GARÐAR Í ÖNUNDARFIRÐI.

Ég og Beverly konan mín höfðum lofað að taka að okkur l5-2O börn af mölinni í Hafnafirði til sumar dvalar á Görðum í Önundarfirði. 

Ester Eriksson og maður hennar Arthur Eriksson listmálari höfðu ákveðið að flytjast búferlum  til Svíþjóðar. Ester hafði boðið okkur Beverly að taka við sumarbúðum hennar , sem voru skammt frá Flateyri við Önundarfjörð. Þar voru sumarbúðir fyrir börn frá erfiðum aðstæðum. Við Beverly höfðum unnið hjá Ester eitt og hálft sumar í sjálfboða vinnu og þekktum orðið starfið hennar vel og ákváðum að taka við starfi hennar. Ester var búinn að ákveða að taka við börnum frá Hafnarfirði sumarlangt.

Ester var sænsk hjúkrunarkona. Á yngri árum hafði hún trúlofast sænskum kristniboða. Hr. Nilsen kristniboði , sem starfaði í Afríku. Þau höfðu ákveðið að gifta sig , eftir að Nilsen kæmi heim frá Afríku og fara svo fljótlega saman til Afríku, sem kristniboðshjón. Þau giftu sig eins og þau höfðu ákveðið. Nokkrum dögum eftir giftinguna varð maður hennar Esterar bráðkvaddur. Ester var mikil bænakona. Drottinn kallaði hana til Íslands. Ester tók sér ferð á hendur til Reykjavíkur.  Í Reykjavík var henni boðið í kynnisferð til Ísafjarðar og Flateyrar í Önundarfirði. Á Flateyri í Önundarfirði fann Ester kall Drottins og þar starfaði hún í mörg ár með Guðs hjálp ,mörgum til mikillar blessunar. Ester var ötull þjónn Drottins. Með Guðs hjálp og láni frá Fíladelfíu söfnuðinum í Reykjavík keypti Ester Nilsen sveitabæinn GARÐA, sem stendur rétt fyrir utan Flateyri . Börnin komu víðsvegar að á vorin og dvöldust sumarlangt hjá Ester á Görðum.

Ester Nilsen bað með börnunum morgun bæn og kvöldbæn á kvöldin, áður enn þau fóru að sofa. Á  daginn eftir morgun matinn og morgun stundina voru: Gönguferðir, fjöru ferðir, sögustundir, leikir við bæjarlækinn og fleira og fleira. Þegar Ester bað, svaraði Drottinn. Trúað fólk kom í sjálfboða vinnu sumar eftir sumar. Frú Ester Nilsen var svo góð fyrirmynd og Guðs náð var með Ester. Ester reyndist börnunum svo vel . Börnunum leið vel. Það var eins og Ester ætti okkur öll , meðan við dvöldum á Görðum. Við fundum öll að við vorum í góðum höndum.  Ég man eftir því að einu sinni, sagði Ester við Beverly "Svona verður þú Beverly mín, þegar þú tekur við starfinu". 

Við Beverly ætluðum að taka við starfinu á Görðum næsta vor. Þá er okkur tjáð að Ester hafði ekki getað greitt Fíladelfíu í Reykjavík lánið, sem hvíldi á Görðum. Fíladelfía vildi ekki hlusta á neinar skýringar og ákváðu að' selja Garða við Önundarfjörð, sem þeir og gerðu. Guð blessi þá og þeirra fjármál.  Nú hófst mikil leit að stað, allt frá Skagafirði til Ljósavatns skarðs , enn enginn staður fannst. Þessi leit olli mikilli sálar angist, gráti og bæn. Drottinn elskar sína og svarar bæn.  


GLYSSTEINAR.

Glys steinar hanga,

glingrið glóir.

grimm er græðgin.

Glannar guma með,

aðrir á hanga.

Glampinn falskur hér.

Grimm er græðgin,

gamanið  á endar  er.

SORG OG SKÖMM.

þJÓÐ Í VANDA,

JÓLAKÖTTINN FER. 

 


HRÍÐARBILUR.

Það var fyrsti veturinn okkar Beverly á Hjalteyri í Richardshúsi.  Oft hef ég verið í snjóbil en aldrei í slíkum hríðarbil.  Nú skil ég hvernig menn gátu orðið úti og það rétt við bæjardyrnar. Við Beverly höfðum ákveðið að skreppa, eftir hádegið í fallegu vetrarveðri, með börnin, sem dvöldust hjá okkur til Akureyrar . Við gengum upp í barna skólann og fengum far, með rútunni hans Júlíusar (Júlla), í bæinn. Það var eitthvað byrjað að snjóa, þegar við komum til Akureyrar. Mig minnir að við fórum í heimsókn hjá góðum vinum, sem buðu okkur í kaffi og börnunum í mjólk og meðlæti. Tíminn var fljótur að líða hjá góðum vinum. Við náðum rútunni hans Júlla á réttum tíma og nú var virkilega byrjað að snjóa. Júlla sóttist ferðin vel, enda þaulvanur . Rútan hans var lífæð Hjalteyrar á þessum tíma. Júlli sá um allan skóla aksturinn . Á sumrin var hann í fjallaferðum oft sumarlangt. Þegar við komum til Hjalteyrar var farið að rökkva.Er við stigum út úr rútunni, tók snjókoman á móti okkur . Við báðum Jesú að hjálpa okkur að komast heim í Richardshús.  Við héldum hvert í annað. Við  urðum að ganga frá  barnaskólanum niður í Richardshús og klofa snjóóskaflanna á leiðinni . Alltaf var að bæta í . Er við komum að afleggjaranum að Richardshúsi var kominn hríðarbylur og við rétt sáum móta fyrir  bílskúrnum .  Er við komum að bílskúrnum var kominn blind bylur með norðan garra og ofsaroki. Við vorum öll orðin köld og þreytt að klofa snjóinn , en héldum samt áfram. Allt í einu var sem, tjaldi væri  svipt til hliðar,  andartak kom stilli logn,  nóg til að sjá tröppurnar á Richardshúsi. Hefði Drottinn ekki gripið  þarna inn í,  hefðum við haldið áfram, framhjá húsinu.  Mikið vorum við glöð og þakklát Drottni að hjálpa okkur að komast heim. JÁ DROTTINN SVARAR EINLÆGRI BÆN . HANS ER HEIÐURINN , LOFGJÖRÐIN OG DÝRÐIN. 


TRIPPIN OKKAR ÞRJÚ.

Mig langaði svo að kaupa tvo tamda hesta, handa börnunum okkar í Richardshúsi. Við áttum þegar:Sandy,Þorbrand, lítið hænsnabú, tvær kanínur,einn hrút og þrjár kindur. Við lásum auglýsingu frá sveitabæ, handan Öxnadalsheiði, efst í Skagafirðinum, er  vildi selja tæplega eins árs trippi. Ég hringdi og mér var sagt að ég mætti kaupa trippið, gæti ég tekið það á staðnum. Ég mætti við hrossaréttina með tveimur vinum mínum. Ungur bóndi tjáði mér að ég yrði helst að taka tvö til þrjú trippi, tæplega eins árs gömul, svo þau hefðu samfélag hvert af örðu. Ég trúði þessu og kaupin voru gerð.  Kerran sem ég kom með, var of lítil og varð ég að skilja hana eftir. Hvað var nú til ráða, hugsaði ég. Ég var á litlum landrógver jeppa. Ungi bóndinn hoppaði inn í jeppann að aftan og lyftir upp  sætunum . Þrír ungir kappar koma með aðra merina og settu upp í jeppann, en hún lagðist á gólfið  og lá þar allan tímann. Strákarnir náðu nú í tæplega eins árs fola úr réttinni og stungu honum líka inn í jeppann. Síðan var hurðinni lokað. Folinn stóð allan tímann, þar til við tókum hann út úr jeppanum í Richardshúsi.  Folinn steig aldrei á hryssuna , sem lá á gólfinu.  Höfuð folans var þétt upp að höfði mínu og náði út í fram rúðu jeppans. Þarna var enginn tími til að hugsa, því það gekk allt svo fljótt fyrir sig. Seinna fórum við Beverly og sóttum yngstu hryssuna og kerruna .  Hryssan  lá á gólfinu á jeppans alla leiðina heim .

Eins og ég sagði, þá stóð folinn alla leiðina heim, með höfuðið út í framarúðuna. Maður sá undrunar svipinn á mörgum bílstjórum og farþegum þeirra, sem við mættum á leiðinni,  þegar það sá þessa skrítnu sjón. Hestshausinn  í framrúðu jeppans. Trippin höfðu aldrei komið undir manna hendur fyrr, en samt voru þau svo spök. Folinn sýndi enga reyði , en hann hefði  auðveldlega  getað bitið mig ylla á andliti og öxl, hefði honum sýnst svo. Hann sýndi mér aldrei neitt, þrátt fyrir það að hann væri ótaminn . Hryssurnar voru alveg eins. Við gátum gengið upp að þeim hvar sem var. Þetta voru falleg trippi. Ljómandi falleg. Við gáfum þeim nöfn. Blesi var með hvíta stjörnu á enninu. Rauðka var öll ljós rauð og Mosa yngri hryssan var öll mósótt.  Þau voru alltaf saman.  Blesi fyrstur, Rauðka og  Mosa síðust. Blesi hafði mikla heimþrá . Ég skildi hann svo vel að vera tekinn út úr stóðinu og fluttur til Hjalteyrar. Líklega hafa trippin verið a táningaraldri. Rauðka og Mósa aðlöguðust mjög fljótt en Blesi átti erfitt, þrátt fyrir að trippin höfðu nóg fóður. Blesi lagði nokkru sinnum af stað með merarnar á eftir sér. Ég náði alltaf Mósu með fötu af hænsna fóðri. 


KLETTURINN KRISTUR.

 KLETTURINN MINN ER JESÚS KRISTUR.

Ómar og dunar

skelfir huga

í ofsaroki

tilverunnar.

 

'Ur djúpinu 

ég var dreginn

á klettinn 

mig setti

Öruggur ég stend.

Tindrandi 

tár á hvarmi.

Hann er minn kletturinn

Kristur.

 

Öldurót á klettinn sogar

surgar,

urgar

freyðandi kambar

koma,

hníga við faðminn hans

opna blíða.

                                                                              Einar Gíslason kennari 2001.


FROSTAVETUR

Frostaveturinn 1865  voru vörur  fluttar á sleðum frá Reykjavík til Keflavíkur, eftir firðinum. Hestarnir sem drógu sleðanna, voru á sérstökum brodda skeifum er stungust niður í ísinn, þannig  að hestunum skriðnaði ekki fótur.Þessar ferðir voru ævintýraferðir í froststyllunni.

Barnaskólinn Myllubakki í Keflavík stóð á bakkanum.  Þaðan var gott útsýni, yfir flóann. Bjöllurnar ómuðu í kyrrðinni og  börnin  á leið heim .  Jói leiddi Gunnu systur sína.  Þau mættu Pétri, sem átti heima í næstu götu .  Pétur var árinu eldri  enn Jói en  Gunna var yngst.  Þau léku sér oft saman.  "Nú væri gaman að prófa nýju skautanna Jói" , sagði Pétur " Það er svo gott veður". " já það væri gaman, en ég verð fyrst að spyrja mömmu". "Gerðu það , sjáumst  niðri í fjöru. Þetta verður rosalega gaman" ,sagði Pétur og þaut upp götuna.   

Mamma beið eftir börnunum, með heita klatta og mjólkurglös, sem hurfu, eins og dögg fyrir sólu."Mamma" sagði Jói. "Má ég fara niður í fjöru og reyna skautanna mína?  Pétur ætlar að reyna sína. Við ætlum að hittast niðri í fjöru." Margrét móðir Jóa leit á son sinn. " Já þú mátt það , ef þú lofar mér að skauta við ströndina." Já mamma ég lofa því"  Gunna , sem var að ljúka við annað mjólkurglasið, um leið og hún hlustaði á mömmu og Jóa.  " Má ég fara  fara með mamma". Margrét hugsaði sig svolítið um, en sagði svo, "ef þú hlýðir Jóa þá máttu fara ,ef Jói ábyrgist þig." "Jói má ég vera með?"Já taktu skautanna okkar, svo af stað."

Pétur beið þeirra neðar í götunni og nú var haldið niður í fjöru. Skautarnir voru lambsleggir með  reimum að framan og  að aftan .  Það gekk vel að festa skautanna . Ísinn var renni sléttur og gagnsær. Það var svo gaman að sjá þangið   liðast um í straumnum undir ísnum. Það var eins og að fljúga yfir rennisléttan ísinn." Pétur, ég sá marhnút". "Jói ég sá tvö síli ", sagði Gunna upp með sér.  Pétur kom nú fljúgandi yfir ísinn, til systkinanna, með hælsveiflu  stöðvaðist hann  rétt hjá þeim.  

"Jón sérðu stóra borgarísjakann, þarna út á firðinum. Sérðu hvað hann er stór, vá." Förum og skoðum hann". Jói leit á Gunnu, sem stóð rétt hjá honum." Förum þangað  Jói og skoðum hann." " Pétur ég lofaði mömmu að fara ekki langt  frá ströndinni."  "Já en við getum farið svolítið lengra . Ísinn er svo þykkur og þetta verður alt í lagi Jói."OK við förum ekki langt , bara svolítið lengra" Nú var forvitni barnanna vakinn. Athygli þeirra beindist að borgarísjakanum. "Veistu Jói að einn níundi hluti borgarísjakans stendur upp úr sjónum.Sérðu hvað hann er rosalega  hár og breiður , alveg eins og stórt fjall." Þarna er stór hellir framan á fjallinu".Pétur ég sé eitthvað hreifast í hellismunnanaum. "Það er lítill húnn, svona líka skjanna hvítur", sagði Gunna." Jói mig langar svo að sjá húninn betur, gerðu það bara í þetta sinn." Jóa langaði líka að sjá húninn betur. Hann var alveg búinn að gleyma, því sem hann lofaði móður sinni. Húnninn sást betur og betur. Hann átti hug barnanna. Pétur hrópaði upp yfir sig af hræðslu. "Snúum við .Ég sé  mömmu húnsins."  Öll börnin sáu gríðarlega stórann og reyrðan ísbjörn, standa upp fyrir framan húninn og öskra hátt. Það bergmálaði í hellinum drundi í fjallinu. Flýjum í land. Börnin snéru við og nú var tekið til fótanna.  Ísbjörninn hafði séð börnin og stökk frá jakanum út á svellið á eftir börnunum, hann var bæði reyður og lang soltinn.  Jói og Pétur héldu í sinn hvora hendi Gunnu og hálf drógu hana með sér. Nú var keppt upp á líf og dauða. 'ísbjörninn vann á og  minnkaði bilið meir og meir milli sín og barnanna. Jói bað Jesús að bjarga þeim frá ísbirninum. Nú var eininn tími til að vera hræddur, heldur setja alla kraftanna í fæturna og jafnvægið og hlaupa og skauta af lífi og sál. 

Nú heyrðist kirkjuklukkunni hringt og litlu síðar bættist barnaskóla bjallan við. Allt var á tjá og tundri í landi. Fólk safnaðist saman  í smá hópa, niðri í fjöru.  Faðir Péturs kom hlaupandi með frammhlaðninginn sinn, niður í fjöruna og byrjaði að hlaða hann. Hann hafði oft skotið sel eða fugl með byssunni. Hann  kom framhlaðningnum vel fyrir á stórum steini og tók miðaði , en fjarlægðin var of mikil . Hann varð að bíða og svitinn perlaði á andliti hans. Hann átti aðeins eitt skot í byssunni og hann yrði að hitt. Hann bað  Jesús að hjálpa sér að frelsa börnin frá ísbirninum, sem nálgaðist börnin  óðum.  Um leið og bjarndýrið reis upp til að kasta sér urrandi, yfir börnin, kvað við rosalegur skot hvellur . Bjarndýrið reis upp í fulla hæð og féll aftur á bak á ísinn, stein dautt.  Börnin þutu áfram hrópandi "Pabbi , mamma " þau voru yfir sig hrædd . Feður og mæður, frændur og vinir, komu hlaupandi á móti þeim, út á ísinn. Það voru glaðar fjölskyldur, sem mættu börnunum sínum úti á ísnum. Það var hrópað ferfalt húrra fyrir föður Péturs ,fyrir þetta frábæra skot, sem felldi björninn á ögurstundu. Frá þessari stundu fékk hann viðurnefnið Bjarnarbani.

Eftir kvöldmatinn , þegar Jói og Gunna voru búin að jafn sig, í faðmi foreldra sinna og  gera upp brotið loforð við mömmu sína og þakka Jesús fyrir að frelsa þau frá bjarndýrinu, fóru þau með Faðirvorið  og sofnuðu værum blundi.  Eins fór fyrir Pétri , hann fékk áminningu og fyrirgefningu foreldra sinna. Pétur þakkaði Jesús fyrir, foreldra sína. Pétur var svo stoltur af pabba sínum, að það tók hann langan tíma að sofna, en loks steinsofnaði hann. "  ÞAÐ ER GOTT AÐ TREYSTA DROTTNI , ÞVÍ HANN SÉR UM VEL UM SÍNA."

 


DAVÍÐ ODDSON

Ég vil þakka Davíð Oddsyni fyrir allt það óeigingjarna starf ,sem hann hefur unnið fyrir þjóðina. Ég hef lengi fylgst með Davíð og beðið fyrir honum og Halldóri er þeir störfuðu saman. Ég er einnig þakklátur Geir Haarde fyrir hans óeigingjarna starf.  Ég hef verið að biðja fyrir því að Íslenska þjóðin vakni af þessum þyrnirósar svefni, hræðslu og ráðaleysi, því fagna ég því að Davíð Oddson er mættur í ritstjórn Morgunblaðsins. Við megum öll þakka fyrir, alla þá reynslu og þekkingu, sem  Davíð  hefur safnað á langri leið. Við skulum muna það að, þeir sem standa í  skítkasti, standa djúpt í skítapyttinum sjálfir.  Ég hef mikla trú á Bjarna Benidiktssyni . Ég vona að fleiri hetjur, vakni upp til átaka og sameinist um velferð Íslands og íslensku þjóðarinnar. Ég bið fyrir ykkur,að þið takið réttar ákvarðanir og ykkur vegni vel.

HLJÓMBORÐIÐ

Áslaug Ólafsdóttir,  frænka mín ætlaði að koma á þriðjudagsmorgnum ,til að spila  og haf söngtíma með eldri  börnunum í Montssori leikskólanum, til að kenna þeim að  syngja. Þegar Áslaug kom í fyrsta sinnið, áttum við ekki hljómborð. Okkur vantaði hljómborð.  Ég bað Beverly og börnin að koma í hring, þar tók ég í höndina á tveim börnum og við báðum Jesús að gefa okkur hljómborð fyrir skólann.

Beverly benti mér á auglýsingu í Fréttablaðinu frá Hagkaup,  á hljómborð á niðursettu verði á kr. 19.000.o. Við fórum á föstudegi í Hagkaup og ákváðum að hittast aftur við bílinn. Bev fór að kaupa í kvöldmatinn en mig langaði að sjá nokkur rafmagnstæki. Mér datt í hug að líta á hljómborðið  og komst að þeirri niðurstöðu að aðeins eitt var eftir. Ég bað afgreiðslumanninn að taka það frá fyrir mig.  Við Beverly fórum svo á laugardagsmorguninn og keyptum það í reikning, þar sem við áttum ekki fyrir því ,fyrr enn um mánaðarmótin. Við urðum að kaupa straumbreytir og innstungu , sem við að lokum fengum, þá vantaði okkur standinn undir hljómborðið, sem kom nokkru seinna.

ÞÖKK SÉ DROTTNI JESÚS  FYRIR AÐ SVARA  EINLÆGRI BÆN.

Næst þegar Áslaug Ólafsdóttir kom til að kenna söng,gat hún notað hljómborðið góða. Við vorum ákaflega þakklát Áslaugu að vilja leggja það á sig að koma og kenna börnunum söng. Kærar þakkir fyrir söng kennsluna.


LEYNDARDÓMURINN

 Páll postuli var sérstaklega KALLAÐUR  til heiðingjanna, sem voru  og eru , þú , ég og allir hinir,  sem ekki eru Gyðingar.  Hver var KÖLLUN Páls postula?  SEGJA OKKUR FRÁ LEYNDARDÓMINUM.

Langar þig að heyra um leyndardóm, sem gefur þér styrk, kraft og visku til að umbreyta göllum þínum í styrkleika. Hjálpar þér að umbera aðra, sem fara annars í taugarnar á þér og margt fleira.

LEYNDARDÓMURINN  var svo mikils virði að englanna fýsti að rannsaka hann , en fengu það ekki. "Hann var ekki birtur mannanna sonum fyrr á tímum." " Nú hefur hann (leyndardómurinn ) verið opinberaður heilögum postulum hans og spámönnum í andanum." Nú talar Páll beint til okkar í Efesusbréfi 3:6  og áfram." Heiðingjarnir eru í Kristi Jesús fyrir fagnaðarerindið orðnir erfingjar með oss , einn líkami með oss, og eiga hlut í sama fyrirheiti og vér (Gyðingarnir)" "Ég varð þjónn þess fagnaðarerindis, af því að Guð gaf mér gjöf náðar sinnar með krafti máttar síns. Mér , sem minnstur er allra heilagra, var veitt sú náð að boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega RÍKDÓM Krists og að upplýsa alla um það, hvernig Guð hefur ráðstafað þessum leyndardómi. Hann( LEYNDARDÓMURINN)   hefur frá eilífð verið hulinn í Guði, sem allt hefur skapað.Nú skyldi kirkjan látin kunngjöra tignunum og völdunum í himinhæðum, hve margháttuð speki Guðs er. Þetta er Guðs eilífa fyrirætlun, sem hann hefur framkvæmt í Kristi Jesús, Drottni vorum. Á honum (Jesús) byggist djörfung vor. Í trúnni á hann(Jesúm) eigum vér öruggan aðgang að Guði." BÆN UM STYRK OG SKILNING
Nú heldur Páll áfram í fjórtánda versinu og áfram að opna LEYNDARDÓMINN FYRIR OKKUR. " Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu. Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verðið rótfastir og grundvallaðir í KÆRLEIKA.  Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið , hve KÆRLEIKUR  KRISTS er víður og langur, hár og djúpur og komist að raun um hann, sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guð fyllingu. En honum sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem við biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í KRISTI JESÚS um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen."Hér hefur Páll postuli aðeins opnað smá rifu á LEYNDARDÓMNUM. Nú er það þitt að fylgjast með Páli postula og leyfa pÁLI Að kynna þig fyrir LEINDARDÓMNUM og opna þér leið að VAXTARTAKMARK KRISTS FYLLINGAR  í Efesusbréfinu 4. kafli og áfram, þá mun LEYNDARDÓMURINN opnast upp, hægt og rólega upp fyrir þér.                                                    

THE DIVORCE

I was born into educated family, and strong-willed Luthern believers--people who were not afraid to pioneer in new adventures. My grandrfather Halldór Guðmundsson the first electrical engineer, was the first to bring the knowledge of electricity to Iceland, building the first dam in Vík in Mýrdal and generated electicity to light the main street in Vík in Mýrdal.  My father Gísli Halldórsson was a design engineer, who built the first steam turbin  in Hveragerði, which lit a lightbulb, that gave light for a long time . He pointed out "Hengilinn" for hot water.  He imported small engines for fishing boats, built JÖTUN where cars were both sold and serviced in the same company in Reykjavík , which had never been offered before. He was the first  and the only  icelander to build a drier to dry fuel for the rockets of the American Rocket Association.  He built the first automatic  and the largest fishmeal factory in the world, at that time. I had the honor to start it up in Wildwood Maryland U.S.A.  My father made  the factory, without the usual "money" smell, that accompanies fishmeal factories.  At the same time his therteen year marriage was under great pressure and fell apart . The divorce lasted ca. ten years, as my parents fought for jurisdiction over us and their properties. I and my two brothers were raised by my mother .

 At the age of six, I was sent to my uncles in Mýrdal who were excellent  farmers and good people.  I stayed with them, from June to the end of August, every year until I was fifteen . I loved the people , the farm and the animals. It was like a second home to me.  So close to the sea, where my geat grandfather Guðmundur Ólafsson , had been the formann on PÉTURSEY, which now is kept in the museum at Skógar. Only one time fell a seaman overboard, but Guðmundur picked the man up and pulled hin into the boat. His mother knew Jesús. She was known as a praying woman. The Lord Jesús answered her prayers. 

My parents divorce affected me deeply and, I believe that I lost the will to live. I say parents who have children and are , about to devorce, DONT. YOU ARE SELF LOVING  FOOLS, IF YOU DO. You are ruining yours childrens future. You are undermining them. SHAME ON YOU. Turn to Jesús  and ask Jeús for help. Jesús will help you with your marrige and a lot more.  In my younger years, I was often sick. My mother used to make the sign of the cross over me .  My father had me and my brother recite the Lords prayer with him, before we went to sleep. When I was about four years old my father brought me to Sunday school in Y.M.C.A... I was wide open for spiritual things.  I still remember how glad I was . Some days later , when I and my older brother where being bathed, I started to sing and speak in tongues. My mother told me to stop right away that babble. At about fifteen and on, when going through school in Iceland I worked in the summer time in different jobs: road building , digging trenches for telephone lines in Rvk. and building telphone lines out in the countryside, building bridges, working on trawlers as a deck hand .  I always did my  job well and got good recommendations.  My father had told me , that if I did not like my job , then make you self like it and after a while, you will like it and do well. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband