Ó GUÐ VORS LANDS.

Ég tel að íslenskir trúleysingjar, sem leggja það í vondan, vana sinn að ráðast á  helgustu trú íslendinga í orði og riti og hæða þannig sjálfan sig og kalla á dóm Guðs yfir sig og sína.  Ég bið ykkur um að kynna ykkur Guðs Orð, BIBLÍUNA , að lesa Orðið  hlutlaust og tala við Drottinn í einlægu hjarta ykkar. Ég ætla að biðja fyrir ykkur, að Drottinn opni  Orðið  fyrir ykkur og blessun hans, megi koma yfir ykkur. EF ÞAÐ ER SATT, eins og margir  hafa reynt, hjálp Drottins, þá er það þess virði, að við því sé tekið.                                                                                                                                                        

'O, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, Vér lofum 

þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna

hnýta þér krans Þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir

þér er einn dagur  sem þúsund ár, Og þúsund ár dagur,

ei meir. Eitt eilífðar smáblóm  með titrandi tár, Sem 

tilbiður Guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár , Íslands 

þúsund ár. Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, Sem  

tilbiður Guð sinn og deyr.

2. Ó, Guð , ó, Guð vér föllum fram og fórnum þér 

brennandi, brennandi sál.  Guð faðir, vor Drottinn frá

kyni til kyns,  Og vér kvökum vort helgasta mál, Vér

kvökum og þökkum í þúsund ár, Því þú ert vort einasta skjól.

Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,

Því þú tilbjóst vort forlaga-hjól. Ísland þúsund ár,

Ísland þúsund ár. Voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár. 

sem hitna við skínandi sól.

 

3.Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, Vér lifum

sem blaktandi, blaktandi strá, Vér deyjum, ef þú ert

ei ljós það og líf, Sem að lyftir oss duftinu frá. Ó,

vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, Vor leiðtogi,

í daganna þraut, Og á kvöldin vor himneska hvíld og

vor hlíf,  Og vor hertogi á þjóðlífsins braut. Íslands

þúsund ár, Íslands þúsund ár.  Verði  gróandi þjóðlíf

með þverrandi tár, Sem þroskast á guðsríkis braut.

                                                             MATTÍAS JOCHUMSSON.  

  Ég tók Þjóðsönginn okkar íslendinga,  beint upp úr síðari  sálmabók Hörpustrengja. Fyrri útgáfa Hörpustrengja var gefin út 1948. Þjóðsöngurinn er að mínum dómi lofgjörð og tilbeiðsla  til Drottins.

Hvílik perla og meistara stykki, sem segir allt og skilur mig eftir orðlausann. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3067

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband