SUÐUR HVOLL Í MÝDAL.

 Í sveitinni á Suðurhvoli  í Mýrdal var afar gott að vera.  Fyrsta sumarið  var margt ungt frænda fólk sem kom  víða að til sumardvalar.  Það var það besta sem börn gátu komist í, var að komast í sveitafriðinn, úr skarkalanum og fá að dveljast  sumarlangt í sveit.  Eyjólfur Guðmundsson bóndi, hreppstjóri og skáld var mikið bundinn við ritstörf. Það liggja margar merkar bækur eftir Eyjólf Guðmundsson, sen ég hvet ykkur til að lesa. Til dæmis , AFI OG AMMA, PABBI OG MAMMA. MERKIR MÝRDÆLINGAR og fleiri og fleiri bækur, heilt safn af bókum. Spennandi frásögur af forfeðrum okkar og annarra, til lands og sjávar. Sannar sögur af venjum, reynslum og lífsstíl til land og sjávar, þessa ágæta fólks ,sem við erum sprottin af.  Eyjólfur frændi, sá til þess að þessi kynslóð , sem þá var að hverfa inn í sólarlagið ,glataðist ekki, heldur lifir góðu lífi í bókunum hans. Ég man að einn rigningardaginn fékk ég að leika mér uppi í stofu með Sveini Einarssyni , sem átti   nýj og glansandi  efti- líkingar af heyvagni, traktor og ýmsum hey vinnuvélum.    Eyjólfur kom út úr vinnustofu sinni og las fyrir okkur frumsaminn kafla, um leynihólf í dragkistu ,eða var það í kistli, nema ég man hvað ég var spenntur að heyra framhaldið.  Eyjólfur skrifaði svo leikandi létt og það var unun ,að hlusta á hann lesa. 

Eitt sinn sem oftar voru flestir út á túni. Við vorum að snúa heyinu. Sá elsti byrjaði fyrst svo koll af kolli , hver fyrir neðan þann næsta og allir gengu nokkurnveginn í takt . Það var sungið, sagðar sögur , gert grín, kveðnar vísur og margt fleira. Það var gaman að vinna saman.  Þar voru engvir letingjar að verki. Hver gerði sitt, eins vel og hver og einn gat. 

Ég lærði að sæta heyið, breiða yfirbreiðslur og festa þær. Breiða út heyið í flekki , svo það þornaði sem fyrst.  Gefa hænunum, reka kýrnar og ná í þær.

Eitt sinn sem oftar,  átti ég að ná í kýrnar, en þær voru ekki langt frá Hafursá og Klifandi.  Þessum  tveim ám hafi verið veitt saman á aurunum fyrir  norðan Pétursey,  þess vegna voru þær alltaf nefndar saman. Það var mikið þrekvirki, er bændur veittu þessum tveimur ám saman með vel byggðum varnarvegg, sem hefur haldið þeim saman síðan. Veggurinn var settur saman með skóflum , hökum og járnköllum. 

Á bökkum Hafursár og Klifandi var á þessum tíma Skúma hreiður. Skúmurinn slær hvern þann sem kemur of nálægt hreiðrinu. Skúmurinn er sjóræningi og óvæginn tollari , sem heimtar mest af æti þeirra fugla, sem þora að koma inn á hans loftverndar svæði . Hann elti uppi sjófugla, jafnvel Súlur og neyðir þæ til að æla upp æti sínu og grípur það á flugi.  Varp staður þessi var nálægt ánni, með hvítum beinum alt í kring um hreiðrið ,sem var í  mosabreiðu. Hreiðrið sást lang að og virtist þessi Skúmur vera mesti sóði.

Eitt sinn er ég var að ná í kýrnar var foristu kýrin komin fremst í hópinn og röðin var að myndast þá tek ég  eftir því að Dalalæðan, annað orð fyrir þoku ,er að koma. Kýrnar voru á leið heim á stöðulinn og ég var auðvitað sýðstur og ákvað að taka í halann á síðustu kúnni, sem ég svo hélt í alla leiðina heim á stöðul.  Forustukýrinn þekkti leiðina vel og sá um að við kæmumst heim.  Eftir að búið var að mjólka og mjólkin að renna niður  í gegnum sigtið í brúsann, fékk ég hálft mál af glóðvolgri ósigtaðri kúamjólk. Hvílíkt sælgæti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2925

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband