Í SVEITINNI.

Einn af bestu vinum mínum hét Bergur Örn Eyjólfs . Við vorum á mjög svipuðu reki og mestu mátar.  Mig hlakkaði alltaf til að fara í sveitina ,að  Suður Hvoli í Mýrdal og hitta Örn vin minn og frænda. Við vorum alltaf eitthvað að gera. Byggja stíflur í bæjarlæknum fyrir millu , sem við bjuggum til. Veiða hornsíli, sem skutust á milli græn brúns slíms í botngróðri lækjarins. Við fórum oft í réttina til að fylgjast með steindepils hreiðri í steinhleðslu.  Við vorum sendir út í kartöflugeymslu til, að brjóta spírurnar af Kartöflunum. Gullauga fannst mér besta kartaflan.  Við lögðum leið okkar í hlöðuna til að skoða grályddurnar, sem hægt var að finna, ef vel var að gætt. Þær voru gráar með mörgum fótum og litu út eins og beltisdýr. Við tókum nokkrar upp í lóan , en þá hnipruðu þær sig saman, eins og litlir boltar.  Stundum fundum við veik lömb eða kindur , sem verið var að hjúkra, eða venja lömb undir.  Steinunn Eyjólfsdóttir var alver sérstök í að taka á móti lömbunum á vorin.  Steinunn móðir Arnar var orðlögð ffyrir taka á móti lömbunum. Maður fann kærleika dýranna til hennar, eins og þau vissu að þau væru örugg í höndum Steinunnar.  Okkur var bent á að það væri óheilla merki að drepa dordingla. Að slíta væng af flugu, væri eins og einhver risi, sliti af okkur annan handlegginn. Við Örn héldum út í hænsnakofa að skoða hanann, hænurnar og eggin. Gæti verið að eitt af eggjunum væri kannski gullegg, eins og í sögunni um baunagrasið. Við urðum fyrir vonbrigðum og ákváðum að kasta nokkrum í mark á hænsna húsinu.  Þegar gerðir okkar komst upp, talaði Sigurður við okkur, nokkuð brúnaþungur og bað okkur aldrei að gera slík aftur að kasta matnum svona og útata hænsnavegginn. Nú yrðum við að fara og þrífa upp eftir okkur, sem við gerðum. eitt skipti er við vorum búnir að brjóta spírur af nokkrum kartöflum, ákváðum við að hvíla lúnar hendur ffyrir utan kartöflukofan. Fórum við að tala um melgrasið og Örn sagði mér að melgrasið varnaði sandfokinu að eyða landinu. Það væri stutt til sjávar og nóg af sandi á þeirri leið.  Við ákváðum að fara niður að sjó  og kalla  á selinn. Ef til vill sæjum við sel haus. Á leiðinni sneiddum við fram hjá melskúfunum og hólunum, sem sandurinn hafði hent í. Veður var stillt en mikill straumur. Við Örn stóðum efst í fjörunni og byrjuðum að kalla og hóa, eins hátt og við gátum. Viti menn , selhaus skaut upp úr djúpinu,  leit á okkur í nokkrar sekúndur  og kvaddi svo.  Eflaust hefur selurinn hugsað "Þetta eru nú meiru labba kútarnir".  Það var eitt sinn, að verið var að steypa súrheysturn og við beðnir að týna steina í hrúgu, sem átti að not til að drýgja steypuna með. Við byrjuðum vel að tína  nokkra steina en hægðum svo á okkur og settumst og fórum að rabba saman.  Sigurður sá að við vorum ekkert að gera og kom til okkar og gaf okkur gott ráð að lúka starfinu, sem við vorum beðnir að gera. Eftir að verkinu væri lokið gætum við farið að leika okkur.  Ég lét þetta ráð mér að kenningu verða.  Við bjuggum okkur til bíla úr kubbum. Framatennur kinda voru hænurnar. Kjálkabein kinda voru oftast notaðar ,sem kýr og leggir voru oftast sem hestar. Við áttum hvor um sig sveitabæ og land oftast girt . Við áttum fjós og hlöður.  Seinna komu drossíurnar. Drossía var samheiti yfir stóra og  ,eigulega   einkabíla. Við Örn vorum eitt sinn sendir með kaffið  út á engjar. Það var sett gæruskinn á hest, sem var heima við. Kaffi og meðlæti ásamt mjólkur sýru í flöskum ffyrir þyrsta, var sett upp á klárinn. Maturinn var í tveimur pokum með jafn mikið hvoru meginn og vógu salt, fyfir framan Örn ,en mér var líka lyft upp og sat ffyrir aftan Örn. Alt gekk vel. Hesturinn var rólegur, þótt eitthvað glamraði í nestispokunum. Fólkið var glatt að fá nestið og hvíldina. Er allir voru búnir að snæða og drekka heitt kaffið eða kalda sýruna, var allt tekið saman . Við Ör vorum settir upp á hestinn og nú var haldið heim.  Mér fannst að við ættum herða svolítið á hestinum svo hann minnsta kosti færi að brokka. Örn bað mig að setja fæturna í nárann á hestinum, sem ég gerði og viti menn . Hesturinn hlýddi og fór á brokkið. Nú fóru matar ílátin að glamra og klingja hressileg og hesturinn herti á sér, að lokum er við vorum komnir yfir aurana fælist hesturinn og tekur á stökkið. Ég virði Örn alltaf fyrir hvernig hann hélt í tauminn og faxið . Ég hélt í Örn . Við einhvernvegin flugum áfram í áttina að réttinni. Steina hafði séð, til ferða okkar og kom hlaupandi í áttina til okkar. Hún náði takai á taumnum og hesturinn stansaði við það sama. Þetta var  kraftaverk. Hvílíkt hugrekki af Steinu að hlaupa að hræddum  hestinum og grípa í tauminn. Svo teymdi hún hestinn heim og tók okkur ofan af hestinum  og  matarílátin.  Eitt sinn man ég eftir mikill heimþrá . Ég man hvernig ég fór upp á herbergið mitt og grét og grét. Þá kom Steina inn og tók mig upp og huggaði mig. Steinunn var sérstök kona. Svona voru öll systkinin hvert á sína vísu. Það kemur oft í huga minn hvað ég var blessaður að fá að dveljast sumar langt,  ár eftir ár  í Mýrdalnum hjá þessu góða fólki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3067

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband