Færsluflokkur: Bloggar

LOFGJÖRÐARÓÐUR.

ÞÚ ERT DÝRÐIN.

þÚ ERT DÝRÐIN.

ÞÚ ERT KRAFTURINN.

ÞÍN ER DÝRÐIN OG MÁTTURINN.

þÚ ERT LÍFIÐ OG SANNLEIKURINN.

ÞÚ ERT KÆRLEIKURINN UM ALLA EILÍFÐ.

ÞÚ ERT LJÓSIÐ SEM ALDEI DVÍN.

                Einar Gíslason                                  21.05.11


"THE TRAPPDOOR"

Kæri Jesús, skapari himins og jarðar, viltu opna og einfalda  skilning okkar íslendinga, á regluverki  ESB. Ég bið þig um að einfalda hana , svo við skiljum betur " THE TRAPDOOR".  SÁ VELDUR SEM Á HELDUR og ALLT ER UNDIR . Megi sannleikurinn koma í ljós áður enn íslendingarnir kjósa. Ef til vill er ESB eins og EINFÖLD DÚFNAGILDRA með "TRAP DOOR".  Þar er allavega góðgæti fyrir dúfurnar er dreift inn undir kassann, sem hallar upp í mót. Á miðri frammhliðinni, þar sem dúfurnar ganga framhjá og inn í kassann er lausri spýtu komið fyrir. Efri hlið kassans liggur á þessari spýtu. Bandspotti er bundinn um spýtuna.  Þegar kippt er í bandspottann fellur kassinn yfir dúfurnar og fangar þær. Spýtan heitir "TRAPDOOR".  Síðan er dúfunum komið fyrir í lokuðu girtu svæði með örum dúfum. 

 Íslendingar fá alskonar undanþágur, vegna smæðar sinna. Allar undanþágurnar eru skjalfestar og allt virðist öruggt. þEIR GANGA INN ÍGILDRUNA

 "TRAPDOOR" LOKAST Á EFTIR ÍSLENDINGUNUM. ÞAÐ VERÐUR EKKI AFTUR SNÚIÐ. ÞAÐ KEMUR Í LJÓS AÐ UNDANÞÁGURNAR HALDA EKKI. íSLENDINGAR VERÐA AFTUR AÐ SÆKJA UM UNDANÞÁGURNAR, TIL EFSTA DÓMSTÓLS ESB., SEM RÆUR ÖLLU OG HEFUR EINRÆÐISVALD YFIR SAMTÖKUNUM. ÍSLENDINGARNIR TAPA ÖLLUM UNDANÞÁGUNUM OG VERÐA AÐ DEILA ÖLLU MEÐ ESB, EINS OG ALLIR AÐRI HAFA ORÐIÐ AÐ GERA. íSLENDINGAR HAFA ENGAR UNDANÞÁGUR , HVORKI Á SJÓ NÉ LANDI.  ESB á FULLVELDI íslendinga. Íslendingar fara 75 -80 ár aftur á bak, inn í einokrunartímann. þEIR FÁ ENGU RÁÐIÐ. Íslendingar eru jú aðeins nokkur þúsund. ÞAÐ ER DROPI Í MANNFJÖLDA HAF ESB.  

 Kæri Jesús minn, fyrirgefðu okkur Íslendingum fyrir að hafa brotið á móti þér, æ ofan í æ og látið Orðið þitt, eins og vind um eyru þjóta. Fyrir hroka okkar og fráhvarf frá þér. Ekki snúa þér frá okkur, kæri Jesús minn. Læknaðu landið okkar. Hjálpaðu okkur að verða kristniboðs land , þar sem kærleiki þinn og viska, lækning og blessun, megi umvefja alla þjóðina og blessa hana.     


Jesús er fjórða víddin.

Trúin á Jesús flytur fjöll. Bið Jesús að koma inn í líf þitt, anda þinn og veru og skapa í þér nýtt hjarta. Hann þráir að hjálpa og blessa þá, sem leita hans af öllu hjarta. Þá segir Jesús við þig. "Óttast þú eigi,  því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns." jesaja 41:10. NÚ ERT ÞÚ KOMINN INN Í FJÓRÐU VÍDDINA. Gangir þú með Jesús, verður hann besti vinur þinn. Jesús breytir grát þínum í gleðidans. Jesús leysir af þér hærusekkinn, það sem kvelur þig og gefur þér sinn frið. Jesús er ORÐIÐ. jESÚS ER BIBLÍAN. Þegar þú opnar Biblíuna og byrjar að lesa orðin,þá talar Jesús við anda þinn. JESÚS VERÐUR BESTI VINUR ÞINN.

JESÚS.

 JES'US ER FRIÐARPRINSINN MINN

Friðarprinsinn minn.

Frelsari mannkyns.

Upp á kross, var hafinn.

Líf hans fórn, er talinn.

Líf fyrir himnavist, er valin.

Með Jesús, geng ég vil.

                                                         Einar Gíslason kennari 7.2.2011


YFIR ÞRÖSKULDINN.

Fyrir um það bil tíu árum ,varð ég fyrir merkilegri reynslu. Á þessum tíma hafði ég og kona mín verið með þátt á Lindinni í nokkurn tíma. Um þessar mundir var ég að kynna mér bækur um kristna trúarleiðtoga . Ég man eftir enskri bók ,sem fjallaði um forstöðumann, sem bjó á annarri hæð í gömlu fjölbýli, sem er ekkert merkilegt. Svalirnar snéru út að steinsteyptri göngubraut. Forstöðumaðurinn hallar sér upp að handriðinu, sem brotnar og hann féll aftur á bak niður á göngubrautina, fyrir neðan svalirnar. Hann var úrskurðaður látinn. Ég man ekki hvað lengi hann lá, áður enn hann lifnaði við. Hann skrifaði um reynslu sína, hvað hann sá og reyndi.

Við Beverly vorum boðin á kvöld fund hjá Lindinni. Eftir fundinn á leiðinni heim, fæ ég mikla  verki, frá hálsi niður að mjöðmun . Beverly fór með mig beint upp á  bráðavakt Landspítalans. Mér var strax ekið upp á hjartadeild og tengdur. Tekin blóðprufa og sprautaður. Stuttu seinna sofnaði ég. Ég er öllum afar þakklátur, hve fljótt var brugðist við og þá sérstaklega Beverly minn og bænum hennar. Ég veit ekki hvenær ég datt út og fór yfir þröskuldinn, um nóttinna, eða snemma morguns og þá settur á stað með rafmagni. Ég held að þegar ég fór yfir þröskuldinn var ég allt í einu staddur í olíuhreinsunarstöð, sem var óhugnalega sóðaleg. Olían lak á gólfið úr kötlunum. Stöðin var riðguð og gömul og ylla haldið við. Þarna gat hvenær sem er, orðið olíuslys hugsaði ég. Mér fannst olíustöðin vera á Ísafirði, eða einverstaðar þar nálægt.  Stuttu seinna  komi ég út úr stöðinni, sem mér fannst vera kassalaga með stórri tré hurð. Sólin skein í heiði . Mér fannst olíustöðin mér als óviðkomandi. Ég var á leiðinni upp á Olíufjallið . Upp grónar brekkur, vaxnar fann grænu lág vöxnu grasi. Ég var svo glaður og fullur af innri krafti. Það eignast maður, þegar þú tekur á móti Jesús , sem er friðarprinsinn.   Ég samkjaftaði ekki , því ég var í samræðum við hávaxna persónu fyrir aftan mig, sem ég þekkti svo vel, sem var svo náin mér, er stóð skugga megin við mig. Ég trúi því að þessi persóna sé Heilagur andi, sem Jesús gefur hverjum, sem tekur á móti Jesús.   eða var það engillinn minn, sem fylgir okkur, allt okkar líf og fer með okkur yfir þröskuldinn, þegar við fáum stöðu hækkunina og erum kölluð heim. Mér fannst ég vera klæddur, eins og vanalega og hugsaði bara ekkert frekar um það. Mér var mátulega heitt. Það ríkti, svo mikill friður þarna og algert logn.

Ég opnaði augun mín og þarna sat Beverly mín með tárvot augun. það var gott að sjá hana aftur. Kæri Jesús minn, kærar þakkir fyrir þessa miklu reynslu. Við getum hvílt í friði í höndum Jesús. Hann sér um okkur hér og þegar við förum yfir þröskuldinn, er kallið kemur. Jesús braut odd dauðans. Við þurfum ekkert að óttast, ef við hvílum í honum. Kæri Jesús komdu inn í hjarta mitt og fyrirgefðu mér brot mín. Ég trúi á þig eingetinn Sonur Guðs. 

 

 

 

 

 

 


HVÍTR AKRAR

                                                          288.

Lag: Ég vil syngja - Segertoner 387 - N.S. 36O.

1. Hvítir akrar bylgjar blærinn, Brenna öx í sólarglóð.

Tökum gullvæg tækifærin, Tökum akurlöndin góð.

Kór: Uppskerunnar æðsti Herra, Uppvek sanna verkamenn.

Þá, sem vilja þjóna , fórna. Það er boðið mikla enn.

2. Vek þú, Drottinn, verkmenn þína, Vek upp hrausta  árdagsmenn.

    Vek upp miðdagsmenn, er sýna manndóm nú. - Það kvöldar senn.

3. Hlýð þú, vin, ef Herrann kallar, Hér á þig til verks í dag.

    Drottinn greiðir götur allar, Greiðir laun við sólarlag.

                                                  T. H. Thompson - Á.E.

 


Frá KELTNESKU KIRKJUNNI.

"Drottinn sé á undan þér til að vísa þér rétta leið.

Drottinn sé á eftir þér til að vernda þig fyrir sviksemi vondra manna.

Drottinn sé neðan við þig til að grípa þig ef þú fellur

                og til að bjarga þér úr gildrunni.

Drottinn sé ofan við þig til að blessa þig.

Þannig blessi þig algóður Guð. "

                                                                 FRÁ KELTNESKU KIRKJUNNI er einblöðungur sem mér var gefinn. Mér fannst þessi bæn vera svo falleg að hún ætti erindi til allra. Um náð, frið og miskun Guðs. Að við getum lagt allar okkar áhyggjur í hendur Drottins vors Jesús og hvílt í þeim friði og trausti að Jesús leiði öll okkar mál til lykta , sem verður okkur fyrir bestu.   

 

Drottinn Guð skapari himins og jarðar. Konungur konunganna JESÚ KRISTUR  er grípur okkur er við föllum  og frelsar okkur FRÁ OGÚR gildru ESB. þESS BIÐ ÉG ÞIG JESÚS MINN. segirEinar Gíslason kt.2412372579.

 


ULLARPOKINN.

 Á Hvoli í Mýrdal áttu öll börnin hvern sinn ullarlagðapoka. Þeir voru allir vel merktir.                                                                                                                                                              Ég   átti ullarlagðapoka. Ullin var verðmæt í  þá daga.  Flestir  áttu reikning í kaupfélaginu í Vík.  Maður tók alltaf ullalagðapokann með sér, hvert sem farið var  .  Sæi maður ullarlagð,  liggjandi eða á vír, var tekið   til fótanna að ná lagðinum á undan einhverjum öðrum. Maður átti alla þá lagða , sem maður náði í. Oft fann maður lagða , sem fests höfðu á girðingar, eftir kindur, sem höfðu hoppað þar yfir eða smogið undir.  Áfastur ullarlagður á girðingu, var  eins og  umferða merki fyrir  kindurnar,  hvar væri best að hoppa yfir  eða skríða undir.Kindurnar eru ekki sauð heimskar, eins og sumir mega halda. Svo ég tali nú ekki um foristu kindurnar. Kindur gætu verið gæfari  enn hundar , það var álit ísraelskra fjárhirða. Þegar fjárhirðirinn fór með kindahópinn sinn að leita haga, þá fylgdi kindahópurinn fjárhirðinum, sem bestu hundar. Þegar þurfti að brynna kindunum, hélt fjárhirðirinn að næsta brunni,með safnið sitt, þrátt fyrir það að á staðnum væru margir  hópar fyrir. Er kindurnar voru búnar að drekka , fór fjárhirðirinn  frá brunninum og blístraði eða kallaði og allar kindurnar komu hlaupandi til hans. Stundum brá fjárhirðirinn í leik við kindurnar og faldi sig . Þá sperrtu kindurnar upp eyrun og leituðu að fjárhirðinum. Það var mikil gleði, þegar þær fundu fjárhirðinn, sem   þekkti allar kindurnar sínar með nafni. Fjárhirðirinn var með staf til að verja kindurnar. Stafurinn var langur með krók og broddi. Með króknum gat hann bjargað kindum en broddurinn var til að verjast óargadýrum. Fjárhirðirinn bar með sér græðandi olíu til að hella í sár til að mýkja og hjálpa sári að gróa. Fjárhirðirinn tók á móti lömbunum og aðstoðaði mæðurnar. Fjárhirðirinn bjó til girðingu utan um fjárhópinn úr runnum og greinum , þegar kvölda tók, voru allar kindurnar inni í fjárgirðingunni. Fjárhirðirinn lagðist í hliðið og varði kindurnar með lífi sínu. Góður fáhirðir vissi hvar bestu beitihagarnir, vatnslindirnar og lækirnir voru.  Týndist lamb eða kind, gekk hann vel frá safninu og fór að leita þangað til hann fann týndu kindina . Hann bjargaði lambinu,bar olíu í sárin og setti það á öxl sér og bar lambið  heim.   Lestu nú 23. Davíðsálm. Það er einnig hægt að syngja hann. Hann er svo táknrænn og fallegur.

20 % flatur niðurskurður.

Öll sem eitt, höldum hönd í hönd.  Syngjum Drottni  lofsögn í hjörtum okkar. Hjálp vor er í nafni Drottins skapara himins og jarðar. "Við lofum þitt heilaga, heilaga nafn."  Við þökkum þér Drottinn Jesús fyrir 20 prósent  FLATAN NIÐURSKUÐ á höfuðstóli húsnæðislánanna og að leysa okkur  úr þessum skuldaklafa, sem er að kæfa þjóðina. Kæri Jesús þakka þér fyrir kærleika þinn, visku og miskunn. Við gefum þér dýrðina. Amen. Einar Gíslason kennari Kt. 24. 12. 37. 2579 

JESAJA 52.

" LJÓÐ UM HINN LÍÐANDI ÞJÓN DROTTINNS. Jesaja 52:13 til og með Jesaja 53:12

Sjá þjónn minn mun giftusamur verða, hann mun verða mikill og veglegur og mjög hátt upp hafinn. Eins og margir urðu agndofa af skelfingu yfir honum - svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs af mannanna sonum - eins mun hann vekja undrun margra þjóða, og konungar munu afturlykja munni sínum fyrir honum.  Því að þeir munu sjá það, sem þeim hefir aldrei verið frá sagt, og verða þess áskynja, er þeir hafa aldrei heyrt. 53.1 - 12. Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?  Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.

Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.  Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja  fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.

En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn  vegma misgjörða.  Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrygðir.  Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.

Hann var hrjáður, enn hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum.  Eins og lamb, sem leitt er til slátrunnar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippir hann, lauk hann eigi upp munni sínum.  Með  þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?

Hann var hrifinn burt af landi lifanda, fyrir sakir synda míns lýðs var hann lostinn til dauða.

Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.  En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði  sjálfum sér í sektarfórn,  skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi  Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.

Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós  og seðjast.

Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gera marga réttláta, og hann mun bera misgjörð þeirra. Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.

En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum. "     

Ég tók þennan spádóm beint upp úr GAMLA TESTAMENTI BIBLÍUNNAR .  Spádómurinn var ritaður  mörg hundruð árum fyrir fæðingu KRISTS.  Hvílíkur kærleikur Guðs til vor mannanna barna.           

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband