RAFALLINN

Ári eftir að ég lauk námi og einu ári eftir að við Beverly giftum okkur í Seattle Wahsinton, ákváðum við hjónin að aka yfir Bandaríkin. Við áttum fyrir hálfu farinu með Selfossi fá N.Y. til Reykjavíkur.  Fyrir hinum helmingi farmiðans yrðum við að safna á leið okkar þvert yfir Bandaríkin í uppgerðum V.W rúgbrauði , sem okkur var gefið. Drottinn Jesús blessi gefandann. Með því að breyta einni fjöl var hægt að breyta innréttingunni frá litlu eldhúsi í lítið svefnherbergi , í setustofu eða borðstofu. Bíllinn var blár og hvítur, beinskiptur V.W rúgbrauð á góðum dekkjum með A.A.A. merki neðarlega á framrúðunni og einu viðvörunar blisi.

Áður enn við lögðum af stað í ferðina, fengum við meðmælabréf frá Rev. Roy Johnson forstöðumanni okkar í Philadelphiu söfnuðinum á 24.th stræti í Ballard Seattle Washington. Rev. Roy Johnson hafði samband við nokkra forstöðumenn er yrðu á leið okkar og bað þá að taka vel á móti okkur.  Þeir tjáðu honum, að um þetta leiti væri fólk þeirra að fara í sumarfríin sín og við mættum ekki búast við mikilli hjálp frá söfnuðunum. Rev. Roy Johnson bað Drottinn að varðveita okkur og mæta þörfum okkar. Við kvöddum  þennan mæta mann.  Á leið út úr Seattle mættum við vina hóp okkar í morgunmat . Þar var beðið fyrir okkur og við kvödd.  Með fullan tank af bensíni lögðum við af stað út úr Seattle í vestur átt til N.Y . Ferðin tók okkur tvo og hálfan mánuð. Við ferðuðumst frá söfnuði til safnaðar. Með meðmælenda bréf til næsta safnaðar. Við höfðum samkomur í hverjum söfnuði. Beverly spilaði á orgel safnaðarins og söng einsöng og ég flutti ræðu og sýndi  "slides" af Íslandi og opnaði fyrir spurningar , sem við hjónin svöruðum. Þetta var fyrstaflokks landkynning. Það var mikið spurt og ekki stóð á svörunum.  Við buðumst til að hjálpa við að mála, eða vinna í sumarbúðum safnaðanna, þvo upp diska eða vinna í unglingasamkomum. Eftir samkomurnar, sem við tókum þátt í, var tekin fórn fyrir okkur, sem alltaf reyndist vera nóg fyrir bensíni til næsta staðar. Okkur var alstaðar vel tekið , boðið að gista hjá forstöðumönnum safnaðanna. Drottinn sá um okkur og opnaði okkur  leið, til að halda ferðinni áfram, þvert yfir Bandaríkin. Á einni samkomunni , þegar fórnin var tekin fyrir okkur, var farið að rökkva . Við áttum um það bil  átta tíma akstur fram undan í á hraðbrautinni.  Beverly tók eftir að  fórnin var töluvert meiri, enn við áttum að venjast. Það fór að rigna um ellefu (23:OO)  vifturnar hömuðust á glugganum. Háuljósin og miðstöðin var í fullum gangi. Alt í einu slekkur bíllinn á sér . Ég notaði hraðann , til að ná út á kantinn á hraðbrautinni.  ÉG mundi  að bíllinn var skráður í A.A.A., sem þýddi, að ég gæti fengið bílinn dreginn að næsta verkstæði. Við Beverly báðum Jesús að hjálpa okkur. Hver  myndi þora að  stoppa fyrir  biluðum bíl  á hraðbrautinni og það um há nótt í rigningu  ? Eftir að við báðum mundi ég eftir blysinu í bílnum. Ég  kveikti á því , tveim metra fyrir aftan bílinn. Við báðum í allri okkar einlægni að einhver hjálpaði okkur. Er blysið var nærri búið, stansaði lítill fólksvagn og ungur maður kom til okkar og spurði hvað hann gæti gert. Við urðum svo glöð og báðum hann að tilkynna "American Auto Association" hvar við værum stödd og senda bíl til að ná í okkur. Mqaðurinn var á leið  í heimavist háskólans, þar sem hann var við nám. Hann hringdi í A.A.A. Dráttarbíllinn. Bílstjórinn sem  kom var hálf  úrillur,  því  hann  hafði verið  vakinn upp af værum svefni  og kom í annars stað . Ég bað hann að draga bílinn á V.W. verkstæði ,en hann sagðist aðeins skyldugur til að aka okkur á næsta viðgerðar verkstæði, sem svo reyndist  vera V.W. verkstæði í Mið Bandaríkjunum. Við vorum fegin og þakklát fyrir að krókur dró okkur að verkstæðisdyrunum. Þarna sváfum við vært í  rúgbrauðinu okkar , fyrir utan V.W. verstæðis dyrnar til næsta morguns. Viðgerðarmaðurinn fann strax að rafallinn var útbrunninn og sagði mér að það yrði að setja nýjan rafal í vélina. Hann sagði mér hvað það kostaði , en við áttum ekki fyrir nýjum rafal (dýnamór). Við sáum  veitingastaður þarna rétt hjá, sem seldi morgunmat og  þangað  í pönnukökur, kaffi og bæn til Drottinn að redda viðgerðinni og að við ættum nóg, til að greiða viðgerðina.  Við fórum svo aftur á verkstæðið, til að tala við verkstjórann, sem brosti út að eyrum. Hann sagði okkur, að þeir hefðu ekki átt nýjan rafal . Hefðu orðið að gera við gamla rafalinn og setja rafalinn  aftur á sinn stað í vélinni. Það kostaði okkur það sem við  áttum ,eftir að hafa borðað  morgunmatinn. Drottinn svaraði bænum okkar.Við vorum fegin og þakklát er við héldum ferðinni áfram til næsta safnaðar, í næsta ríki. Þar áttum við eina samkomu. Eftir samkomuna, komu eldri hjón til okkar og buðu okkur að koma og dveljast hjá þeim í einn eða tvo daga, sem við þáðum. Þau sögðust vera barnslaus og vildu hlúa að kristniboðum. Þau virkilega hlúðu að okkur. Ég mynnist þess, enn í dag hvað þau voru góð við okkur. Þau fóru með okkur út að borða . Sýndu okkur það helsta í bænum þeirra og snérust í kring um okkur , eins og við værum börnin þeirra. Svo kom tími til að halda áfram ferðinni, sem við gerðum er við kvöddum þessi góðu hjón og þökkuðum þeim fyrir kærleika þeirra. Mér var svo hugleikið að sjá og reyna hvernig Drottinn sér um sína. Við vorum orðin ósköp þreytt á ferðalaginu , en nú endurnýjuð og til í slaginn.Í Pennsylvania á sextíu til sjötíu mílnahraða, með annan gluggann opin, vegna hitans,  vorum við að skoða ávísunarblað, aleigu okkar. Ég opna gluggann mín meginn og mikið sog myndast í bílnum. Viti menn sogið grípur þéttingsfast um tékkann í hend okkar og rykkir honum með sér út um gluggann. Sem betur fór var enginn bíll fyrir aftan okkur , því ég hemla og set bílinn í afturá bak gírinn og bakka á fleygi ferð , þar til ég fann að ég átti að stansa. Bev fór út og fann tékkann í runnunum, skammt frá. Þarna skall hurð nær hælum. Við áttum eina samkomu í Pennsylvania og ætluðum síðan að aka í sunnudags umferðinni til LONGISLAND, daginn eftir og hafa samkomu þar kl. sex( 18.OO)  um kveldið. Öll kort af New York voru uppseld. Eftir kvöldmatinn bauðst forstöðumaður safnaðarins að skrifa upp lýsingu á hvernig við gætum komist frá safnaðarhúsi hans til Longisland. Það var bara á einum stað, þar sem hann var ekki alveg viss um hvort við ættum að fara til einn afleggjara eð taka næsta afleggjara . Það var eina villan í kortinu en hann mundi ekki nákvæmlega  hvar . Við báðum að Drottinn myndi hjálpa okkur að taka réttan afleggjara, þegar að skekkjunni kæmi. Við höfðum alltaf verið stundvís á allar samkomu, sem við tókum þátt í og aldrei missti af neinni. Ég ælta að vona að ég þurfi aldrei að aka aftur inn í New York. Beverly var fyrstaflokks" NAVIGATOR".  Við vorum bæði í stöðugri bæn um Drottins hjálp. Okkur hafði verið sagt að fólk hefði tekið  rangan afleggjara og  villast í borginni í heila viku.Ég hef aldrei séð jafn marga afleggjara á neinum vegi, eins og þarna. Til dæmis á einum stað gat verið fimm- sex afleggjarar upp, niður, til hægri, tveir til vinstri hvor after annan. Það var í slíku dæmi, sem forstöðumaðurinn var ekki viss. Allt í einu vorum við á þessum stað á fullri ferð. Bev sagði HÉR NÆSTI AFLEGGJARI, en ég var ekki nógu fljótur . Ég man hvernig ég svitnaði upp  um leið og ég tók næsta afleggjara, sem var við hliðina á þessum, sem ég átti að fara, en hann leiddi okkur í hálfhring. Drottinn á alla dýrðina, því þetta var rétti AFLEGGJARINN. Við fórum yfir nokkrar stór brýr og svo komum við á réttum tíma til Long Island og allt gekk eftir áætlun. Okkur var boðið að dvelja hjá ungum forstöðu hjónum. Hjónin fóru með okkur á peechastað, þar sem við fengum bestu peechur ,  sem við  höfum smakkað.  Þau hjálpuðu okkur að græja pappýrannna fyrir bílinn á Selfoss og ganga frá miðunum. Okkur hafði tekist að safna fyrir öðrum miðanum, sem okkur vantaði. Við kvöddum þessi ágætu hjón. Fengum að dveljast einn sólarhring í skipinu, áður enn bílnum var ekið um borð. Stuttu seinna lagði Selfoss úr höfn á leið til Reykjavíkur. Við komum til Reykjavíkur í fögru haustveðri.                     

SNARAN BRAST

Sálmur 124. Helgigönguljóð. Eftir DAVÍÐ.

"Hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, - skal Ísrael segja- hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, þegar menn risu á móti oss, þá hefðu þeir gleyp oss lifandi, þegar reiði þeirra bálaðist upp í móti oss. Þá hefðu vötnin streymt yfir oss, elfur gengið yfir oss, hin beljandi vötn. Lofaður sé Drottinn , er ekki gaf oss tönnum þeirra að bráð , Sál vor slapp burt eins og fugl úr snöru fuglarans. Brast snaran, burt sluppum vér. Hjálp vor er í nafni Drottins, skapara himins og jarðar."   

 ALLIR ÍSLENDINGAR SEM EIGA LIFANDI TRÚ, ERU FRELSAÐIR, FERMDIR . ÖLL SAMAN Í EININGU OG ALLIR SEM VILJA VERA MEÐ Í SAMEIGINLEGRI BÆN Á MÓTI  ICESAVE

Kæri JESÚS  bjargaðu Íslandi ,skulum við  Íslendingar segja . Vertu með okkur Drottinn . Menn rísa í móti okkur og ætla að gleypa okkur lifandi, þegar reiði þeirra bláast í móti oss og vötnin ætla að steypast yfir okkur. þeir eru  sem beljandi vötn. Lofaður sé Drottinn sem gefur okkur ekki tönnum þeirra að bráð. Sál vor sleppur burt eins og fugl úr snöru fuglarans. Brestur snaran. Burt sleppum vér. Hjálp vor er í nafni þínu Drottinn Jesús , skapari himins og jarðar, í Jesú nafni amen. Kæri Jesús ég  þakka þér fyrir að svara ÞESSARI BÆN.                     


A BEAUTIFUL DAY

I asked Jesus if I could go samon fishing; I longed to go fishing on a holliday that was coming up. I prayed for a little while about it and then I dropped it. I mentioned it to a good friend of mine, Mearl Spracklen. Then Mearl said somthing like this: Let´s go fishing now. We will head out to night. Yes and I will be ready. I thanked Jesus for Mearl. We went that evening in Mearl´s car.We took the ferry, part of the way. We got to Neah Bay early in the morning. We went right to the harbor. There was an old friend of Mear, a kind hearted fisherman. He was at the pier, prepering to go fishing. It was like he was waiting for us. Mearl spoke to the old man and he agreed to take us fishing. The boat was a small flat bottom boat with a small outboard  motor.  IT WAS A BEAUTIFUL DAY. it was the best weather to go fishing. The old fisherman was good to us . He knew the bay. We caught four good salmons. I lost some. After the fishing, we thanked the old fisherman and headed back home to Seattle. I thanked Jesus for Mearl and the old fisherman.  Thank you Jesus for the fising trip you gave me. 

PRAYERMEETINGS

Every morning we prayed for an hour before the chapel, then we went to the school. It was a great privilege to be a part of the school. I learned to trust the Lord and step out in faith, listen and serve the  Lord. I LOVE JESUS.  My favorite meetings were the Saturday prayer meetings. Pastor Roy Johnson would most often led the meetings. The Word was read, we sang, testified  and prayed for missionaries, the sick, for GIs, for other churches or ministers,  Bible school, Sunday meetings, Philadelphia church and lot of other things and the Lord answered. We sang with our hearts. We gave offerings. One time it was a jeep to an African evangelist. It was paid and delivered to him, on the street in Africa: Hilarious giving. Or an offering for a radio station which was built in Alaska: KING JESUS NORTH POLE.  Somtimes there were fights in the Spirit , or times there were great victories won. We sang about the blood of JESUS and the victory of  JESUS. Pastor Johnson let the HOLY SPIRIT lead the meetings. I learned that JESUS IS LORD, THAT HE LOVES ME MORE THAN HIMSELF. JESUS GAVE HIS LIFE FOR ME . JESUS IS MY SAVIOR, KING, BROTHER, LEADER AND FRIEND. JESUS IS THE BEGINNING AND THE END. I would drop everything to go to Saturday evening  prayermeetings. It was a POWER filled HOLY GHOST MEETING , from 19:30 to about 22:00.   WOW!  WHAT A TIME!

DREAM OR A VISION.

A good friend of mine, Sigurður Þ. Gústafsson, was my school mate from Business school in Reykjavik, invited me to a meeting at Y.M.C.A. shortly after I was suffering from my broken engagement. I went to the meeting.   That night I dreamt, that I was fishing and I had thrown the line out into the water, when a fog engulfed the water and part of the bank where I was standing. Suddenly I was thrilled for I had a big fish on the line. I started to wheel the line slowly in, so I would not lose the fish.  Out of the fog came a man with the hook in his mouth.  I got the scare of my life. I did not understand this, till later in my life. 

I WILL BLESS YOU.

After the fishing season was over , I got a job as a foreman in one of the freezing houses in Westmann Islands. My responsibility was sampling and sorting the fish. At the same time, I worked as an interpreter and translator for the missionary, Rev. Glenn Hunt in Betel church, for a year. Glenn became my friend and a spiritual father. Glenn got a vision for a summer camp at Knarrarnesi, close to Keflavik and the NATO base.  Glenn asked me if I had a desire to go to Bible College in America.  I thought that was a good idea. One time Glenn was invited to a fellowship meeting, where all the Christian men on the base, would eat together and have a Gospel meeting afterwards. I got a permission to go to the meeting . Glenn played the piano and led the singing. The Chaplin on the base was an Assembly of God minister.  I sat on the first bench in front of the pulpit. We all sang and the minister brought the Word og God. After the message the minister spoke in tongues.  It was the first  time I had heard someone speak in tongues and it was a beautiful language.  I had my eyes closed. Suddenly I saw  in  in my mind, where I was in a dark small room. Someone was knocking on the door and I was trying to find the doorknob to open the door. When I touched the doo knob, the door flew open and a bright light shone into my room. I saw cobwebs all around me and the room was filthy. The minister brought the interpretation, " Come closer to me , come closer to me and I will bless thee and bless thee." I felt the message was for me and still with my eyes closed, I said in my heart if this is for me then let three people put their hand on my shoulder and Iwill serve  you all my life. A few seconds later the minisiter of the base, leaned over the pulpit and laid his hand on my shoulder. A christian brother behind me, placed his hand on my sholder. A Baptist brother came to me after the service and laid his hand on my shoulder.  I said to the Lord Jesus ,that I would serve Him all my life ,as He would lead me. 

AÐ HÆTTI MELKÍSEDEKS.

"Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í Syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimanna gjört . Hann , sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með Orði máttar síns, Hreinsað oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á  hæðum. Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir." Mér finnst Orðið vera svo kjarnyrt og mergjað mál. Það er unun að lesa það og hugleiða og sjúga merginn úr orðinu, sem nærir manns innri mann.  SONURINN ÖLLUM ÆÐRI. "Svo var það og um Krist. Ekki tók hann sér sjálfur þá vegsemd að gjörast æðsti prestur. Hann fékk hana af Guði , er hann sagði við hann" ( Jesús)" þú ert  sonur minn  í dag hef ég fætt þig. Og á öðrum stað: Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks."  Guð faðir hafði  fyrirhugað  líf sonar síns. Takir þú við Jesú  Kristi í dag, þá gengur þú inn í fyrirhugaða áætlun Guðs  fyrir þig og þína framtíð.

"ÆÐSTI PRESTUR ÁN SYNDAR.  Er vér þá  höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur gegnum himnanna, Jesús Guð son, skulum við halda fast við játninguna.  Ekki höfum vér þann æðstaprest, er eigi getur séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án sindar."    

JESÚS ER PRESTUR NÝS SÁTTMÁLA." Þetta er sáttmálinn sem ég mun gjöra við hús Ísraels, eftir þá daga, segir Drottinn. Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau í hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera lýður minn. Og enginn mun þá kenna landa sínum og enginn bróður sínum og segja "Þekktu Drottinn!" "Allir munu þeir þekkja mig jafnt smáir sem stórir. Því ég mun vera vægur við misgjörðir þeirra og ég mun ekki framar minnast synda þeirra. Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, Þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það, sem er að úreldast og fyrnast, er að því komið að verða að engu."

"Á jarðvistar dögum sínum bar hann fram með sárum kveinstöfum og táraföllum og auðmjúkum andvörpum fyrir þann sem megnaði að frelsa hann frá dauða,og fékk bænherslu vegna guðhræðslu sinnar. Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið. Þegar hann var orðinn fullkominn gjörðist hann öllum þeim , er honum hlýða, höfundur  eilífs hjálpræðis, af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks."

GERIST EKKI HEYRNARSLJÓIR MJÓLKURÞAMBARAR. " Þér hafið gjörst heyrnarsjóir, þó að þér tímans vegna ættuð að ver kennarar, þá hafið þér þess enn á ný þörf, að einhver kenni yður undirstöðuatriði Guðs Orða. Svo er komið fyrir yður , að þér hafið þörf á mjólk en ekki fastri fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins: Afturhvarf frá dauðum verkum, trú á Guð, kenningu um skírn og handayfir lagningu, upprisu dauðra og eilífan dóm" Hverfa frá breytni sem leiðir til dauða.

"FASTA FÆÐAN er fyrir fullorðna , fyrir þá sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu. " "Ef menn eru eitt sinn orðnir upplýstir og hafa smakkað hina himnesku gjöf. Fengið hlutdeild í Heilögum anda og reynt Guðs góða Orð og kraft komandi aldar og falla frá. " Syndga á móti Heilögum Anda. " Þá er ógerlegt að endurnýja þá til afturhvarfs. Þeir eru að krossfesta Guðsson að nýju og smána hann." Guð varðveiti okkur frá því að syndga móti HEILÖGUM ANDA.


AÐ HAUSTI

Heimilið i RICHARDSHÚSI  var kjötlaust. Heimilið átti tvær fimmhundruð lítra frystikistur í búrinu. Önnur fyrir fisk, en hin fyrir kjöt.  Ég fór til vinar míns og nágranna,  Benna bónda. ÞAÐ ER MIKILL AUÐUR AÐ EIGA GÓÐA VINI.  Benni tók mér vel að venju . Ég spurði hvort hann vildi selja heimilinu naut, því nú væri heimilið kjötlaust. Ég myndi greiða, rétt fyrir jólin. Benni valdi tveggja ára naut og skilaði því, eins og um var samið'. Við  Beverly gengum svo frá kjötinu í frystikistuna. kjötið var skorið, sneitt eða hakkað.  Þegar jólin fóru að nálgast, fór ég að tala meira við Drottinn Jesús að okkur vantaði fjármuni, til að greiða kjötið. Það stæði og félli, með vitnisburði mínum og því trausti, sem Benni hafði sýnt mér.  Rétt fyrir jólin, barst heimilinu ábyrgðarbréf frá Vestmannaeyjum. Það var ávísun, sem nægði til að greiða KJÖTIÐ. Guð er yndislega góður. Hann á DÝRÐINA.  Ég heimsótti Vestmannaeyjar seinna og spurði Halldór, sem var öldungur í Betelsöfnuðinum, hvernig söfnuðurinn vissi um þörf okkar á Hjalteyri og upphæðina? Hann sagðist hafa verið vakinn um nótt og sagt að það þyrfti að taka fórn   fyrir barnaheimilinu á Hjalteyri.  Hann lét söfnuðinn vita. Fórnin var tekin og ávísunin send í ábyrðarpósti. Hilmar var gjaldkeri safnaðarins, sem gekk frá tékkanum og undirritaði hann og sendi. Kærar þakkir fyrir fórn ykkar, sem kom í tæka tíð. Guð blessi ykkur góðverk ykkar, sem marg blessaði barnaheimilið.

Leitaðu og finndu í Nýja Testamentinu þínu, þar sem Drottinn talar um að hann notar engla og þjónustubundna anda til að hjálpa þeim , sem Jesús á og eru í þjónustu Hans .  Fyrir alla muni gerðu ekki grín, af Guði eða Guðs Orði, því að það er lifandi og lætur ekki að sér hæða. Opnaðu heldur þinn innri mann og taktu á móti Orði Drottins, sem mun blessa þig á bak og fyrir. Þakka þér Drottinn fyrir vermd þína, fyrir að leiða mig réttan veg , láta mig ekki verða til skammar, hjálpa mér í þrengingum, mæta þörfum mínum,  leyfa mér að starfa fyrir þig, leggja mér orð í munn, þegar ég tala um þig , opna orðið fyrir mér og hjálpaðu mér að líkjast þér. Hjálpaðu mér að iðrast þegar mér verður á og biðja þig Jesús og þann, sem ég hef brotið á að fyrirgefa mér. Þakka þér fyrir frið þinn og frelsi. Þín er Dýrðin um aldir alda.  


TIL HELJAR

Mér þótti ákaflega vænt um báða albræðir mína , sem ég ólst upp með . Halldór var okkar elstur menntaður , efnaverkfræðingur . Hann var bæði fimur, sterkur og góðhjartaður . Hann vildi öllum gott gera. Þegar ég gekk í Grænuborg (Ísaksskóla), var ég lagður í einelti. Ég var rengla, lítið metinn oft veikur, framan af, en þrár með afbrigðum.  Eftir að foreldrar mínir skildu , leit ég enn meir upp til Halldórs, sem foringja heimilisins. Ég sagði Halldóri frá eineltinu . Næsta dag kom hann með mér í skólann . Ég benti á sökudólginn , sem reyndi að smeygja sér undan. Halldór tók svo hressilega í drenginn, að ég fór að vorkenna honum og bað Halldór að hætta, nú væri nóg komið. Halldór snéri sér við og hristi mig svolítið, fyrir að taka upp hanskann fyrir hrekkjusvínið.  Eftir það var ég kallaður Dóa bróðir, það hélt í gegnum allan Barna skólann. Halldór var í íþróttum. Skíðum, sundi , fótbolta. Tók flesta í sjómann. Í mínum augum var hann engu minni enn súpermann eða Tarsan. Mér fannst allt leika í höndunum á Halldóri  og hann var líka bróðir minn. Eitt sinn fórum við saman upp á bílskúr og Halldór sagði mér að hoppa niður á grasið, sem var um það bil þrír metrar. Ég þorði ekki, enn hann hoppaði og fótbraut sig. Ekki kveinkaði hann sér né grét . Tíminn leið . Við kynntumst víninu. Halldór lauk öllu námi á Íslandi, fékk styrk til U.S.A. líkaði ekki og fór til Þýskalands, þar sem hann lauk námi, með mjög góðum árangri.  Ég var alltaf hálf hræddur við vínið og hætti, þegar nefið dofnaði, en Halldór gat drukkið flesta undir borðið. Hann hafði mjög gaman af að skemmta sér,  var skemmtilegur og mjög félagslyndur. Vínandinn er slunginn andi, sem oft kallast Bakkus.  Bakkus er þolinmóður og heltekur, um það bil einn  þriðja  þeirra, sem smakka á honum í fyrsta sinn. Hina , sem þora að glíma við hann, tekur hann á hælbragði. Bakkus er andi, sem smýgur inn í persónuna og yfirtekur anda (hjarta)og sál mótherjans, bindur hann og hlekkjar við sig. Að'eins Jesús getur frelsað og brotið þessa hlekki Bakkusar . Gert persónuna frjálsa, gefið nýjan anda og varanlegan frið, eftir að persónan kallar á Jesús og biður um hjálp. Ég var mikið búinn að biðja fyrir Halldóri ,vitna fyrir honum og biðja hann að snúa sér til Drottins Jesús, án sýnilegs árangurs. Kvöld eitt er ég er að leggja mig til svefns, opnast mér sýn. Ég er staddur í helli, þar sem glóandi hraunlækur rennur eftir hellisgólfinu og hverfur inn í kolsvart op. Glóðin af glóandi hraun straumnum lýsti upp hellinn.  Ég sé hersingu af litlum staupglösum koma  glamrandi og hálf veltandi til mín, eins og ég ætti að taka við þeim. NEI , NEI OG AFTUR EITT NEI, FARIÐ FRÁ MÉR ÉG TEK EKKI VIÐ ÞESSU . Ég rak hersinguna frá mér. Staup glösin veltu, glömruðu og hurfu inn í kolsvarta opið. Hröpuðu þar niður með brothljóðum. Mér fannst þetta kolsvarta op vera hurðarop til HELVÍTIS. Orðið segir okkur að helvíti seðst aldrei, það tekur endalaust við.  Næst sá ég skjanna hvíta, næfur þunna, hálfsmetra langa persónu, liggja á glóandi hraunstraumnum.  Ég vissi strax, að þetta var Dói bróðir minn, á leið til heljar. Guðs Orð segir að ég má krefjast nánasta skáldfólks míns ,að það frelsist, áður  enn það deyr. Ég hafði gert það. Ég hafði krafist Halldórs. Nú bað ég Jesús að frelsa bróður minn. Fæturnir voru komnir inn um hlið heljar. Þá var Halldóri kipp til baka og Orð Drottins kom til mín að sumir eru dregnir út úr eldinum , eins og eldibrandur. Halldór fékk tækifæri að líta inn í helvíti, kalla á Jesús.  Náð Jesú Krists frelsaði Halldór. Halldór bjó á hæðinni fyrir ofan mig.  Ég reyndi að hringja símanum og hringja dyrabjöllunni hans án árangurs. Næsta morgunn opnaði lögreglan dyrnar hjá Halldóri og við fundum Halldór látinn með bros á vör.  ORÐ, sem mér er mjög hugleikið. ALLIR SEM ÁKALLA NAFNIÐ JESÚS, MUNU FRELSAST.    Byrjaðu að lesa Jóhannesar Guðspjallið. Vertu ekki áhrifalaus og kraftlaus nafnkristinn .  Vertu   KRAFTMIKILL KRISTINN MAÐUR, sem þorir að biðja fyrir þjóðinni, mönnum, málefnum  og því sem skiptir máli.   MUNDU JESÚS Á ALLA DÝRÐINA OG HANN ELSKAR ÞIG OG GAF SIG Í DAUÐAN FYRIR ÞIG.  NOTAÐU FRJÁLSA VILJANN ÞINN ,TIL AÐ KJÓSA JESÚS.                        

Stál kveikjarinn.

Ég var vakinn um miðja nótt , þar sem við hjónin sváfum værum blundi í hjónahergerginu í Richardshúsi. það var um jólaleitið. Ég skreið út úr rúmminu á hnéin við rúmmið með lokuð augun. Sjónvarpsskjár opnaðist fyrir hugskotsjónum mínum í fullum litum. Halldór eldri bróðir minn var að ganga upp bratta grösuga  fjallhlíð . Á eftir honum gekk bílstjóri , sem ógnar bróður mínum. Ég sá að komist hann upp á fjallið, átti að henda honum fyrir björg. Ég sá hvar sjávar öldurnar veltu sér uppá skerin fyrir neðan þverhnípið. Ég bað Drottinn Jesús að frelsa bróður minn, úr þessum lífsháska og þakkaði Jeús fyrir að  bjarga honum. síðan skreið ég upp í rúmið og steinsofnaði.

Mig minnir að það var einu eða tveim árum seinna að  ég spurði hann hvað hafði komið fyrir hann þessi jól? Ég sagði honum að ég hefði beðið fyrir honum, sérstaklega á þessum tíma ,þar sem ég var vakinn til að biðja fyrir honum. Halldór varð svolítið skrítinn í framan, er hann hóf sögu sína. Um jólaleitið hafði hann farið til Kanarí eyja. Fengið sér gott hótel. Hann sagði að í blöðin hefðu fjallað um að fólki sem höfðu verið rænd og kastað fyrir björg. Hann hefð nú ekki  velt því mikið fyrir sé. Halldór drakk heldur mikið þetta kvöld . Náði sér í leigubíl og sagði bílstjóranum að aka sér upp á tiltekið hótel.  Halldór tók eftir því að honum var ekið út úr bænum. Handföngin voru læst. Hann sá annan bíl á eftir þeim. Hann gerði sér grein fyrir hvað stóð til að ræna hann og kasta honum fyrir björg. Hann var nokkuð mikið drukkinn, en allt í einu fær hann hugmynd og framkvæmdi hana um leið . Þegar við bræðurnir vorum byrjaðir að reykja, gaf mamma okkur sinn hvorn stál gas Ronson kveikjaran.  Halldór var alltaf með  Ronson í vasanum.  Hann  fór í vasann, tók upp stál Ronsoninn,  hélt endanum þétt að höfði bílstjórans og sagði með hörku röddu,  aktu mér á hótelið , eða ég hleypi af. Bílstjórinn ók Halldóri til hótelsins gjald frítt. 

       


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband