12.7.2009 | 15:02
HVERS VEGNA DROTTINN JESÚS ?
Í Biblíu skólanum í Seattle var farið í heimsóknir út í hverfin á miðvikudags morgnum. Bekknum var skipt niður á nokkra bíla og síðan haldið út í ákveðin hverfi til að heimsækja, sem flest hús og tala við íbúanna um kristileg málefni. "Visitation program" Tveir og tveir unnu saman. Annar bað , meðan hinn talaða.
Það voru margir, sem opnuðu ekki dyrnar, en sumir skelltu á okkur dyrunum. Það var oft langt á milli þeirra fáu , sem vildu hlusta á góðu fréttirnar um Jesús. Eftir að heimsóknar tíminn var liðinn, hafði verið ákveðið að hittast við bílanna. Eitt sinn var ég óviljandi skilinn eftir. Ég varð að ganga til baka í skólann. Á leiðinni var ég að biðja og tala við Drottinn, um hvers vegna ég væri nú að þessu rölti milli húsa og tala við fólk , sem ekkert vildi vita um þig Jesús ? Jesús talaði við hjarta mitt. Hann sagði mér að ég væri veg vísir sinn . Ég ætti að vísa fólkinu á Hann. Hann hafði gefið öllum frjálsan vilja, til þess að velja Hann ,eða hafna honum. Þú heldur áfram að segja fólki frá mér og hvernig ég get bjargað þeim. Það er á þeirra valdi að nota vilja sinn, til að vilja taka á móti mér og þá muni Ég frelsa það, sagði Drottinn við mig
Kæri Jesús fyrirgefðu mér fyrir að vera að kvarta. Þakka þér fyrir að opinbera mér þetta. þakka þér fyrir þetta stóra hlutverk . Já Drottinn ég hef yndi af að benda fólki á hvernig það eigi að taka á móti þér. Ég byrjaði að lofa Drottinn og þakka honum og syngja fyrir honum. Áður enn ég vissi var ég kominn í skólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 14:18
LAGANNA VERÐIR ERU GUÐS ÞJÓNAR.
Vörðurinn gætir sverðsins(vopnsins) , til þess að stöðva lögleysingja og þá sem illt fremja. Laganna vörður er GUÐS ÞJÓNN. Ég hef alltaf borðið mikla virðingu fyrir Lögreglunni, með þakklæti fyrir að stand vörð um öryggi, eigur og velferð landsmanna.
Eitt sinn er ég bauð mig fram, til að vaska upp eftir sameiginlegan hádegisverð , eldra fólks kirkjunnar í Seattle, ásamt ágætum vini og kennara í Biblíuskólanum Séra Sam Smith. Við vorum að tala um hvað það væri að vera þjónn og þjóna. Þá talaði Drottinn við hjarta mitt( við minn innri mann), að ég gæti látið, eins mikið gott af mér leiða og hjálpað öðrum, eins mikið og aðrir vildu leyfa mér að aðstoða , eins og ég vildi. Sýna öðrum kærleikann í verki. Þeir sem láta gott af sér leiða, verða ekki beðnir að hætta. Lögleysingjar og þeir, sem láta illt af sér leiða verða stansaðir. Stundum verður lögreglan að nota vopnið , sem þeir bera sér við hlið, til að stöðva þá sem illt fremja. Ég ætla að þakka ykkur persónulega fyrir allt ykkar góða starf og biðja Guð að blessa ykkur og varðveita fjölskyldur ykkar. ÞIÐ ERUÐ HETJURNAR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 22:03
NÆR ÁTTA ÁR Á HJALTEYRI.
Richardshús var á sínu blómaskeiði, einn stærsti sumarbústaður á landinu . Húsið stendur á fögrum útsýnisstað, þar sem sést út í sjávarauga og inn til Akureyrar. Eftir að sumarstarfinu lauk, hringdi ég í teppa deild KEA og bað þá að selja okkur og leggja teppi á kjallarann , stigann stofuna , gestaherbergið, allan ganginn uppi og fyrir framan útidyrnar uppi. Síðan að leggja þetta allt með fyrsta flokks plastrenning, sem þeir gerðu. Nú stóðum við í stórri skuld við KEA. Við Beverly báðum með börnunum, sem höfðu ekkert heimili að fara í og við vildum hafa þau áfram. KEA var og er gott fyrirtæki. Þeir höfðu látið mig vita að ég yrði að hafa hreint borð eða vera búinn að greiða allar skuldir við þá fyrir jól. Við báðum að Jesús hjálpaði okkur að greiða skuldina. Nú leið að jólum og Beverly fékk ávísun frá fjarskyldum ættingja , sem áður enn hann lést, ánafnaði hann í erfðakrá sinni, eigum sínum til þeirra, sem unnu að kristilegum verkefnum fyrir Drottinn í hans ætt. Við litum á tékkinn , sem var gataður með núllum, fyrir aftan töluna. Við þökkuðum Drottni fyrir bænasvarið. Það tók okkur tvisvar , þrisvar sinnum að líta á götuðu núllin, áður enn við sáum upphæðina. Ávísunin dugði fyrir: Teppunum,dreglunum, allri vinnunni og öllu , sem við skulduðum í KEA. Megi Drottinn blessa og marg blessa KEA og öllum ,sem unnu og vinna þar í Jesú nafni. Ár hvert greiddum við skattana okkar, eins og aðrir.Við vorum eins og korktappi, sem marraði alltaf réttmegin við línuna. Námsstjóri Norðurlands hafði gefið okkur bráðabyrgðar leyfi . Leyfið var háð þeim skilyrðum, að við þurftum að vera búin að teppaleggja ganginn niðri fyrir næsta vor , en þá ætlaði hann að koma og rifta leyfinu, værum við ekki búin að því. Þegar voraði kom násstjórinn í heimsókn. Ég sýndi honum ganginn niðri og uppi, stofuna og gestaherbergið, stigann og út að dyrum. Alt með nýjum teppum og plastdregli. Námstjórinn sagði ekki orð, fyrr enn hann hafði séð öll gólfin, en þá spurði hann hvernig við hefðum farið að þessu. Ég sagði honum, sem satt var, að Jesús ætti alla dýrðina af þessu. námsstjóri Norðurlands gaf okkur fullt leyfi til reksturs starfseminnar. Bæði kenndi ég í Hjalteyrar skóla og svo hjálpuðum við börnunum okkar heima. Við verðlaunuðum börnin fyrir góðan árangur , sem þau líka sýndu. Þau voru líka fyrirmyndar börn. Vanhagaði okkur um eitthvað þá báðum við öll saman að morgni og að kveldi fyrir því, sem vantaði , í um það bil eina viku . Drottinn svarar alltaf einlægri bæn. Og annað enn betra, Drottinn sá og sér um okkar hag. JÁ, NEI eða vertu ÞOLINMÓÐUR. Það er ekkert annað betra enn að trúa á Jesús og treysta honum. Í Nýja Testamentinu stendur, að Drottinn Jesús sér vel um sína. Ertu farinn að lesa Nýja Testamentið og næra þinn innri mann? OPNAÐU N.T. OG BYRJAÐU AÐ LESA. MEÐTAKTU ORÐIÐ OG GAGTU ÚT Á ÞAÐ. TALAÐU VIÐ JESÚ SKAPARA ÞINN og GEFÐU HONUM DÝRÐINA. BYRJAÐU AÐ LESA N.T. , ORÐIÐ TALAR VIÐ ÞINN INNRI MANN.
JESÚS ELSKAR ÞIG. jESÚS ELSKAÐI ÞIG SVO MIKIÐ, AÐ HANN GAF SIG Í DAUÐANN FYRIR ÞIG.
JESÚS ELSKAR ÞIG MEÐ GUÐLEGRI ELSKU. TAKTU Á MÓTI JESÚ OG EIGNASTU LIFANDI TRÚ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 00:24
DROTTIN JESÚS - AFBRÍÐISAMUR ?
Drottinn Jesús verður afbrýðisamur , setjir þú eitthvað viljandi, eða óviljandi inn í herbergi Hans í hjarta þínu.Þetta fékk ég að reyna.
Ég var í öðrum bekk í Biblíuskólanum í Seattle. Ég var að ganga fram hjá fornverslun . Ég var að leita að frystihólfi til leigu, því ég ætlaði að kaupa TV dinners á sölunni í Safeway og geyma þá í frystiklefanum , sem átti að vera hægt að leigja á hagstæðu verði. Er ég geng fram hjá búð, sem seldi gamla hluti. Mér verður starsýnt á úsaum, mynd af KVÖLDMÁLTÍÐINNI. Myndin var í ramma um það bil einn og hálfur metri á lengd og rúmur hálfur á breidd, í fullum litum. Ég fór inn í búðina og spurði, jú það hafði Hollenskur læknir átt útsauminn, en nú var útsaumurinn, til sölu á vægu verði. Ég starði á, alveg dolfallinn. Ég verð að eignast þetta verk. Ég var búinn að gleyma frystihólfinu og hversvegna ég var þarna staddur. Ég yrði að eignast þetta verk. Ég vann auka vinnu , lánaði peninga og lokum átti ég útsauminn. Ég deildi herbergi í nemendagarði, með öðrum . Ég fékk leyfi til að hengja verkið upp á fátæklegan vegginn. 'I góða hirði Hjálpræðishersins, fann ég tvo litla lampa , sem ég notaði til að lýsa upp útsauminn. Ég bauð vinum mínum að koma inn og líta þetta stórkostlega listaver, að mínum dómi. En allt í einu talaði Jesús við anda minn. "Losaðu þig við útsauminn." Ég spurði hvort ég mætti eiga útsauminn í eitt ár. "NEI" Í einn mánuð. "NEI" En í eina viku. "NEI losaðu þig við útsauminn". Ég fór á sunnudags kvöld samkomu og Drottinn bað mig að gefa forstöðumanninum Roy Johnson, útsauminn að gjöf. Séra Roy Johnson bað mig að gefa konu sinni útsauminn, sem ég gerði næsta morgunn og FRIÐUR DROTTINS KOM TIL MÍN AFTUR. Ég hafði lært mikilvæga legsíðu. Drottinn Jesús á að vera í hásæti veru okkar. Næst kemur fjölskylda okkar og við sjálf rekum lestina. DROTTINN JESÚS Á HEIÐURINN, LOFGERÐINA OG DÝRÐINA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 21:43
JESÚS HJÁLPAR OKKUR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM.
'I morgun kirkju Biblíuskólans var skyldumætin kl. átta. Bænastund til kl. níu en þá byrjaði samkoma, sem skólastjórinn stjórnaði ,með aðstoð kennara og nemanda, sem tóku fullan þátt í samkomunni. Þá var það eitt sinn að ritari skólans ávarpaði nemendur og spurði hvort einhver í nemenda hópnum myndi vilja matbúa fyrir unglinga hóp kirkjunnar, komandi laugardag? Persónan sem venjulega eldaði fyrir hópinn ,væri veik. Það var algjör þögn og engin svörun. Mér fannst ég ætti að gera það í trú , svo ég rétti upp höndina. Ég var beðinn að elda fyrir 7O-8O unglinga í unglinga deild kirkjunnar. Ég hafði ekki mikla þekkingu á eldamennsku, en ég þekkti þann ,sem gat búið EITHVAÐ ÚR ENGU.
Á skrifstofu kyrjunar var mér sagt ,að kirkjan hafði opinn reikning í næstu matvörubúð. Ég hafði ákveðið að búa til "spakketti" Unglinga hópurinn ætlaði að borða klukkan sex í unglinga byggingunni handan götunnar. Umræddan laugardag ,var ég mættur klukkan tíu á hnjánum, í eldhúsi kirkjunnar og bað Drottinn Jesú að hjálpa mér. Ég hafði einhverja hugmynd um framkvæmdina. Enga hugmynd um, hvílíkt magn ég yrði að kaupa. Ég fór í matvörubúðina á horninu og bað kaupmanninn að vigta kjöt fyrir mig. Kaupmaðurinn spurði hvað ég vildi kaupa mikið? Ég bað hann að halda áfram að vigta kjötið, þar til ég bæði hann að stoppa. Ég bað Jesús að segja mér, hvenær ég ætti að biðja kaupmanninn að hætta. Þegar ég fann að Heilagur Andi snart mig bað ég kaupmanninn að hætta.Ég setti í kerruna:Makkarónur, pipar, tómatsósu, salt , lauk, haframjöl og sallarý, þangað til ég fann að H.A. snart við mér. Ég þakkaði Drottni fyrir að hjálpa mér að kaupa það , sem ég þurfti fyrir matgerðina. Ég skrifaði allt á reikning kirkjunnar , sem mér hafði verið uppálagt að gera. Er ég kom niður í eldhús kirkjunnar. Þvoði ég mér vel um hendurnar. Mér fannst ég ætti að búa til stóra, þykka flata kjöt köku, metir á kannt, sem ég gerði.Ég stráði piparnum yfir kjöt kökuna, þar til ég fann að ég ætti að hætta. Þannig gerði ég við saltið, hafragrjónin. Ég saxaði niður laukinn, steikti og stráði yfir kökuna. Mér fannst ég ætti að hnoða kjötkökuna saman. Ég hafði fengið tvo stóra potta lánaða. Í annan setti ég mikið af tómatsósu og hrærði kjötkökunni inn í tómatsósuna ásamt fín niðurskornu sellerí. Mér fannst ég ætti að hita sósuna hægt ,en hræra oft í. Ég hálf fyllti hinn pottinn af vatni og setti makkarónurnar í hann. Ég vissi að ég ætti að gera eitthvað, til þess að makkarónurnar festust ekki saman. Ég bað Drottinn Jesú að senda mér einhvern , sem gæti sagt mér hvað ég ætti að gera. Frú Vivian Smith kona ritara Biblíuskólans kom rétt á eftir við, til að sjá hvernig matseldinni miðaði. Hún tók lokið af makkarónu pottinum og hellti dálitlu af matarolíu í plottin, síðan fór hún. Ég þakkaði Drottni og hélt áfram eldamennskunni. Ég spurði Drottin hvenær ég ætti að veiða makkarónurnar upp úr pottinum. Er ég var að tæma pottanna í tilgreindar skálar opnuðust dyrnar og unglingur kom inn í eldhúsið og náði í matinn og fór. Seinna er ég var um það bil að ljúka að hreinsa eldhúsið, kom sami unglingurinn, með afganginn af matnum , sem reyndist vera nóg fyrir mig. Ég þakkaði Drottni fyrir matinn og skilaði pottunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2009 | 12:42
Hugsjón fæðir ævistarf
Á fyrsta árinu mínu í Biblíuskólanum í Seattle var lögð mikil áhersla á að biðja Drottinn að gefa þér hugsjón, svo þú vissir hvaða starf þú hefðir í konungsríki DROTTINS. Ég bað og bað Jesús að gefa mér HUGSJÓN, sem Hann svo gaf mér. Ég fór beint heim til Íslands í sumarfríið, til að hjálpa Rev. Glen Hunt að flytja frá Vestmannaeyjum að Knarranesi. Ég fékk að sofa í gestaherberginu í Betel. Snemma einn morguninn í svefnrofinu, sá ég strönd í morgunhúminu og langt í fjarska svartan klettavegginn, með svörtum sendnum stöndum. Ég gat varla séð hvar ströndin mætti sjónum. Þarna ríkti algjör kyrrð. Á ströndinni var röð eftir röð, af fólki eins langt og augað eygði í sparifötunum . Fólk á öllum aldri, allir gengu aftur á bak út í hafið, sumir í ökkla, sumir í hné og aðrir hurfu í sjóinn. Ég spurði hvernig væri hægt að bjarga fólkinu. Þá sá ég stóran sterkan framhandlegg, sem hélt á logandi blysi yfir einni röðinni, sem færðist hægt og rólega aftur á bak undir ljóshringinn. Ég sá persónu líta upp í ljóshringinn. Þá sá ég annan, eins stóran og sterkan fram handlegg er kippti persónunni út úr röðinni. Þá vaknaði ég. Rev. Glenn Hunt flutti frá Vestmannaeyjum að Knarranesi á Vatnsleysuströnd 'Eg fór í Biblíu skólann eftir sumarfríið. DROTTINN SVARAR EINLÆGRI BÆN. Með JÁ, NEI EÐA BÍDDU. Það tekur stundum á þolinmæðina að bíða, en vel þess virði. NEI . Þú veist ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Treystu NEINU. Drottinn veit að það er ekki þér í hag. Það kemur í ljós seinna. Þá þakkar þú Drottni af heilum huga fyrir NEIIÐ. DÝRÐIN ER DROTTINS.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 19:38
ENGILLINN.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 10:48
FYRSTU JÓLIN Á HJALTEYRI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 20:43
DRAUMSÝN
Einn af æsku vinum mínum , sem ég hef þekkt í gegnum árin var skorinn upp, vegna krabba í höfði. Ég fann hjá mér, að ég ætti að fara og heimsækja hann á spítalann, sem ég gerði . Ég fékk að biðja fyrir vini mínum. Eftir bænina, þakkaði hann mér fyrir og ég hélt heim. Næsta dag heimsótti ég hann aftur. Vinur minn var í einsmanns vel búnu herbergi. Honum var ekki hugað líf. Hann tók vel á móti mér og við áttum gott samtal. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum. Ég ræddi mikið við hann að taka á móti Jesú og eignast lifandi trú.
Snemma morguns í dagrenningu fannst mér ég sitja við tjörnina, á sólríkum og fallegum degi í logni á hlýjum vordegi í Reykjavík. Ég sat nálægt Iðnó ,við brún tjarnarinnar. Ég sat þar einn og virti fyrir mér fugla lífið á tjörninni. Fyrir aftan mig voru runnar, en framan mig, lá tjörnin í um það bil þriggja metra fjarlægð.Þá sá ég hvar hver andarsteggurinn af öðrum hoppar upp úr tjörninni og kom vaggandi í áttina til mín. Anda steggirnir stoppuðu í um það bil tveggja metra fjarlægð frá mér. Þá sé ég hvar ungur steggur hoppar út úr hópnum í áttina til mín. Hann var allur bundin með böndum. Bæði vængir og fætur voru reyrðir. HANN GAT HVORKI FLOGIÐ NÉ GENGIÐ. Hann gat aðeins hoppað með veikburða hoppum. Ég kenndi virkilega í brjósti um stegginn. Ég vonaði að ég styggði ekki stegginn um leið og ég náði í vasahnífinn minn til að skera böndin af steggnum og leysa hann.Steggurinn hoppaði hægt og rólega til mín. Ég beygði mig niður og skar á eitt eða tvö bönd, en þá víkur steggurinn frá mér og ég sé hvar böndin rakana og steggurinn er allt í einu orðin frjáls. Steggurinn þenur út vængina , lyftir sér léttilega upp og hverfur yfir runnana, aftan mig . Ég man hve ég gladdist mikið, þegar ég sá þennan fallega fugl reisa sig upp og taka flugið . Næst þegar ég heimsótti vin minn á spítalann, sagði ég honum frá draumsýninni ,sem virtist gleðja hann. Stuttu seinna talaði ég við hann í farsímanum , þar sem hann kvaddi mig og bað mér og öllu mínu fólki blessunar. Skömmu síðar var hann allur. Farðu heill vinur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2009 | 17:28
ÁRÆÐI
Við þurfum að biðja Jesús að gefa okkur áræði, til að framkvæma það , sem Jesús leggur á herðar okkar , þjóðinni og einstaklingnum til blessunar, eða öðrum þjóðum og einstaklingum til blessunar. Jesús lítur ekki á skapnað okkar , heldur á hjartalag okkar. Jesús kallar "Hver vill fara og starfa á akrinum. " Akur Drottins er öll jörðin. Drottinn undirbýr hjörtun, greiddi allan kostnaðinn og sendir menn og konur, víðs vegar um heiminn , jafnvel til að mæta einni persónu eða heilum ættbálkum, með blessun sinni. Noregur , Danmörk, Svíþjóð, England, Bandaríkin, Brasilía og fleiri og fleiri lönd hafa styrkt landa sína í kristniboði, í starfi víðsvegar um heiminn á ýmsan hátt, sér og öðrum til STÓRKOTLEGRAR blessunar. Hvað er yndislegra, enn að fá að færa ljós inn í myrkrið, mat til hungraða, lækningu til sárþjáðra, vatn til þyrstra, frið í stað ófriðar og trú í stað hræðslu. Það er svo "cool" að lesa Nýja Testamentið og sjá og sannreyna, með því að smakka á lifandi Orði Guðs . Það er ólýsanleg reynsla að taka á móti Jesú og eignast lifandi trú. Maður getur aðeins sagt VÁ , stórkostleg reynsla. Nýja Testamentið talar um að Þeir ,sem taka á móti Kristi munu eignast lifandi trú og út frá hjarta þeirra flæðir lifandi vatn. Ég álít að það þýði að frá þér stafar útgeislun af friði , kærleika og von. Lestur Guðs Orðs byggir upp okkar innri mann.
Það er búið að hræða okkur svo mikið, með neikvæðum fréttum, að þjóðin er að missa móðinn. Þú starir niður í hyl dýpið, í stað þess að horfa upp og ákalla Jesús í trú. Jesús svarar bæn, REYNDU.
það sem þú hræðist kemur yfir þig. Það , sem þú biður <<<<<<<<<<<JESÚS um í bæn,trúandi
kemur yfir þig jafnvel ,í svefni. Þú hefur frjálsan vilja að VELJA. VELDU ÞAÐ SEM RÉTT ER.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar