FRYSTIKISTAN

 500 l. Frystikista var tóm í Richardshúsi. Ég var með tvær 500 l frystikistur fyrir heimilið, önnur fyrir fisk, en hin fyrir kjöt. Ég man þegar ég stóð hjá frystikistunni.  Mig minnir að það hafa verið  um haustið eð komið fram á vetur. Ég var að tala við Drottinn ,að okkur vantaði fisk fyrir heimilið á Hjalteyri. Á þeim tíma hjálpaði Drottinn mér ,að fá um það bil helminginn af framfærslu peningum heimilisins. Ég hafði beðið Drottinn að hjálpa mér að koma upp góðu búri í kjallara Richardshús . Drottinn gaf okkur.  Kívanis menn á Akureyri gáfu efnið fyrir búrið , nýtt eldhús og matsalinn. Guð er góður. Veitingahús á Akureyru gaf heimilinu steikarpönnuna sína, er varð okkur til mikillar blessunar. Frímann Ásmundsson smiður og gönguskíðamaður frá  Skagafirði smíðaði úr viðnum og við fengum miklu betri aðstöðu enn við höfðum áður haft. Benjamín Þórðarson frá Stykkishólmi lagði mikla vinnu í koma vatninu í lag , fýrnum og öllu kerfinu . Gamli brennarinn og hitatankurinn voru ónýt og úr sér genginn , allt hriplegt. Benjamín vann þá í Hafnafirði við bátasmíði. Ég spurði Benjamín hvort hann gæti hjálpað okkur  hann fékk leyfi hjá verkstjóra sínum til að hjálpa okkur. það var svo mikil upplyfting að fá þetta góða fólk í heimsókn, Benjamín og Bergþóru konu hans. Ásgrímur og Lauga kona hans, komu frá Siglufirði  voru góðir gestir, er lögðu hönd á plóginn . Ási hjálpaði mér að einangra loftið og tvö-falda glugga og ýmislegt fleira. Margir lögðu hönd á plóginn og hjálpuðu við að endurnýja leiðslur frá húsi niður í rotþróna .   Eitt sinn kom Aðalsteinn og Rósa dóttir hans ,með þennan líka fína saltfisk frá Vopnafirði. þorir Agnarsson og faðir hans  gáfu okkur oft fisk og fugl. Vörður Traustason og frú gáfu heimilinu eitt sinn,  þvotta vélina sína, þegar þau fóru til Noregs um tíma. Jóhannes frá Dalvík góður vinur okkar færði heimilinu fisk. Kvenfélögin, Kivanis, Lions og svo margir og margir hjálpuðu heimilinu,Alfreð og Súsanna, Jóhannes og Berta,  Benni á Bakka gaf heimilinu ábressti , þegar kýrnar voru búnar að bera og óhætt var nýta þær. Páll Lútersson kom oft við á söluferðum sínum. Hann hjálpaði okkur að fá vel með farin húsgögn fyrir stofuna í Richardshúsi,ser urðu heimilinu til ómældrar blessunar. Torfhildur og Þrúða , Ragnheiður, Eyvor , Magnea og  vinirnir frá  Fíladelfíusöfnuðurinn á Akureyri .Gunnar  Þorsteins og Einar  bróðir hans gáfu heimilinu  málinu, flísar, veggfóður . Guðni og Sigmundur Einarssynir hjálpuðu að mála , flísaleggja og hjálpa . Níls og Elín,Gunna Magga,    Páll Axelsson og Þorsteinn Hinriksson gistu hjá okkur tvær nætur og sögðu okkur frá ferðum sínum, útbreiðslu  og boðun Orðsins. Það gistu kristniboðar hjá okkur frá Noregi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Hollandi og Ástralíu. Það gistu hjá okkur eldri hjón, ser voru að enda starf sitt í Afríku. það var yndislegt að hafa líka vini úr söfnuðunum . Eg man sérstaklega eftir ungum norskum, kristniboðs hjónum. Nýkomin frá Afríku. Þau stefndu á að verða forstöðuhjón í Noregi. Það komu eitt sinn til okkar Amerískir kristniboðar á leið til  Afríku.  Nils Leksen og konan hans. Þau komu  á stað heimili fyrir heimilislaus börn og  skóla. Önnur hjón sænsk Lars Lornér og frú dvöldust hjá okkur í viku á leið sinni vestur um haf, en þau komu upp miklu starfi í Talandi. Sænska ríkið styrkti barnaheimili og skóla , er Lars og María Lorneer ,komu af stað og ráku.Eitt sinn eftir landsmót á Akureyri buðum við þeim ,er vildu að koma til okkar á Hjalteyri í viku námskeið. Það komu 5O manns, er við Beverly hýstum. Það  var tekin ein fórn fyrir nýlenduvörum yfir þennan tíma. Kennarinn var ungur háskóla (University) skólastjóri frá Kanada, ser vann gott starf með bandarískum háskóla(University).  Samstarf lútersku og hvítasunnu kirkjunnar var grunnur beggja háskólanna. Þessi ungi maður kenndi átta tíma á dag, Orð Guðs í viku  . Frænka Beverly hafði unnið mest allt sitt líf , sem kristniboði í suður Afríku á vegum Hvítasunnukirkjunnar í Bandaríkjunum.Hún hefði svo gjarnan viljað fá Beverly til Suður Afríku, en Drottin Jesús gaf mér Beverly .   Þegar ég hugsa um öll þessi ár, er Beverly mín hefur staðið með mér og stjórnað heimilinu í Richardshúsi ,við mismunandi aðstæður, verð ég klökkur og þakka Drottni fyrir þetta gríðalega mikla starf, ser hún hefur unnið og er að vinna. Margt af þessu, er ég hef ritað hafði ekki, enn skeð, þar sem ég stóð við tóma fiski frystikistuna og bað Drottinn um fisk. Beverly kallaði til mín að hlusta á fréttirnar í útvarpinu. Það væri verið að gefa fiskkassa á Húsavikurhöfn. Allir sem vildu gætu komið og fengið, eins mikinn fisk og þeir gætu borið, meðan byrgðir entust. Eyskipafélagið sá um flutninga á freðfisk til Rússlands. Skipið lenti í smá slysi á Siglufirði . Það hafði rekist utan í bryggjuna og fengið smá rifu á byrðinginn. Það uppgötvaðist ekki strags. Það var ákveðið að stoppa við á Húsavík  og skipa upp, því er sjór hafði komist, í frystigeymslu skipsins.   Drottinn vissi þetta alt áður, enn ég bað um fiskinn í frystikistuna.Drottinn er yndislegur. Beverly nestaði mig út  og ég lagði af stað eftir hádegið , á jeppanum með kerruna. Þegar ég kom niður á Húsavíkurhöfn var þar stafli af kössum fullum af freðfiski. Ég fyllti kerruna, eins og ég gat í hana troðið. Lagði sætin niður í Jeppanum og hlóð hann, eins og ég gat í hann kom, bæði aftan í og í framasætið farþega megin . Það sá varla  á kassa staflanum, sem  Eimskip skildi eftir á bryggjunni í Húsavík. Kærar þakkir fyrir fiskinn Eimskip.   Ferðin gekk vel heim. Ég fyllti frystikistuna , en þá var mikið eftir í bílnum. 'Eg fékk að geyma restina  í frystihúsi í næsta byggðarlagi. Þessi fiskur entist og entist. Svona er Drottinn Góður. Jesús hefur þúsund leiðir til að svara einni bæn. Hans er Dýrðin. Ég hvet þig til að beygja höfuð þitt og gefa JESÚS lífið þitt.  Segðu eftir mér "Kæri Jesús fyrirgefðu mér , það er ég hef gert þér og öðrum rangt . Ég trúi að þú sért eingetin sonur Guðs. Komdu inn í lífið mitt og leyfðu mér að þjóna þér."  ÞÁ EIGNAST ÞÚ FRIÐ OG LIFANDI TRÚ."

 


ÖRNINN

Bóndi nokkur ,ásamt nokkrum vinum sínum var í fjallgöngu fyrir ofan sveita býlið. Á leiðinni upp fjalliðheyra þeir skothvell ,sem glumdi og bergmálaði milli  fjalla  toppanna. Bóndinn og vinir hans stöldruðu við og litu  í kringum sig ,eftir þeim sem skaut.  Þá sjá þeir að á klett, ekki langt frá þeim, stórt og mikið arnarhreiður. Í hreiðrinu lá örn á eggjum.  Þeim fannst það skrítið að örninn hreifir sig ekki úr hreiðrinu , þrátt fyrir að þeir stæðu skammt fyrir ofan hreiðrið. Í sjónaukanum sjá þeir að erninum blæddi og höfuð þess féll niður á bringuna.  Sonur bóndans seig í böndum, sem hópurinn var með og kemst niður að arnarhreiðrinu. Örninn hafði verið skotinn banaskoti en undir erninum lá egg, sem enn var volgt. Sonur bóndans vefur  klút utan um eggið og stakk  inn á sig,  renndi  upp úlpunni . Hópurinn hífði drenginn upp og síðan var haldið heim á leið. Það bar svo vel til, að ein af hænum bóndans lá á eggjum.  Bóndinn lagði arnar eggið undir hænuna, sem ungaði út öllum eggjunum .  Allir hænu ungarnir ásamt mömmu sinni kröfsuðu í jörðina og týndu maðka og skordýr ,sem skriðu á jörðinni . Arnarunginn hélt sig vera hænu ungi, því að fóstur mamma hans var hæna. Mánuðirnir liðu og arnar unginn var orðinn hærri, enn hænan. Vængirnir urðu stærri og þyngri, MIKIL BYRÐI AÐ BERA. það var orðið erfitt að kroppa og krafsa í jörðina. Tveir ernir settust á klettasyllu hátt yfir býlinu og litu á arnarungann , sem krafsaði og kroppaði , eins og hæna. Ernirnir kölluðu á unga örninn, sem leit upp um leið og hann sá ernina svífa niðrað býlinu og setjast á hænsnahúsið. Ernirnir kölluðu á unga örninn. " lyftu upp vængjunum,  hoppaðu upp og taktu flugið. Þú ert ekki hæna. ÞÚ ERT ÖRN " Ungi örninn fór að hoppa og breiða út, þessa líka fallegu stóru vængi . Í síðasta hoppinu tók hann flugið. NÚ VISSI HANN HVER HANN VAR.   

Hver ert þú ? Hlaðinn þungum byrgðum, ófriði, sorg, þjáningum og ýmsum öðrum birgðum. Þú veist ekki hver þú ert.  Í Nýja Testamentinu segir frá því, að Jesús býður okkur að koma með birgðar okkar til sín og hann léttir þeim af okkur og gefur okkur sinn frið . Hann sýnir okkur hvað við erum og hvað við getum orðið , miklu meira ,enn okkur óraði fyrir. Þú ert HETJA í Kristi.        


Sprangan

    'Eg var í kringjum 14 til 15 ára er ég var sendur til Vestmannaeyja, þar tók frændfólk mitt á móti mér. Kona Gunnars vörubílstjóra var frænka mín , þar fékk ég að búa. Ég fékk vinnu í Ísfélaginu á annarri hæð , við fiskverkunn. Þar voru elstu strákarnir að grípa veiðibjöllur , með því að rétta út fiskstykki kom fuglinn  aðsvífandi til að grípa fiskstykkið úr hendi gefandans en gefandinn var sneggri enn fuglinn , greip um fætur veiðibjöllunnar , sem skrækti þessi lifandi ósköp er hún var dreginn inn um gluggann og stundum sleppt inn í salnum með tilheyrandi látum.  þetta uppátæki var ekki vel liðið , enda hættu drengirnir þessum stráka pörum. þarna kynntist maður fljótt, frændum og vinum þeirra. Ég leit mest upp til Ástþórs, sem var skátaforinginn á staðnum. Hann  var elstur af okkur strákunum. Ástþór átti heima í Laufási. Þrír félagar ætluðu út í Ystaklett og ganga hringinn. Þeir spurðu mig hvort ég vildi fara með. Jú ég var sko til í að fara með. það var ákveðið sí svona að fara daginn eftir, en þá var líka laugardagur, að mig minnir. Einn drengjanna kom með lítinn bát með utanborðsmótor. Við vorum fjórir í bátnum . Þá var ekki almenn þekking á  að vera, með björgunarvesti. Það var rennisléttur sjór, þá var ákveðið að fara útfyrir Ystaklett og leggja upp að kletti einum litlum , klæddum þangi, þegar aldan lyfti bát skelinni, átti að hoppa úr bátnum upp á klettinn. Við fórum þrír úr bátnum. Drengurinn sem kom með bátinn , sneri honum og sigldi heim til hafnar í Vestmannaeyjum. Ástþór sagði ,að við yrðum að skríða upp einstigi, utan í berginu, spranga yfir smá gil og klifra upp með keðjunni, þá værum við komnir upp á Ystaklett, yfir það versta. Ég átti að vera í miðjunni. Ég man ekki eftir að ég hafði lent í slíku ævintýri áður. Allt gekk vel , þangað til við komum að spröngunni. Sprangan var kaðall festur uppi á klettinum og hékk niður klettavegginn.  Ástþór greyp í sprönguna, tók nokkur skrefa  tilhlaup og spyrnti í brúnina á gilinu og sveiflað sér yfir á gjá barminn hinum megin. Þetta var ekki beint gjá , heldur innfallinn renni sléttur flái inn í bergið ofan að og alla leið niður í ólgandi sjóinn. Það var komið að mér að spranga í fyrsta sinn á ævi  minni. Ég ætlaði að herma eftir Ástþór, en náði ekki réttri spyrnu, þess vegna hékk ég nú á höndunum í spröngunni , miðja vegu, með gapandi hafið fyrir neðan mig og félag mína, sinn hvoru megina við mig, en hvorugur náði til mín . Ástþór bað mig að vera rólegan og sleppa ekki spröngunni. Þarna hékk ég  að mér fannst dágóða stund . Hefði ég farið í sjóinn ,hefði ég farist. Ein hvern veginn tókst Ástþór að koma reipinu af stað og brátt var ég út úr  lífshættu. Við fórum hringinn. Yfir í Miðklett, þaðan áfram, engin fyrirstaða.  Við skoðuðum nokkrar lundaholur. Útsýnið var alveg stórkostlegt, því veðrið lék við okkur. 

NAFNKRISTINN

Hvað er að vera nafnkristinn? Er að vita alt um Krist , jafnvel hafa farið reglulega í kirkju, en hafa aldrei tekið á móti honum né boðið Drottni inn í líf þitt. Þú hefur aldrei beðið Jesús að fylla tómarúmið innra með þér. Ég heyrði þessa smásögu á kristilegri útvarpstöð erlendis, þar sem sögumaðurinn var þekktur krabbameinslæknir. Þessi frægi læknir var að vinna ásamt sínum vinnuhóp(teymi). Hann var að taka æxli úr sjúkling.  Sjúklingurinn átti mjög vafasaman bakgrunn og lifði langt frá kristilegum gildum.  Nú lá hann við dyr dauðans  og "prossesinn" var í fullum gangi.   Læknirinn var að tala við sitt fólk um daginn og veginn ,um leið og hann var að vinna. Þau þekktust öll vel og þótti gaman að ræða um menn og málefni. Alt í einu tekur læknirinn eftir að sjúklingurinn er að umla eitthvað. Alt var yfir farið og tékkað en alt var standard og í lagi. Sjúklingurinn fór að tala og segist vera í Helvíti í hræðilegum kvölum. Sjúklingurinn hrópar upp "BIDDU FYRIR MÉR."

 læknirinn sagðist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera.  Þarna  viðurkenndi hann fyrir sjálfum sér að hann sjálfur var aðeins, NAFN KRISTINN. Hann átti nokkra bíla ,fallegt einbýlishús, var flug  ríkur og færi í kirkju til að halda uppi félagslegum standard. Hann hafði aldrei ætlað sér neitt meira og hefði aldrei ætlað að taka á móti Jesús , sem sínum eigin persónulega frelsara. Sjúklingurinn hrópaði enn hærra og læknirinn sagðist ætla að biðja fyrir honum, til þess að róa sjúklinginn. Hann segir við sjúklinginum að hafa eftir sér  "Kæri  Jesús komdu inn í hjarta mitt . Ég trúi á Jesús , eingetinn sonu Guðs. Mikil kyrrð færðist yfir sjúklinginn . Læknirinn og teymið  bjargaði manninum. Þessi litla bæn, sem átti að þagga niður í sjúklingnum á ögurstund , varð  þess valdandi að læknirinn eignaðist sjálfur lifandi trú  og sjúklingurinn eignaðist einnig lifandi trú . Eftir að sjúklingurinn  náði sér , varð hann brennandi heitur  evengalisti , sem lét ekki af að kynna fólk fyrir Jesús. Hann sagði einnig fólki frá helvíti og þeirri sáru kvöl , sem hann var í. Eina,sem bjargaði honum var nafni JESÚS.

 

 


VARÐVEISLA.

Þrír dekk menn og kokkur á Björg VE 5 , bjuggum í verbúð í Vestmannaeyjum.  Verbúðin var tveggja herbergja kjallara íbúð.  Ég og kokkurinn vorum í öðru herberginu en tveir aðrir í herberginu á móti. Þetta voru ágætis herbergi og ekkert nema gott umþað að segja. Eigandi verbúðarinnar var gamall sjómaður er bjó með konu sinni á fyrstu hæð.  Ég var svo heppinn að kynnast eigandanum.  Þá var vatnsrörið ekki komið ofan af landi og allir urðu að spara vatnið ,eins og mögulegt var. Gamli sjóarinn sýndi mér eitt sinn brunninn , sem var innan húss. Brunnurinn var eitt herbergi í kjallaranum, þar sem öllu regn vatni af þakinu var safnað saman. Hann  sagði mér ýmisegt fróðlegt, frá sjómannsku sinni.

Það var seint um  kvöld eitt, í langri landlegu .  Herbergis félagar í næsta herbergi koma heim drukknir og þrætandi um , hver stakk undan hverjum. Þeir voru farnir að tuskast á með tilsvarandi brölti og hávaða. Ég í heimsku minni , hélt ég að ég gæti stilt til friðar . Ég hef aldrei lent í alvöru slagsmálum og vissi ekkert hvað ég var að gera.  Þar sem herbergi þeirra var opið,  gekk ég inn í það um leið og ég ávarpa þá. Þeir snéru strax bökum saman og færðu sig að dyrunum og gerðu sig líklega, til að ráðast á mig. Nú höfðu þeir  fengið  tækifæri til að berja mig.  Allt í einu gerði ég mér fulla grein fyrir, hvað í vændum var. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við en þá kom sterk hugsun í huga minn og orð í munn minn ,sem ég sagði fram  með mjög ákveðni röddu. " EF  ÞIÐ RÁÐIST Á MIG ,MUN DROTTINN TAKA Í YKKUR" það var eins og við manninn mælt . Báðir sjómennirnir viku til hliðar og ég gekk óskaddaður út. Ég þakkaði Drottni fyrir varðveislu HANS og lofaði Drottni að ég myndi ekki gera slíka vitleysu aftur að freista  þannig Drottins. Næsta dag náði ég  tali af öðrum sjómanninum og spurði hann ,af hverju þeir höfðu ekki ráðist á mig. Hann sagði mér, að sinn hvorum megin við mig, sáu þeir stóra og kraftmikla menn. Ég hafði engan séð, en DROTTINN VERNDAR SÍNA. Hvílík náð það er að tilheyra Jesús   

 


BÆNASVAR

Ég hef verið um það bil 24 ára , sjómaður á dekki Björgu VE 5 í Vestmannaeyjum. Báturinn var sænskur trébátur. Björgin var gott sjóskip. Hún skreið svo vel á laginu í stór öldu. Björgin var lítill blöðrulaga togbátur. Gvendur Eyja var frammúr skarandi skipstjóri. Ég var þakklátur að fá pláss hjá þessum öðlings sjómanni. Í einni landlegunni tók ég á móti KRISTI og eignaðist lifandi trú. Ég hætti að smakka, reykja , blóta, hætti á skröllunum og byrjaði að sækja í kirkjuna Betel,ég var svo glaður og mér leið svo vel, það var svo mikill friður innra með mér.  Margir voru hissa að ég var alnafni Einar J Gíslasonar þá forstöðumanns.   Ég vitnaði stöðugt um þessa stórkostlegu reynslu mína. Ég var endurfæddur ,  ný sköpun og alt var orðið nýtt. Alveg stórkostlegt. Ég hafði fundið  það sem ég hafði verið að leita að í mörg ár.

Um leið og ég steig frá landi um boð í Björgina ,þá kom ég undir lög skipstjórans, sem er lögreglan og dómarinn um borð. Hann hefur einræðisvald. Um borð urðu allir að vera vinir og hjálpa hver öðrum. Þar mátti enginn lenda í illdeilum við annan. Flestir sjómenn hafa vissan orðaforða , sem þeir nota óspart á sjó eða landi. Áhöfnin á Björgu var, eins og vel rekið heimili. Um leið og ég steig frá borði í land var ég  kominn undir landslög.  Nokkrum sjómönnum á Björginni fannst ég hafa gengið of langt í að vitna fyrir þeim. Þeir ákváðu að taka til sinna ráða. Eftir  góðan túr hafði Björgin fengið   sæmilegan  afla og lestin var  hálf  af  vænum fiski meðal annars löngu og þorski. Þegar fiskurinn var veiddur  var gert að honum á dekki,  þveginn og kastað niður í lest, en þar var fiskurinn flokkaður í stíur og ísaður. Þá voru kassarnir ekki komnir til sögunnar. Í löndun voru venjulega fjórir sjómenn, sem gogguðu í hausinn á fisknum og hent upp í stál kassa , sem síðan var hífður upp úr skipinu á vörubíl. Á heima stíminu kemur einn af sjóurunum og tjáir mér að tveir  þeirra, sem áttu að vera með okkur í löndun, yrðu að fara Í PÓSTHÚSIÐ og ná  í tvö- gler áður enn pósthúsinu yrði lokað, þess vegna yrðum við  tveir að landa úr skipinu. Um leið og Björgin snertir bryggjuna hoppa tveir sjómannanna í land og hverfa upp í bæinn. Eftir að skipið var bundið, gerðum við okkur klára til að fara niður í lest, sinn hvorum megin og byrjuðum að landa fisknum úr skipinu í stál kassann. Sjómaðurinn byrjaði með þessum líka látum  og skipið fór að halla á mig. Venjulega verður að landa jafnt úr skipinu, því annars gæti það lagst á hliðina. Sjómaðurinn fer nú að skamma mig og notaði óspart orða forða sjómanna á mig. Ég reyndi alt hvað ég gat, en alt kom fyrir ekki. Ég var alveg alveg búinn að vera, allur löðrandi í svita. Ég stoppaði tók af mér húfuna, leit upp í þilfarið og hrópaði af öllum sálar kröftum, JESÚS HJÁLPAÐU MÉR. Friður fyllti mig og ég byrjaði að gogga í fiskanna og lyfta þeim upp í stálkassann ,eins og það væru appelsínur og epli. Skipið rétti sig af og byrjaði að halla á sjómanninn. Við komum okkur saman um að landa,jafnt upp úr skipinu, sem við gerðum. GUÐS ER DÝRÐIN. Drottinn Jesús svarar einlægri bæn. HANS ER VALDIÐ, MÁTTURINN OG DÝRÐIN.              

GNÓTT

Fyrir langa löngu var lítið bæjarfélag er stóð í skjóli, við fjallrætur stórra fjalla. Bæjarfélagið stóð í miklum blóma og fólkið streymdi til bæjarins, yfir brúna og inn í bæinn.  Mönnum og skepnum leið val í bænum , þar var nóg af vatni fyrir áveiturnar, ávaxta garðanna og fyrir alla heima neyslu. Allir þrifust vel þangað til vatnið fór minnkandi ár frá ári og fólk fór að flytja úr bænum. Þar til áin var orðin af litlum læk, en þá voru flestir farnir úr bænum. Eftir stóðu skrælnaðir akrar og tóm hús.           

Það voru tveir drengir að leika sér við lækinn og annar segir við hinn, að gaman væri að vita hvaðan lækurinn kæmi. Þeir fóru að klifra upp árfarveginn og eftir nokkra stunda klifur, koma þeir upp í dalverpi .þar endaði lækurinn . Rétt fyrir ofan dalverpið sjá þeir stórt stöðuvatn , sem lækurinn hafði runnið úr. Nú sjá þeir að það hafði fallið lítil skriða ofan í ár farveg , sem hafði runnið úr vatninu. Vatnið var risastórt og þar var nóg af vatni. Drengirnir tóku  að týna  steina  sem fallið höfðu  niður í árfarveginn og brátt ruddist áin í sinn upphaflega farveg, í  hvít fissandi fossaföllum niður fjallið. 

Þessi litla dæmisaga sýnir okkur að við megum aldrei , vanrækja samfélag okkar við Drottinn, sem er eins og stóra stöðuvatnið. Við þurfum að halda farvegi okkar  hreinum og hvetja aðra til dáða . Drottinn hefur þúsund leiðir til að svara einni bæn.  


FARÐU AÐ VINNA.

'I bæ nokkrum úti á landi var mikið um að vara . Til bæjarins var kominn hrossa sali með hross til sölu á torgi bæjarins.  Í þessari sveit átti stórbóndi nokkur heima. Bóndanum vantaði góðan hest til að plægja akranna. Nú var vorið komið og nóg að gera á bænum. Bóndinn náði tal af hesta sölumanninum og kvaðst hafa áhuga á að kaupa góðan hest til að plægja akranna með. Hestasalinn benti bóndanum á hest sem væri einmitt rétti hesturinn til verksins .  Hestasalinn   sagði bóndanum að eftir að bóndinn hafði spennt hestinn fyrir plóginn  þyrfti hann aðeins að ganga upp til hestsins  taka í eyrað á honum og segja, farðu að plægja og hesturinn myndi gera það.    Eftir að bóndinn hafði skoðað hestinn ákvað hann að kaupa. Hann fór heim, gaf honum korn og  fóðurbætir. Bóndinn lét vel að hestinum og kembdi honum vel. Daginn eftir fer bóndinn með hestinn út á akurinn og spennir hestinn fyrir plóginn , gengur upp til hestsins , tekur varlega í eyrað á honum og segir. Farðu nú að plægja. Hesturinn snéri höfðinu og lítur á bóndann og ekkert gerist.  Bóndinn spennir hestinn frá plógnum , fer með hann heim ,kembir honum  og gefur honum vel með  fóðurbætir og lætur vel að hestinum. Næsta dag fer alt á sömu leið.  Nú fer að síga í bóndann. Hann fór niður á sölutorgið og náði í sölumanninn er seldi honum hestinn og hvað hann hafa logið sig fullan og nú vildi hann skila hestinum. Sölumaðurinn biður bóndann að leyfa sér að fara heim með honum og hann skyldi sýna honum hvernig hann ætti að gera. Þeir fóru og spenntu hestinn fyrir plóginn. Hrossa sölumaðurinn grípur brotinn staur  og lemur hestinn í hausinn , gengur upp að hestinum , grípur í eyrað á honum og segir með ákveðinni röddu, FARÐU AÐ PLÆGJA. Það var akkúrat það sem hesturinn gerði.

Þessi litla dæmisaga segir okkur, að við höfum það svo gott, að Guð skapari okkar, á svo erfitt að ná til okkar, þegar hann biður okkur að vinna góðverk fyrir sig. Hann þarf bókstaflega að taka í okkur til að ná athygli okkar. Biðjum Jesú að hjálpa okkur að starfa fyrir hann og vera tilbúin að hlýða honum. Að vinna þau góðverk er Drottinn leggur á herða okkar.     

 

 


SKERJAGARÐURINN.

Fyrst voru nýju föt keisarans upphugsuð, valin, sniðin, saumuð og stífuð til  þess að passa á nýju stjórnina. Margir lögðust á eitt að klæða hana  í nýju fötin. Margir stóðu hjá brosandi, en engin þorði að segja neitt , þótt þeir vissu að stjórnin stæði á nærfötunum og þjóðin hafi orðið að punga út miklu fé í þetta frumhlaup.  Fyrst af öllu á að steypa íslensku þjóðinni , eins og hún leggur sig ásamt öllu sem henni fylgir beint inn í Evrópubandalagið , þótt vitað sé að ESS samningurinn sé  miklu betri.Íslenska þjóðin er nýsloppin úr einokunar bæli Dana. Þótt margt gott  mætti líka segja um Dani, þá höfðu íslendingar lengi staðið í sjálfstæðisbaráttu og urðu sjálfstæðir 1944 eftir mikið þóf. Þá viðurkenndu bandaríkjamenn sjálfstæði okkar en DANIR álitu að íslendingar gætu ekki staðið á eigin fótum og kæmu skríðandi til baka. Ég man eftir gleðinni á Þingvöllum, er ég sat á herðum föður míns í grenjandi rigningu. Þar kom saman hópur af fagnandi íslendingum er sungu Öxar við ána og  önnur þjóðlög eftir ræðuhöldin.  Við skriðum aldrei upp í bælið hjá Dönum og vonandi skríðum við aldrei upp í hengirúm Evrópu Bandalagsins. Íslendingar eru í miklu betri stakk til að takast á við þennan vanda , sem að þjóðinni steðjar. Við eigum vel menntað ,lifandi trúað  og gott fólk á öllum aldri . Heitt vatn og rafmagn. Fiskinn í sjónum og fiskirannsóknar skip og fyrsta flokks veiði skip,  Bændurnir hafa yfir að ráða fullkomum vélum til heyskapar og gróðurhúsavinnu. Olíu gæti verið að finna? . Við erum miklu betur stödd , nefndu það bara , enn við vorum 1944. Ef það er eitthvað sem okkur vantar er það KJARKUR TIL ÁTAKA OG TRÚ Á FRAMTÍÐINA. Við höfum haft það svo gott að við erum orðin löt,  vælin, værukær og höfum gleymt lifandi trú forfeðra okkar , sem  margir lyftu Grettistökum . Þetta fólk spurði ekki. Hvað getur þjóðin gefið mér, heldur hvað get ég gefið Þjóð minni. Stöndum upp og tökum til, eftir bruðlið. Við þurfum ekki að þykjast vera eitthvað , sem við ekki erum. Sparnaður með nægjusemi og skinsemi er góður vegur. Tökum til og réttum þjóðarskútuna við  áður heldur enn hún hrekur nær skerjagarðinum E.S.B. liðast þar í sundur  og sekkur.         

Richardshus. ÞEGAR VEIÐIHJÓLIÐ FRAUS.

Einu sinni sem oftar fór ég með hóp af börnum niður í fjöru að veiða á tanganum. Við fórum með hjólbörur og veiðistengur með tólf punda spúnum. Þetta var fallegur eftirmiðdags dagur og mikil tilhlökkun í hópnum. Við fórum, sem leið lá út að gamla bílskúrnum, niður brekkurnar og út á tangann. Tanginn skagaði út í sjóinn, með sendnum aflíðandi botni ,út í djúpið . Fram hjá tanganum lá ein af fiskigötunum inn í Eyjafjörð. Það var bæði spennandi  og yndislegt  að standa við sjávarborðið í góðu veðri í miðjum barnahópnum. Stengurnar voru útbúnar með girni á kasthjólum. Stundum vildi það til að saltið festi girnið saman, þá fraus á spólunni í kasthjólinu og girnið hætti að renna út. Einmitt þetta skeði. Ég bað drengina mína, sem stóðu   megin við mig að henda spúnunum langt út í djúpið, því þar væri veiði von, sem þeir gerðu. Eins og fyrr segir fraus hjólið  hjá öðrum drengnum og spúnninn hitti gleraugun mín, sem splundruðust á nefinu á mér. Ég sá svart og féll til jarðar, eins og hefði verið skotinn. Ég féll fram á hendur mínar og kraup í sandinum. Þetta var algjört óvilja verk. Ég byrjaði um leið að ákalla Drottinn í hljóðri bæn um hjálp. Börnin mynduðu hring utan um mig og Stefán Bergur Jónsson steig inn í hringinn , lagði hönd sína á höfuð mér og bað Jesús að lækna pabba. Vinstra augað fór að gráta. Ég fann tvær þunnar glerflögur koma sinn hvoru megin út úr vinstra auganu.Ég stóð upp , þakkaði börnunum og Drottni, svo fórum við aftur að veiða. Gerðum að fisknum og fórum heim með veiðina.Tengda foreldrar mínir voru þá í heimsókn hjá okkur hjónum. Tengdamóðir mín er hjúkrunarkona að mennt. Hún setti dropa af salt upplausn í vinstra augað á mér á klukkutíma fresti alt fram á kvöld. Þar sem við vorum bíl laus, um þetta leiti, fór ég hálfum mánuði síðar til augnlæknis á Akureyri og bað um hans álit á auganu. Hann hvað vinstra augað betra , heldur enn það hægra. Drottinn er góður við sína. HANS ER DÝRÐIN.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband