29.4.2009 | 12:37
Á FJÖLLUM Í VANDA.
Saga þessi segir frá 17 ára ungum skóla pilti, úr borginni ,sem var svo heppinn að fá sumarvinnu hjá Símanum, við réttingar og lagnir nýrra loftlína úti á landi. Það var tjaldað í dalverpi við lítinn læk á Mýrunum. Öll tjöldin voru svo fest saman að framan. Hvert tjald hafði tvo bedda er stóðu á Guðs grænni jörðinni. Eitt vöruflutningar bretti var milli beddanna í hverju tjaldi. Eldhús tjaldið var miku stærra, með borði og tveimur bekkjum. Það var gengið á línurnar og hver staur var réttur af , eða púkkað með þeim sem voru lausir. Öll verkfæri voru borin á öxlunum. Þarna voru allir vinir og hver hjálpaði öðrum, alt ungir mann í fullu fjöri. Þarna kynntist pilturinn fegurð landsins, hvort sem það var sól í heiði eða grenjandi rigning og hvassviðri. Hvílik fegurð. Gömul lína var rifin og ný lína sett í staðin. Allt var gert með handafli. Dag nokkurn voru tjöldin tekin saman. Allur farangurinn settur á vörubílinn og við fluttum búðirnar til Grundarfjarðar. Þar voru búðirnar settar upp í dalverpi við lítinn læk. Það var yndislegt að sofna þreyttur á kvöldin við fugla söng og lækjarnið ,þarna úti í Guðs grænni náttúrunni. Hvílík Guðs gjöf að eiga þetta fallega land Ísland.
Föstudagskvöld eftir vinnu ákvað ungi pilturinn að skreppa að Staðarstað , fá að veiða silung í ósnum á Staðastaðar á og ganga svo yfir fjallgarðinn til Grundafjarðar á sunnudeginum. Á laugardeginum veiddi pilturinn vel í ósnum . Næsta morgunn náði hann í mjólkurbílinn og fékk að vita á hvaða bæ hann fengi upplýsingar um fjallgönguna. Hundurinn á bænum tók á móti honum með vinarlegu gelti. Bóndinn stóð á hlaðinu og tjáði piltinum að hann ætti að fara upp fjallið vinstra megin við lækjar farveg er varð að gili. þá væri auðvelt fyrir hann að komast niður fjallið, Grundarfjarðar megin. Færi hann hægramegin kæmi hann að klettabelti, sem aðeins færustu menn kæmust niður, sem þekktu fjallið. Það væri nauðsynlegt að halda vel áfram , því veðurstofan spáði þoku eftir hádegið. Pilturinn lagði strax á fjallið og gekk ylla að klifra. Fjallið leit betur út hægra megin. Þá ákvað hann að fara þar upp. Þegar upp var komið blasti við stöðuvatn með kvakandi svana hjónum. Pilturinn settist á lyng þúfu og virti fyrir sér, fegurð fjallanna, sem böðuðu sig í sólskini, kyrrð og logni. Pilturinn sá að hann hefði átt að fara, eftir leiðbeiningum bóndans . Úr vatninu streymdi myndarleg á, sem féll í fallegum fossi fram af bergbrúninni. Það var engin leið að komast yfir ána. Vinstra megin var aflíðandi græn brekka niður fjallið.
Fyrir framan piltinn var klettaveggurinn og engin leið fyrir piltinn að komast þar niður. Það versta var að þokan var að koma og brátt var stöðuvattnið umvafið þoku . Pilturinn hafði fengið sér sæti rétt hjá bjargbrúninni. Þokan var um það bil að gleypa hann. Nú voru góð ráð dýr. Pilturinn hugsaði með sér að ekki skaðaði, þó að hann færi upphátt með FAÐIRVORIÐ. Rétt eftir að pilturinn fór með FAÐIRVORIÐ, kom kind með gimbur á eftir sér, út úr þokunni og stingur sér út af klettinum, beint fyrir framan piltinn. Pilturinn stóð strax upp og fylgdi lambinu . Hann steig út af brúninni beint inn á einstigi. Pilturinn fylgdi nú lambærinni niður allt fjallið, niður í dalinn. Pilturinn þakkaði Guði fyrir bæna svarið og kallaði þakkir sínar til kindarinnar og lambsins, sem hurfu sjónum hans. Pilturinn komst heill á húfi til búðanna.
Bloggar | Breytt 1.5.2009 kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 13:09
VIÐGERÐARMENN Í VANDA.
Í stórborg einni hafði nýlega riðið yfir öflugur jarðskjálfti . Það þurfti að kanna hluta af frárennslis rörum borgarinnar. Tveir mann voru sendir niður í frárennslisrörin og áttu að kanna ástand þeirra. Þeir kveiktu á ljósunum á höttum sínum og hófu könnunina. Eftir nokkra tíma göngu og skoðun á rörunum , kom annar jarðskjálfti er olli gríðarlegum hávaða og skemmdum á rörakerfinu. Þegar þeir ætluðu að fara til baka villtust þeir. Ljósið á lömpum þeirra byrjaði að dofna og alt í einu voru batteríin búin. Myrkrið umlukti þá. Þeir fundu sig eina í þröngu röri í kolsvarta myrkri, neðanjarðar. Annar mannanna gafst upp og settist niður í skolpið í rörinu og sagði félaga sínum ,að nú væri alt búið, hann gæti ekki meira. Félagi hans reyndi að telja kjark í hann án árangurs. Vinnufélaginn sem sat í rörinu, bað hann að setjast hjá sér, því hér myndu þeirra bera bein sín. Nei sagði félagi hans og hélt áfram að skjögrast eftir rörinu, alt í einu sér hann ljósgeisla og opna leið út úr rörinu. Hvílík gleð og fögnuður greip hjarta hans. Hann hugsaði sig ekki um, heldur snéri sér við og tróð sér inn í rörið, þaðan sem hann kom og skreið til baka til að finna vinnufélaga síns, sem hafði ekki hreift sig og sagði honum frá ljósinu og opinu á rörinu. Vinnufélaginn sem lá í rörinu, trúði honum ekki og sagði hann ljúga þessu . Þeir væru búnir að leita og leita og enga leið fundið. Þetta hefði enga þýðingu. Vinnufélagi hans fór nú að toga í vin sinn og reyna að drösla honum, þar til þeir sáu ljósið í röropinu.. Þessi litla dæmisaga, segir þér að leita og þú munt finna. Bankaðu og það verður lokið upp fyrir þér. sá sem leitar að Jesú munu finna hann og fyrir þann sem les , rannsakar og skoðar ORÐIÐ ,standa dyrnar OPNAR.
Bloggar | Breytt 1.5.2009 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 22:26
ÞJÓÐ Í VANDA
Nú þegar íslenska þjóðin okkar, stendur í miklum vanda, þá er gott að staldra við og lesa Nýja Testamentið, því að þar stendur meðal annars að erfiðar tíðir endast ekki lengi en sterkt fólk endist og að Guð hjálpar þeim sem hjálpa öðrum. Í þessari bók eru margar dýrmætar PERLUR að finna, ásamt mörgum földum FJÁRSJÓÐUM.
Allir sem kunna að lesa hafa gagn og gaman af lestri N.T. , sem við öll eigum á borði, uppi í skáp eða ofan í kassa. Nú er rétti tíminn til að finna friði, huggun, sigur og margt gott fleira .
Bloggar | Breytt 1.5.2009 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 20:59
Ástarsaga
Konungur nokkur ungur og ókvæntur var á heimleið frá heimsveldisstefnu margra landa ,sem hann átti. konungur þessi vissi varla aura sinna tal. Hann var voldugastur allra konunga og réð lífi og dauða þegna sinna.
Á leið sinni gegnum bæinn sér hann blómasölustúlku á götuhorni og varð yfir sig ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Þegar konungurinn kemur heim í höll sína, gat hann ekki gleymt blómasölu stúlkunni. Konungurinn fann til sárrar kvalar. Hvernig gæti hann unnið hug stúlkunnar, sem konungur hennar. Hún myndi ekki geta séð hann fyrir konungsdómnum og öllu sem því fylgdi. Konungurinn tók örlagaríka ákvörðun. Hann afsalaði sér öllum völdum , auði og konungdómi. Já öllu saman. Konungurinn gerðist smiður og fór fótgangandi inn í bæinn með verkfæratöskuna á öxlinni til að kynnast blómasölustúlkunni, er hann elskaði af öllu hjarta.
Þessi litla saga sýnir okkur svolítið brot af kærleika JESÚ KRISTS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 14:01
Kreppan
Bloggar | Breytt 1.5.2009 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar