HIMNESKAR BLESSANIR.

Skömmu eftir fyrstu heimsókn foreldra Beverlys og tengdaforeldra minna var heimilinu gefin Landrover  að gjöf, til nota fyrir heimilið ,frá Philadelphiu söfnuðinum í Seattle.  Hvílík blessun , þessi litli jeppi varð heimilinu  . Guð blessi Philadelfíu söfnuðinn í Seattle fyrir slíka gjöf.  Drottinn skilur mann aldrei eftir munaðarlausan.  Eitt sinn braut ég aftari öxulinn  á jeppanum í túnfætinum.  Ég bað börnin að biðja með mér  að Drottinn Jesús ,myndi hjálpa okkur að gera við öxulinn. Nokkrum dögum seinna kom Níls og konan hans í heimsókn  frá Akureyri . Níls er uppfinninga maður,AF GUÐS NÁð. Ég spurði hann hvernig ég gæti komið bílnum í lag. Níls var svolítið hugsi ,en sagði svo eitthvað á þessa leið , að það mætti reyna að slá öxulinn úr bílnum ,þar sem hann stæði og renna öðrum inn í staðinn. Nokkrum dögum seinna kom Níls aftur með sívalan meitil, slaghamar, töng og nýjan öxul. Níls gekk beint að jeppanum og tók  , splittin og eitthvað meira af jeppanum báðum megin af aftari öxlinum og losaði um öxulinn. Hann gaf öxlinum gott trukk með  slaghamrinum. Ég man svo vel hvernig öxulinn rann út. Brotið fyrst, svo sjálfur öxullinn. Níls renndi nýja öxlinum strax í og festi hann báðum maginn.   Fyrir mér voru þessar aðgerðir hreint KRAFTAVERK.   Guð Blessi þig Níls  og heimilið þitt.  Eitt sinn er Ray og Berniece tengda foreldrar mínir komu í heimsókn, lánaði faðir Níls okkur verkstæðið sitt og Ray tengdafaðir minn tók upp vélina í jeppanum.   Á meðan saumaði tengdamóðir mín 1O sloppa á börnin, sem þá voru hjá okkur.  Eitt sinn var ég að kvarta við Drottinn ,um að við værum  oft í skuld og börnin væru of  stuttan tíma hjá okkur.  Þá fannst mér Drottinn segja við mig ,að HANN ætti starfið  og ég væri þjónn HANS. Drottinn sagði mér að honum fyndist ,eins vænt um mig ,eins og sjáaldur augna hans.  Mér fannst Drottinn segja mér að vantaði mig fé  fyrir starfið ,ætti ég að líta til Akureyrar , því hann ætti marga þar.  Mér fannst  sem allir  ynnu saman á Akureyri, sem og í sveitunum  að sameiginlegri velferð allra. ÞAÐ VAR SVO GOTT SAMSTARF. Á AKUREYRI VAR HÆGT AÐ STALDRA VIР Á GÖTUNNI OG RÆÐA UM LANDSINS GAGN OG NAUÐSYNJAR.      VIÐ FUNDUM AÐ VIÐ VORUM BLESSUÐ,  BAK OG FYRIR.       DROTTINN Á DÝRÐINA.  ÞAÐ ERU FORRÉTTINDI   AÐ FÁ AÐ ÞJÓNA DROTTNI.   

JESÚS TÓK OKKAR SEKT Á SIG.   ALT SEM VIÐ HÖFUM BROTIÐ AF OKKUR, GAGNVART GUÐI OG MÖNNUM TÓK JESÚS Á SIG.  ALLA SJÚKDÓMA. NEFNDU ÞAÐ BARA.  ALT SEM HEFUR PLAGAÐ OG ÞJÁÐ MANNKYNIÐ.  JESÚS RÉTTIR ÚT HÖNDINA TIL ÞÍN, SEM ERT SÁR ÞJÁÐUR, ÞUNGUM BYRGÐUM HLAÐINN.   KOM TIL MÍN, SEGIR DROTTINN VIÐ ÞIG.  JESÚS TÓK SKULD ÞÍNA Á SIG . JESÚS DÓ FYRIR ÞIG OG GEFUR ÞÉR SINN FRIÐ.

JESÚS ER FRIÐARINS GUÐ. JESÚS ELSKAR OKKUR ÖLL. JESÚS ER KÆRLEIKURINN.  JESÚS ELSKAR OKKUR MEIR ENN SJÁLFAN SIG. JESÚS ELSKAR OKKUR MEÐ GUÐLEGRI ELSKU OG GAF SJÁLFAN SIG Í DAUÐAN FYRIR OKKUR.   VIÐ HÖFUM VALDIÐ TIL AÐ TAKA Á MÓTI JESÚS OG FRELSAST EÐA HAFNA JESÚS OG FARAST.  TAK ÞÚ Á MÓTI  LÍFGJÖFINNI, SEM DROTTINN JESÚS RÉTTIR ÞÉR NÚNA.

Hafðu upp eftir mér.  KÆRI JESÚS  ÉG TEK Á MÓTI ÞÉR  NÚNA . ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ HAFA DÁIÐ FYRIR MIG OG FRELSAÐ MIG NÚNA. ÉG TRÚI AÐ ÞÚ SÉRT EINGETINN SONUR GUÐS. ÞAKKA ÞÉR FYRIR FRELSIÐ OG FRIÐINN ÞINN, SEM ÞÚ GEFUR MÉR NÚNA.   

BYRJAÐU  AÐ LESA JÓHANNESAR GUÐSPALLIР NÚNA.   ÞAKKAÐU, LOFAÐU DROTTIN, BIÐ JESÚS AÐ OPNA ORÐIÐ FYRIR ÞÉR NÚNA OG LESTU ORÐIÐ OG INNI HALDIÐ OPNAST FYRIR ÞÉR. VÁ , VÁ. OG ÞÚ GETUR VARLA HÆTT AÐ LESA.  ÞÚ FINNUR PERLU EÐA FJÁRSJÓÐ OG FLEIRA OG FLEIRA. NJÓTTU LESTURSINS.  

 


Kristniboðshjónin Mr. og Mrs. KRISTINSEN

Hr. og Frú Kristinsen voru með fyrstu sænsku trúboðunum er fóru frá Svíþjóð til Afríku. Hr. Kristensen var  smiður en kona hans var hjúkrunarkona. Drottinn kallaði þau inn í myrkvið Afríku.  Þau voru ung og full af lífskrafti er þau komu til Kongó.  Þar ríkti þjóðar sorg, því þjóðhöfðingi landsins var látinn.  Ungu hjónin báðu um leyfi að mega sjá höfðingjann, þar sem hann lá . Þeim var veittur þessi heiður. Hr. Kristensen gekk upp að hinum látna höfðingja , lagði hönd sína á höfðingjann og bað Drottinn Jesús að  gefa höfðingjanum líf. GUÐ SVARAÐI EINLÆGRI BÆN. Höfðinginn reis upp og lifði . Þannig hófst starf ungu  hjónanna í Afríku. Á fyrstu samkomunni  tók höfðinginn fyrstur trú. Það braust út vakning. Ekki voru allir ánægðir. Galdramennirnir söfnuðu saman hermönnum  og eina nótt ætlaði stór hópur af hermönnum seyðmannanna og galdramanna  að ráðast á bústað ungu trúboðshjónanna, þeim að óvörum  og drepa þau.  Er hermanna hópurinn nálgaðist bústaðinn , var bústaðurinn  allur uppljómaður og miklu stærri her með alvæpni allt í kringum bústað trúboðshjónanna.  Hermenn seyðkarlanna urðu hræddir og reyndu aldrei aftur að ráðast á þau.  Hjónin sváfu vært um nóttina og urðu einskis vör.   Þessi misheppnaða tilraun seiðkarlanna ,varð  landinu til mikillar blessunar, því margir tóku trú á Jesú Krist og eignuðust lifandi trú á Krist.  Það voru margir  veikir og krankir . Kristinsens hjónin komu upp  holdveiks spítala ,með hjálp innfæddra.  Innfæddu elskuðu þessi hjón og lit á þau sem pabbi og mömmu Kristensen. KRISTENSEN HJÓNIN  gáfu þjóðinni líf sitt og starf . Í fyrstu heimstyrjöldinni vildu þjóverjar ná  hjónunum , en innfæddur hópur af völdum mönnum fylgdu þeim  í gegnum Afríku  og kom þeim á skip, sem flutti þau  til Svíþjóðar. Á hverri nóttu slógu innfæddir hring utan um hjónin og vörðu þau með lífi sínu og vopnum. Eftir að stríðinu lauk, sneru  þau aftur til starfs síns í Afríku. Það var þjóðar gleði, er þau komu aftur til Afríku . Þau fundu allt eins og þau höfðu skilið við starfið, ekkert vantaði. Þau héldu áfram starfinu. Í annarri heimstyrjöldinni. Vildu þjóðverjar ná þeim, en varð ekki að ósk sinni, því annar hópur af inndæddum fylgdu þeim aftur í gegnum  Afríku og komu þeim á skipsfjöl.  Eftir að  heimstyrjöldinni lauk, héldu þau aftur til Afríku og fundu allt eins og áður var og héldu starfinu áfram þar til þau fundu að ævilokin nálguðust.  Philadelphia í Seattle bauð þeim að koma og dveljast síðustu ævi árin í Seattle , sem þau þáðu.   Við Beverly buðum þessum merku hjónum heim til okkar og kynntumst þeim.  Við Beverly vorum yfir einni heimavisinni og vorum að ljúka skólanum. Hr. og frú. Kristensen bjuggu í ágætri lítilli íbúð , sem kirkjan átti  og var staðsett mjög nálægt okkur. Hr. og Frú Kristinben fullyrtu að Jesús væri ekkert ómöglegt , heldur allt mögulegt. Drottinn hafði séð um þau frá unga aldri ,í gegn um ævina í fullu kristniboðs starfi. Þeim hafði aldri vanhagað um neitt. Það var svo trúarstyrkjandi að vera í kringum KRISTENSENS  hjónin.   Leiðir okkar skildu og við Beverly héldum til Íslands. Nokkrum árum seinna komum við Beverly í heimsókn til Seattle og ég skrapp á  morgunn samkomu í Biblíu skólanum.  Þar voru þrír prúðbúnir svartir menn um það bil  fertugir . Þeir höfðu komið til að þakka söfnuðinum fyrir að hafa séð um pabba og mömmu Kristensens síðustu árin . Þeir héldu allir ræðu  um lífshlaup  Kristensen hjónanna. Þeir voru hluti af ávöxtum starfs þeirra. Einn var Þjóðhöfðingi ættbálksins, annar var yfir öllum sjúkrahúsum landsins og sá þriðji yfir öllum skólum landsins.  Hvílíkir ávextir.  Ég beygði höfuð mitt og grét.  HVÍLÍKIR ÁVEXTIR.  

SIGURINN.

"Og engli safnaðarins í Sardes skalt þú rita:Þetta segir sá sem hefur þá sjö anda Guðs og stjörnurnar sjö . Ég þekki verkin þín, að þú lifir að nafninu, en ert dauður. Vakna þú og styrk það sem eftir er og að dauða komið. Því margt hef ég fundið í fari þínu, sem ekki stenst fyrir Guði mínum. Minnst þú því , hvernig þú tókst á móti og heyrðir, og varðveit það og gjör iðrun. Ef þú vakir ekki, mun ég koma eins og þjófur, og þú munt alls ekki vita, á hverri stundu ég kem yfir þig. En þú átt fáein nöfn í Sardes, sem ekki hafa saurgað klæði sín, og þeir munu ganga með mér í hvítum klæðum, Því að þeir eru maklegir. Sá er SIGRAR, hann skal þá skrýðast  hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans. Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum." Opinberun Jóhannesar 3:1 til og með versi 6. NÝJA TESTAMENTIÐ OG DAVÍÐSSÁLMAR. Er þessi lýsing ekki  dæmigerð lýsing á okkur, sem búum á vestur löndum í dag? Við lifum og hrærumst í efnislegum lífsgæðum og mörg okkar álíta að við séum rík, orðin auðug og þörfust einskis. Við erum nýkomin í gegnum Ólympíu leikanna, Þar sem mörg ríki hafa sent þátttakendur í leikanna og þjóðirnar hrópað á sigur. Miklir fjármunir hafa runnið til Ólympíuleikanna . Aðeins nokkrir fengu gullið- , eða silfurpeninga. Stór hluti kanadamanna , margir bandaríkjamenn og nokkrir íslendingar horfðu á íshokkí þjóðanna, hvort liðið fengi gullið . Þessi leikur sem og flestir voru fluttir gegnum sjónvarpið. HEIMSBYGGÐIN FYLGDIST MEÐ.  ORÐ DROTTINS skapara himins og jarðar segir að við séum vesalingar og aumingjar  og fátækir  og blindir og nakin. Orð Drottins bendir okkur á að kaupa af honum gull , skírt í eldi , til þess að við verðum auðug, og fáum hvít klæði til skýla okkur með svo vanvirða  nektar  okkar komi ekki í ljós og smyrsl að smyrja með augu okkar , til þess að við verðum sjáandi.

Einhver sagði á þessa leið að ekki væri allt merkilegast sem við sæjum,  heldur væri það, það merkasta, sem við sæjum ekki, því við VÆRUM ANDLEGA BLIND.  Alla þá sem ég elska, tyfta ég og aga , segir Drottinn "Ver því heilhuga og gjörðu iðrun "  Snúðu  þér af heilu hjarta til Drottins bið hann um fyrirgefningu og snúðu þér frá vondum verkum og bið Drottinn að taka við stýrinu. ´Versi 20 segir "Sjá ég stend við dyrnar og kný á . Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. ÞANN ER SIGRAR MUN ÉG LÁTA SITJA HJÁ MÉR Í HÁSÆTI MÍNU ,EINS OG ÉG SJÁLFUR SIGRAÐI OG SETTIST HJÁ FÖÐUR MÍNUM Í HÁSÆTI HANS.     hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðinum." Ég Einar Gíslason var einn af þessum  "Ef einhver heyrir raust Drottins og lýkur upp dyrunum fyrir Drottni. "Hvílíkri blessun ég varð aðnjótandi.Í reynslunum fæ  ég staðfestingu á að Drottinn er með mér . Drottinn gaf mér HEILAGAN ANDA, sem opnar Orðið og fræðir mig um synd, réttlæti og dóm.Hann fræðir mig um miskunn, fyrirgefningu , frið, kærleika, þolinmæði og margt annað.   Hafðu upp eftir mér ." KÆRI JESÚS KOMDU INN Í HJARTA MITT. FYRIRGEFÐU MÉR JESÚS ÞAÐ SEM ÉG HEF BROTIÐ GEGN ÞÉR , LEYFÐU MÉR AÐ ÞJÓNA ÞÉR. ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ FYRIRGEFA MÉR."   Byrjaðu að lesa Jóhannesarguðspjallið.   BYRJAÐU AÐ LESA         BYRJAÐU AÐ LESA  NÚNA.

 

 

   


"Orðskviðir um hyggindin"

24." Öfunda ekki vonda menn

og lát þig ekki langa til að vera

með þeim,

því hjarta þeirra býr yfir 

ofríkisverkum.

og varir þeirra mæla ógæfu.

Fyrir speki verður hús reist,

og fyrir hyggni verður það staðfast,

fyrir þekking fyllast forðabúrin

alls konar dýrum og yndislegum

fjármunum.

Vitur maður er betri en sterkur

og fróður maður betri en aflmikill, 

því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr

stríð,

og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt

vel.

Viskan er afglapanum ofviða,

í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp

munni sínum.

Þann sem leggur stund á að gjöra illt,

kalla menn varmenni."

                                          skrifað beint upp úr Gamla testamenti Biblíunnar.

               HÉR ÆTLA ÉG AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ AÐ SINNI OG BIÐ ÞIG LESANDI GÓÐUR AÐ LJÚKA VIÐ AÐ LESA ORÐSKVIÐIR 24. KAFLA FRÁ VERSI 9 til og með versi 22. 

 


ENGILLINN MEÐ SKAMMBYSSUNA.

Ég átti eftir um það bil eitt ár af "Bible Collage" í Seattle. Ég hafði fengið vinnu á "campus" eins og það var kallað. Einu sinni á ári tók kirkjan fórn fyrir skólanum og nemendum skólans. Þannig greiddi kirkjan helminginn af skólagjöldum nemendanna, er sóttu skólann. Erlendir nemendur er sóttu skólann fengu að vinna á "campus", sem hjálpaði að brúa bilið. Nemendum skólans var oft boðið að borða í heimahúsi á sunnudögum og matar pakkar oft sendir  á vistirnar til nemenda, sem áttu í fjárhagslegum vanda að brúa bilið. Ég á ekkert nema góðar minningar frá skólanum og kynnum mínum af þessu ágæta fólki. Mig vantaði bíl til þess að ná í Beverly, sem bjó tæplega hálftíma keyrslu fyrir utan Seattle og fara saman á bænastund á laugardags kvöldum í Fíladelfíu kirkjuna.Ég bað og talaði mikið við Drottinn um bíla þörfina. Mér bauðst gamall bíll í góðu standi ,fyrir tvö hundruð dollara. Ég fengi tíma til að greiða bílinn. Ég man að ég gekk út í það. Ég náði bílprófi á bíl skólabróður míns, sem var svo vænn að lána mér bílinn sinn. Á meðan ég greiddi bílinn varð ég oft svangur . Drottinn sá til þess að ég svalt ekki. Ég man  fyrstu ferðina er ég bauð Beverly á bænastund í kirkjunni. Það gekk allt eins og í sögu . Eftir bænastundina  skilaði ég Beverly heim. Er ég var um það bil  hálfnaður á leiðinni heim springur annað aftur dekkið og ég ek bílnum út af brautinni á vega kantinn.  Ég var viss um að ég væri með varadekk. Rétt er ég er að opna farangurs geymsluna rennir lögreglubíll út á kantinn til mín og spyr, hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég þakkaði honum fyrir  og sagði að ég væri með varadekk. Þegar ég var búinn að opna lokið og ætla að grípa vara dekkið er það loftlaust.  Þá greip mig þessi líka vonleysis tilfinning. Ég gekk aðeins frá bílnum og rétti upp hendurnar móti stjörnu björtum himninum og fer að tala við Drottinn. Ég sagði Drottni að ég væri staddur langt frá Íslandi. Langt frá fjölskyldu minni og frændfólki. Ég var alveg peningalaus. Hvað þetta væri nú allt vonlaust. Það var þó stillilogn,  stjörnu bjartur himinn rétt um miðnætti. HJÁLPAÐU MÉR DROTTINN MINN. Rétt í þessu stöðvast stór hvítur bíll, fyrir aftan bílinn minn. Dyrnar opnast og bílstjórinn spyr mig hvernig hann gæti aðstoðað mig.Hann sagðist vera sölumaður , sem ferðaðist milli borga á nóttunni,  því þá væri minnsta umferðin. Hann sagði mér að hann hafði einnig lent í sömu klípunni og ég væri í og ferðalangur hefði hjálpað honum. Hann bar skammbyssu í hvítu hulstri , sem var mjög áberandi. Hann ætlaði að fara á næstu bensínstöð til að laga annað ljósið á bílnum og bauðst til að hjálpa mér. Er við komum á bensínstöðina var ekki aðstaða til að fylla á dekkið. Ég bað engilinn að gefa mér fyrir einu símtali, sem hann gerði.  Ég hringdi í skólabróður minn og tjáði honum hvernig statt væri fyrir mér og hvort hann gæti lánað mér vara dekkið sitt. Já það væri nú í lagi. Ég bað engilinn hvort hann gæti ekið mér til skólabróður mín og aftur til bílsins . Já það var auðsótt. Þegar við komum til Mearl vinar míns, er hann búinn að taka dekk undan bílnum sínum og vill endilega lána mér það. Engillinn fór með mig til baka og beið meðan ég setti dekkið undir . Ég þakkaði honum fyrir. Ég þakkaði Guði fyrir að senda engilinn með byssuna Ég komst að lokum heilu og höldnu heim. Þarna reyndi ég stórkostlegt bænasvar og umönnun Drottins. DROTTINN SÉR UM SÍNA. 

 

Ég ber mikla virðingu fyrir amerísku þjóðinni . Ég hef oft hugsað hvernig þessi stóra þjóð , sem er samsett af öllum þessum þjóðarbrotum getur unnið saman, sem ein heild hlið við hlið og eru ein heild. Þegar ameríska ríkið varð til, byrjaði hver fundurinn með kristilegri samkomu og bæn um Guðs handleiðslu, sem fundarmenn vissulega fengu. Þannig urðu Bandaríkin til. Ég man, þegar ameríski herinn hafði aðstöðu á Nató vellinum fyrir ofan Keflavík og voru alltaf tilbúnir að veita hjálp á landi sem legi. Ég man þegar íslendingar kölluðu á hjálp , og báðu herinn  að lána tvær risa dælur til Vestmannaeyja í gosinu, til að kæla hraunið , sem var um það bil að eyðileggja höfnina. Íslendingar fengu dælurnar strax og þær urðu til mikillar blessunar.  Það eru margir, sem sáu á eftir þessari góðu vina þjóð okkar, sem höðu séð um varnir íslands í mörg herrans ár, með miklum tilkostnaði. Þegar ameríski herinn yfirgaf landið, sá ég ekkert fréttablað , sem þakkaði þeim fyrir ,á kurteinslegan og  sómasamlegan hátt fyrir allt ,sem þeir gerðu fyrir  íslendinga og íslensku  þjóðina.                                                                     

   

 


JESÚS Á DÝRÐNA

Jesús, allt úr engu,

skapað hefur þú.

Stráir stjarna lita flóði 

þanda risa geima í.

Stjörnurnar syngja þér lof,

um ókomna týð.

 

Norður ljósin taktinn slá,

háloftum, frosta nóttum á.

Tindrandi logar, hjarnið skoðar,

ísi lögðu vötn, vetrum á.

Hrymaða fossa og 

beljandi ár.                              Einar gísla. 27.1. 2010

 

 

 


ÍSLANDS ORUSTA.

Vöknum, vöknum.

Krists ungi, hetju her.

Þeytum lúðra,

þeytum lúðra.

Út í stríðið, stefnum  vér.

Jesús blóð vor skjöldur er.

 

Veifum fánum,

fánum konungsins.

Skálabumbur, strengir.

Söngurinn fyllir hjartans dyr.

Þökkum Drottni,

þökkum Drottni.

Jesús er  SIGRANDINN.

                                          Einar Gísla kennari.


BEVERLY.

" Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Drottni. Orðskviðirnir" l9:14. Einar fékk slíka gjöf. 

"Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni." Orðskviðirnir l8:22.  Einar hlaut slíka náðargjöf.

"Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína." Orðskviðirnir 31:1O-12. Einar hlaut slíka konu .Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.  Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Hún hefur augastað á akri og kaupir hann. Orðskviðir 31:14 - 16 (a)  

 
" Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur." Hún réttir út hendurnar eftir tölvunni og greiðir reikninga, pantar og leysir verkefni. "Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir hendurnar móti hinum snauða. Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt þótt snjói." Orðskviðirnir 31:17 -21. 
 
"Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær við komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu henni.  Hún vakir yfir því , sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð." Orðskviðirnir 31: 25 - 27. Heimilisfólk hennar  gengur fram og segja hana sæla. 
 Maður  hennar gengur fram og hrósar henni: Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram;"  Orðskviðir 31: 28 (b) - 29. 
 
EN SÚ KONA , SEM ÓTTAST DROTTINN, Á HRÓS SKILIÐ. GEFIÐ HENNI AF ÁVEXTI HANDA HENNAR, OG VERK HENNAR SKULU LOFA HANA Í BORGARHLIÐUNUM. ORÐSKVIÐIRNIR 31: 3O (B) -31.  SLÍK KONA  ER GUÐS GJÖF.  ÞAÐ ERT ÞÚ BEVERLY MÍN, SEGIR EINAR. GÍLASON.

SIÐRI BAKKI

Drottinn er góður og sér um sína. Agnar gerði út trilluna sín og gaf heimilinu oft fisk. Þórir Agnarsson færði okkur oft fugl og fisk. Séra ÞÓRHALLUR færði okkur oft hey bagga til mikillar blessunar. Jóhannes kennari lenti í bílslysi, þar sem bíllinn hans eyðilagðist. Jóhannes kennari átti lítið' fjárbú fyrir ofan þjóðveg. Hann  átti erfitt að komast til gegninga. Mér fannst alveg sjálfsagt að gefa Jóhannesi hálfan jeppann minn, þar til hann fengi sér nýjan. Jóhannes gaf mér helminginn af hlöðunni sinni og kom reglulega með hey, okkur til mikillar blessunar. Við virkilega reyndum blessanirnar, af að gefa og þiggja, á eigin skinni.  Heimilið keypti egg hjá Alfreð og Súsönnu á Syðri Bakka, en þau ráku lítið hænsnabú, sem var rómað fyrir, hve eggin voru góð.  Eitt skipti, sem oftar komu gömlu hjónin í heimsókn og sögðust vilja leysa okkur af, svo við hjónin gætum skroppið í bæinn til Akureyrar. Þau voru yndisleg hjón.  Ég keypti eitt, sinn 200 eggja útungunarvél frá Reykjavík og lenti í miklu basli við að fá eggin til að klekjast út. Alfreð frétti af þessu og bauðst til að reyna. Ekki stóð á árangri. Brátt áttum við lítið hænsnabú. Heimilið átti nóg af eggjum fyrir sig. Hænsna kjötið var kær komin búbót. Ég fór með egg í Kristjánsbakarí, sem þá var staðsett nálæg sjónum, niðri í bænum á Akureyri. Þeir gáfu okkur oft fullan plastpoka af svokölluðu hestabrauði,  sem var dag gamalt brauð. en það frystum við og tókum það svo upp, eins og nýtt. Öll umfram egg brutum við skelina af eggjunum og skildum rauðuna frá hvítunni, í litla plastpoka og frystum svo.  Seinna var það þýtt og notað til bakstur. Nú gátum við nýtt okkur matarafganga í hænsnafóður ásamt hænsnafóðri. Hænurnar gengu frjálsar á vorin, sumrin og langt fram á haust. MIKIÐ ER DROTTINN GÓÐUR. HANS ER DÝRÐIN.    


RICHARDSHÚS.

Mér var bent á Hjalteyri, sem væri ákjósanlegur staður fyrir barnastarf. Ég hafði verið eitt sumar, háseti á Agli Skallagrími til sjós. Ég var þá nemandi í Versló, að þéna mér vasa pening fyrir næsta vetur. Egill hafði komið í byrjun vertíðar til Hjalteyrar og tekið þar síldarnót um borð . Seinna komum við með síld til vinnslu til Hjalteyrar. Egill Skallagrímsson var alveg sértakt sjóskip . Það lá svo vel í sjó, Já í hvaða veðri sem var, að mér fannst. Hvort sem það var tómt eða með afla í lest. Þá fannst mér Hjalteyrin vera lítið sveitaþorp. Það var langt um liðið. Fyrirtækið orðið gjaldþrota og bankinn tekið yfir  fyrirtækið. Þannig var búið um hnútanna að bæði bankinn og fyrirtækið yrðu að vera sammála um allar breytingar. Fyrirtækið og bankinn voru búin að vera í pattstöðu lengi. Við Beverly  vorum  í knýjandi þörf að finna aðsetur fyrir börnin , sem við vorum búin að lofa að taka að  okkur, til sumardvalar. Ég leitaðist við að fá Richardshúsið leigt en allt kom fyrir ekki. Allar dyr voru lokaðar.

Um þetta leyti hringdi Ester í mig og tjáði mér að Arthuri, eiginmaður hennar, langaði að koma til Akureyrar og selja nokkur olíuverk. Ég bauð þeim að koma og gista hjá okkur , sem þau gerðu.  Arthur var norskur listmálari og kennari. Arthur hafði brotist til mennta, ungur bóndasonur í Noregi. Hann var þekktur fyrir sín störf. Arthur var ekill  er langaði að fara til Íslands og mála þar og vinna fyrir sér, nokkra tíma á dag,fyrir mat og húsnæði. Hann hafði eignast einlæga trú á Drottinn  á unga aldri. Nú leitaði hann til Fíladelfíu kirkjuna í Reykjavík, sem vísaði honum á starf Esterar í Önundarfirði. Norskir læknar höfðu tjáð Arthur, að hann væri með æxli og ekki vitað hve langan tíma hann ætti. það fór svo vel á með Arthur og Ester að þau giftu sig. Við Beverly höfðum þá ánægju að fá að kynnast þeim báðum í starfi Esterar. Ég fékk leyfi fyrir Arthur að sýna og selja nokkur olíuverk á Akureyri.  Við Beverly fórum  með Ester og Arthur til Hjalteyrar , til að sýna þeim staðinn. Ég man hvað Ester og Arthur urðu hrifinn af staðnum.  Richardshús væri paradís fyrir börn. Næsta dag segir Ester við mig , að ég megi til með að fara aftur og tala við bankastjórann í Landsbankanum og falast eftir Richardshúsi. Ég sagði að ég væri búinn að reyna og reyna án árangurs. Ester bað mig samt að fara einu sinn enn, sem ég og gerði. Jón Sólness tók mér afar vel og sagði að ég fengi að vera í Richardshúsi með barnastarfið fram að jólum, ef bankinn væri ekki enn búinn að yfirtaka fyrirtækið, yrðum við að fara út úr Richardshúsi næstu jól, með alt barnastarfið og skila húsinu. Það hafði ekki verið búið í Richardshúsi langan tíma. Skilmálarnir fyrir húsinu voru þeir að við myndum hita húsið og halda því við. Ef við gerðum stórar lagfæringar á húsinu myndi bankinn taka þátt í þeim kostnaði.  Rétt fyrir jólin yfirtók baninn fyrirtækið og okkur var tjáð að við mættum halda áfram með starfið  á sömu forsemdum, sem við gerðum. Mikið þökkuðum við Drottni fyrir hans náð. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3067

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband