harta hans lyftist í bæn til Guðs . Svo hélt hann áfram: "Þannig lögðu hermennirnir Jesúm á krossinn, og negldu hendur hans og fætur fasta með nöglum á krossinn. " "þannig dó Jesús Kristur á krossinum fyrir mig og fyrir ykkur,já, fyrir hvern einasta mann hér í þorpinu." "Hvað er þetta ,sem þú kallar nagla?" sagði höfðinginn. Hubert vissi ekki sitt rúkandi ráð . Hvernig átti hann að lýsa nagla fyrir einhverjum, sem aldrei hafði séð nagla. Hubert fór að róta í töskunni sinni en án árangurs. Hann reyndi að skýra hvað nagli var fyrir fólkinu , en enginn virtist skilja það. Hann vissi að alt hékk á naglanum. Kærleikur og náð Guðs, þegar Guð sendi eingetinn son sinn til jarðar til að verða nelgdur á krossinn fyrir alla menn . Friðþægingin. Hann varð að hugsa hvernig hann gæti gert þeim þetta skiljanlegt, annars myndi þorpið farast. Hubert sagði höfðingjanum að hann væri þreyttur og svangur. Höfðinginn bauð honum að vera lengur og fá sér að borða og hvílast. Annar burðarmannanna bjó til matinn. Eftir matinn tók Huber upp appelsínudós, helti innihaldi hennar í skál og ættlaði börnunum dósina. Þegar Hubert var að opna dósina heyrði hann að eithvað hringlaði inni í dósinni. Hann leit ofan í dósina og sá nagla á botni dósarinnar. Hvernig naglinn hafði komist ofan í dósina var Huber alveg óskiljanlegt. En hitt var honum alveg ljóst að þarna hafði Guð fundið naglanum stað til þess að verða þýðingar mikill hlekkur í útskýringunni um krossdauða Guðs sonar við framandi menn. Hubert greyp naglann og hljóp til höfðingjsans, sem stóð fyrir utan kofa sinn ásamt nokkrum mönnum sínum. "Sjáið , sjáið!" hrópaði hann ég hef fundið naglann sem mig vantaði." Hubert veifaði naglanum fyrir augum þeirra"Nagli! er þetta nagli"? spurði höfðingin."Já þetta er nagli svaraði annar burðarmannanna honum. Höfðinginn kallaði fólkið til sín, og Hubert veifaði naglanum milli fingranna . Er allir höfðu séð naglann, fór Hubert að sýna fólkinu hvernig hermennirnir hefðu rekið naglann gegnum hendur og fætur frelsarans. Þá rétti höfðinginn framm höndina eins og hann vildi snerta naglann , og Hurbert afhenti honum naglann. Nú fór höfðinginn að þrýsta naglanum niður í lófa sinn. "Naglarnir sem notaðir voru við krossfestinguna voru miklu stærri en þessi nagli, sem höfðingi ykkar heldur á í hendi sinni. "Þá fóru allir að smella tungum í góminn,sem var siður þeirra, er þeir vildu láta undrun sína í ljós. Hubert hélt svo áfram að tala um hvernig Jesús Kristur dó á krossinum fyrir syndir þeirra. Nú hlustuðu allir með enn meiri áhuga enn fyrr. Vegna þess að Jesús elskaði þá svo heitt , þá tók hann það á sig að láta negla miklu stærri nagla enn þennan í gegnum hendur sínar og fætur," sagði Hubert. Nú kallaði höfðinginn upp: Bíddu!" Með það sama reis hann upp með naglann í hendinni og gekk hröðum skrefum að kofa sínum og kom að vörmu spori með stóra körfu. Höfðinginn dró upp 6-7 metra langt slöngu skinn upp úr körfunni ásamt bjarnar og tígrisdýra klóm og leggur fyrir fætur Huberts. Höfðinginn sagði þetta vera hans dýrmætustu gripir , sem hann vildi gefa Jesús , sem þakklætisvott sinn , fyrir það sem Jesús hafði gert fyrir hann. Allir í þorpinu tóku á móti lifandi trú á frelsandi náð Krists. Þegar síðasti þorpsbúinn hafði verið skírður, vildi höfðinginn endilega fara með Hubert í fjórtán daga ferðalag gegnum þennan þykka frumskóg, til þess að fagnaðarerindið næði einnig til annarra ættbálka, sem bjuggu á þessu svæði. Á öllu þessu ferðalagi hélt höfðinginn á naglanum, til þess, í fyllingu tímans , að verða hlekkur í ráðsályktun Guðs, að opna augu margra mannna fyrir kærleika Guðs, sem hann opinberar okkur í dauða sonar síns.
Bloggar | Breytt 24.5.2010 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 19:25
SUÐUR HVOLL Í MÝDAL.
Í sveitinni á Suðurhvoli í Mýrdal var afar gott að vera. Fyrsta sumarið var margt ungt frænda fólk sem kom víða að til sumardvalar. Það var það besta sem börn gátu komist í, var að komast í sveitafriðinn, úr skarkalanum og fá að dveljast sumarlangt í sveit. Eyjólfur Guðmundsson bóndi, hreppstjóri og skáld var mikið bundinn við ritstörf. Það liggja margar merkar bækur eftir Eyjólf Guðmundsson, sen ég hvet ykkur til að lesa. Til dæmis , AFI OG AMMA, PABBI OG MAMMA. MERKIR MÝRDÆLINGAR og fleiri og fleiri bækur, heilt safn af bókum. Spennandi frásögur af forfeðrum okkar og annarra, til lands og sjávar. Sannar sögur af venjum, reynslum og lífsstíl til land og sjávar, þessa ágæta fólks ,sem við erum sprottin af. Eyjólfur frændi, sá til þess að þessi kynslóð , sem þá var að hverfa inn í sólarlagið ,glataðist ekki, heldur lifir góðu lífi í bókunum hans. Ég man að einn rigningardaginn fékk ég að leika mér uppi í stofu með Sveini Einarssyni , sem átti nýj og glansandi efti- líkingar af heyvagni, traktor og ýmsum hey vinnuvélum. Eyjólfur kom út úr vinnustofu sinni og las fyrir okkur frumsaminn kafla, um leynihólf í dragkistu ,eða var það í kistli, nema ég man hvað ég var spenntur að heyra framhaldið. Eyjólfur skrifaði svo leikandi létt og það var unun ,að hlusta á hann lesa.
Eitt sinn sem oftar voru flestir út á túni. Við vorum að snúa heyinu. Sá elsti byrjaði fyrst svo koll af kolli , hver fyrir neðan þann næsta og allir gengu nokkurnveginn í takt . Það var sungið, sagðar sögur , gert grín, kveðnar vísur og margt fleira. Það var gaman að vinna saman. Þar voru engvir letingjar að verki. Hver gerði sitt, eins vel og hver og einn gat.
Ég lærði að sæta heyið, breiða yfirbreiðslur og festa þær. Breiða út heyið í flekki , svo það þornaði sem fyrst. Gefa hænunum, reka kýrnar og ná í þær.
Eitt sinn sem oftar, átti ég að ná í kýrnar, en þær voru ekki langt frá Hafursá og Klifandi. Þessum tveim ám hafi verið veitt saman á aurunum fyrir norðan Pétursey, þess vegna voru þær alltaf nefndar saman. Það var mikið þrekvirki, er bændur veittu þessum tveimur ám saman með vel byggðum varnarvegg, sem hefur haldið þeim saman síðan. Veggurinn var settur saman með skóflum , hökum og járnköllum.
Á bökkum Hafursár og Klifandi var á þessum tíma Skúma hreiður. Skúmurinn slær hvern þann sem kemur of nálægt hreiðrinu. Skúmurinn er sjóræningi og óvæginn tollari , sem heimtar mest af æti þeirra fugla, sem þora að koma inn á hans loftverndar svæði . Hann elti uppi sjófugla, jafnvel Súlur og neyðir þæ til að æla upp æti sínu og grípur það á flugi. Varp staður þessi var nálægt ánni, með hvítum beinum alt í kring um hreiðrið ,sem var í mosabreiðu. Hreiðrið sást lang að og virtist þessi Skúmur vera mesti sóði.
Eitt sinn er ég var að ná í kýrnar var foristu kýrin komin fremst í hópinn og röðin var að myndast þá tek ég eftir því að Dalalæðan, annað orð fyrir þoku ,er að koma. Kýrnar voru á leið heim á stöðulinn og ég var auðvitað sýðstur og ákvað að taka í halann á síðustu kúnni, sem ég svo hélt í alla leiðina heim á stöðul. Forustukýrinn þekkti leiðina vel og sá um að við kæmumst heim. Eftir að búið var að mjólka og mjólkin að renna niður í gegnum sigtið í brúsann, fékk ég hálft mál af glóðvolgri ósigtaðri kúamjólk. Hvílíkt sælgæti.
Bloggar | Breytt 17.5.2010 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2010 | 21:42
Á leið í sveitina.
Ég var fyrst sendur í sveitina sex ára gamall. Ég átti heima á Flókagötunni í Reykjavík. Í austur bænum,útjaðri Reykjavíkur. Fyrir ofan Gunnarsbrautina voru nokkur hús í byggingu, þar fyrir ofan lá Klambratúnið og ósnortið land , svo langt sem augað eygði.
Ég man óljóst eftir stríðs gný Gunnarsbrautar bardagans, þegar ungar hetjur úr öðrum bæjarhluta komu þrammandi eftir miðri Gunnarsbrautinni, með tréskildi sína , sverð og spjót og miklu vopnabraki til að herja á austurbæinga, sem tóku hressilega á móti þeim. Ég man vel eftir miklu umtali, af einu Gamlárskvöldi er skríllinn velti nokkrum bílum í miðbænum, áður enn lögreglan gat hamið skrílinn. Braggahverfið, Sundhöllin, rauði malarvöllurinn fyrir ofan bragganna var oft notaður, sem fótboltavöllur. Heilsuverandstöðin, Austurbæjar barnaskólinn , Austurbæjar gagnfræðaskólinn. Þá voru miklir uppgangs tímar á sjó og landi. Ég man greinilega eftir þýskri orrustu flugvél er flaug yfir Mýrina "í den tid". Þá sló ógnvænlegri þögn á, í andartak og gluggar voru byrgðir á kvöldin. Það var enginn leikur. ÞAÐ GAT BRUGÐIST TIL BEGGJA VONA. Það bjargaði okkur að enskir og bandarískir hermenn komu okkur, varnarlausri lítilli þjóð til bjargar. Þá kunni þjóðin að biðja til Drottins. Þá voru gömlu gildin í fullu gildi. KÆRI JESÚS ÉG TRÚI AÐ ÞÚ SÉRT EINGETINN SONUR GUÐS. KOMDU INN Í LÍF MITT OG LEYFÐU MÉR AÐ ÞJÓNA ÞÉR OG KENNDU MÉR GÖMLU GILDIN. Byrjaðu að lesa Jóhannesar guðspall 3. kafla og 16. vers og Rómverjabréfið 5. kafli og 8. vers. Þá munt þú kynnast þessum friði og æðruleysi , sem forfeður og mæður okkar áttu fyrr á öldum , sem fleytti þjóðinni gegnum marga hrikalega tíma.
Í kringum flest hús í Mýrinni voru steinveggir. Þá var skógræktin að stíga sín fyrstu spor og margir farnir að gróðursetja tré , blóm og fleira fyrir aftan steinveggina, er gáfu ungviðinu gott skjól. Mér fannst reynirinn alltaf vera fallegastur, svo hreinn og beinn. Reyniviðurinn var eins og klukkan . Hann var rétt byrjaður að grænka þegar ég fór í sveitina á vorin, en fann grænn og skreyttur rauðum berjaklössum við heimkomuna á haustin. Móðir mín sagði mér að ég ætti að fara með rútunni í Mýrdalinn, enn þar átti ég að vera sumarlangt á SYÐRI HVOLI, hjá frænda mínum Eyjólfi Guðmundssyni hreppstjóra og skáldi. Það yrði tekið á móti mér á brúsapallinum. Móðir mín fór með mig næsta morgunn niður á rútustöðina, sem stóð rétt við Hafnarstrætið. Móðir mín náði tali af bílstjóranum og bað hann sérstaklega að sjá um mig. Töskunni minni var komið fyrir. Ég kvaddi móður mína og veifaði, er rútan lagði af stað Austur. Í þá daga voru malbikaðir vegir munnmælasögur frá útlöndum. Ég man aðeins eftir kömbunum , eins og þeir voru áður enn þeim var breytt. Þeir voru hrikalegir en bílstjórinn var frábær og öllu vanur. Sumstaðar var vegurinn troðningur, holóttur mjóir og niðurgrafinn. Sveitirnar sem við ókum um voru blómlegar. Það var áð á Selfossi. Þá var lítil veitingastofa rétt við brúna, hægra meginn nálagt árbakkanum. Er við komum að Þjórsá bað bílstjórinn alla sem með voru í rútunni að stíga út úr henni og ganga yfir brúna og bíða rútunnar handann hengibrúarinnar, sem allir gerðu. Brúargólfið gekk í öldum á undan rútunni, sem silaðist hægt yfir þrönga hengibrúna. Brúin hélt og við stigum inn í rútuna . Ég man sérstaklega eftir söndunum milli Eyjafjalla og Péturseyjar í Mýrdal, en þeir voru svo kolsvartir. Rútan stansaði við brúsapallinn á Skeiðflöt , eftir um það bil átta tíma ferðalag. Þar tók Sigurður frændi minn á móti mér. Hann var á villis jeppanum sínum og brosti út undir eyru, þegar hann tók á móti mér og bauð mig velkominn í sveitina. Það fór strax vel á með okkur. Mér var alltaf hlýtt til hans og als þessa góða fólks, sem tók svo hlýlega á móti mér. Ég fann mig strax heima.
Bloggar | Breytt 28.4.2010 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 21:18
ARFURINN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar