23.5.2010 | 20:12
NAGLINN.
Saga þessi birtist í AFTURELDINGU 1963, þá þýdd úr KIRKEKLOKKEN . Ég ætla að endursegja greinina í styttra formi og nýta íslensku þýðunguna.
Hinn ungi bandaríski trúboði Hubert Michell, andvarpaði djúpt. Hann hafði vígt líf sitt því áformi að fara með boðskapinn um Jesúm Krist til Lúbuættflokksins, sem býr í frumskógum eyjarinnar Súmötru. Lúbuættflokkurinn hafði aldrei heyt neitt um fagnaðarerindi Jesú Krist. Nú hafði það fallið í hans hlut að boða þessu frumstæða fólki fagnaðarerindið. Á leiðinni gegnum frumskóginn var Hubert að hugsa um hvernig hann gæti útskírt náðarboðskap Guðs, að Guð væri, Guð kærleikans. Allan daginn hafði trúboðinn þvingað sjálfan sig áfram í hitabeltissvækjunni. Undir kvöld, þegar hann var að höggva sig gegnum slingplöntuflækju , varð honum skyndilega bylt við . Hann heyrði ekki neitt , en fann samt til einkennilega ónotarkendar , sem læsti sig um hann. Hann fann að það var horft á hann og hann var alveg viss um hverjir það væru, því hann var staddur langt inni í Jambi-héraði. Hann leit á burðarmenn sína og sá skelfingar svip þeirra. Hann gaf þeim merki að fylgja fast á eftir sér . Hubert hjó nokkrar slingplöntur og allt í einu voru þeir staddir á opnu svæði. Hann sá nokkra bambuskofa með stráþökum , ekki nokkur sála var sjánleg. Alt var autt og tómt , enginn hlátur, mannamál né barnagrátur. Tómleiki og grafaþögn grúfði yfir öllu. Hubert gekk inn á mitt svæðið, með burðarmennina á hælum sér. Allt í einu stóð höfðingi þorpsins fyrir framan Hubert. Þorpsbúarnir stóðu í kring um höðingja sinn. Fyrir aftan þyrpinguna stóðu konur þeirra og börn með starandi og spyrjandi augu. Höfðinginn horði fast á Hubert með stingandi hvössum augum og hörkulegur á svip. Höfðinginn hafði aldrei séð hvítann mann fyrr hugsaði Hubert og eflaust er hann hræddur. En ég er kominn hingað til að færa honum fréttir, sem mun reka óttann á braut. Aðeins að mér takist að gera honum þetta skiljanlegt. Hubert brosti til höfðingjans til að reyna að róa hann eitthvað. Það gladdi Hubert að sjá höfðingjann slaka á og heilsa að hætti innfæddra. Allir tóku að anda léttara.
Hubert fór fljótt að segja frá ferðalagi sínu gegnum skóginn . Þegar hann fann að hann hafði náð áhuga þeirra , fór hann að segja í hvaða tilgangri hann væri komin til þeirra. Hann sagði þeim frá Jesús Kristi, frelsara hans og þeirra. Hann sagði þeim hvernig Jesús hafði læknað alla , sem til hans komu. Hubert brá upp mynd af því hvernig hann hefði kennt fólkinu, og loks vék hann að því, að Jesús hefði átt grimma og miskunnarlausa óvini er tekið höfðu Jesús til fanga og dæmt til dauða á krossi.
Mennirnir störðu á Hubert með gapandi munna, og konurnar færðu sig nær, til þess að heyra betur þessa athyglisverðu frásögn hvíta mannsins. Að endingu sagði Hubert ." Síðan fóru þeir með Jesúm út fyrir borgina , til þess að krossfesta hann." Allt í einu lét höfðinginn brýrnar síga og varð dymmur á svip. Höfðinginn gaf Hubert merki um að þagna, og svo spurði hann: "þessi kross, sem þú talar um, hvað er það eiginlega? Hubert varð undrandi . Hann hafð gert sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir fólkið að skilja friðþægingarfórn Gus sonar. Hann hafð aldrei gert sér grein fyrir því að þeir hefðu aldrei séð kross. Ég skal búa til kross fyrir ykkur. Hubert bað annan burðarmanninn sinn að fella lítið tré , saga af því greinarnar og færa sér stofninn. Á meðan þessu fór fram, biðu allir í mikilli eftirvæntingu.Hubert sagaði stofninn í tvent og batt tréin saman í kross. Höfðinginn vildi vita hvernig væri hægt að festa mann á svona tré. Hubert lagðist ofan á krossinn , sem lá á jörðinni. Hann horfði upp í blán himininn, um leið og harta hans lyftist í bæn til Guðs . Svo hélt hann áfram: "Þannig lögðu hermennirnir Jesúm á krossinn, og negldu hendur hans og fætur fasta með nöglum á krossinn. " "þannig dó Jesús Kristur á krossinum fyrir mig og fyrir ykkur,já, fyrir hvern einasta mann hér í þorpinu." "Hvað er þetta ,sem þú kallar nagla?" sagði höfðinginn. Hubert vissi ekki sitt rúkandi ráð . Hvernig átti hann að lýsa nagla fyrir einhverjum, sem aldrei hafði séð nagla. Hubert fór að róta í töskunni sinni en án árangurs. Hann reyndi að skýra hvað nagli var fyrir fólkinu , en enginn virtist skilja það. Hann vissi að alt hékk á naglanum. Kærleikur og náð Guðs, þegar Guð sendi eingetinn son sinn til jarðar til að verða nelgdur á krossinn fyrir alla menn . Friðþægingin. Hann varð að hugsa hvernig hann gæti gert þeim þetta skiljanlegt, annars myndi þorpið farast. Hubert sagði höfðingjanum að hann væri þreyttur og svangur. Höfðinginn bauð honum að vera lengur og fá sér að borða og hvílast. Annar burðarmannanna bjó til matinn. Eftir matinn tók Huber upp appelsínudós, helti innihaldi hennar í skál og ættlaði börnunum dósina. Þegar Hubert var að opna dósina heyrði hann að eithvað hringlaði inni í dósinni. Hann leit ofan í dósina og sá nagla á botni dósarinnar. Hvernig naglinn hafði komist ofan í dósina var Huber alveg óskiljanlegt. En hitt var honum alveg ljóst að þarna hafði Guð fundið naglanum stað til þess að verða þýðingar mikill hlekkur í útskýringunni um krossdauða Guðs sonar við framandi menn. Hubert greyp naglann og hljóp til höfðingjsans, sem stóð fyrir utan kofa sinn ásamt nokkrum mönnum sínum. "Sjáið , sjáið!" hrópaði hann ég hef fundið naglann sem mig vantaði." Hubert veifaði naglanum fyrir augum þeirra"Nagli! er þetta nagli"? spurði höfðingin."Já þetta er nagli svaraði annar burðarmannanna honum. Höfðinginn kallaði fólkið til sín, og Hubert veifaði naglanum milli fingranna . Er allir höfðu séð naglann, fór Hubert að sýna fólkinu hvernig hermennirnir hefðu rekið naglann gegnum hendur og fætur frelsarans. Þá rétti höfðinginn framm höndina eins og hann vildi snerta naglann , og Hurbert afhenti honum naglann. Nú fór höfðinginn að þrýsta naglanum niður í lófa sinn. "Naglarnir sem notaðir voru við krossfestinguna voru miklu stærri en þessi nagli, sem höfðingi ykkar heldur á í hendi sinni. "Þá fóru allir að smella tungum í góminn,sem var siður þeirra, er þeir vildu láta undrun sína í ljós. Hubert hélt svo áfram að tala um hvernig Jesús Kristur dó á krossinum fyrir syndir þeirra. Nú hlustuðu allir með enn meiri áhuga enn fyrr. Vegna þess að Jesús elskaði þá svo heitt , þá tók hann það á sig að láta negla miklu stærri nagla enn þennan í gegnum hendur sínar og fætur," sagði Hubert. Nú kallaði höfðinginn upp: Bíddu!" Með það sama reis hann upp með naglann í hendinni og gekk hröðum skrefum að kofa sínum og kom að vörmu spori með stóra körfu. Höfðinginn dró upp 6-7 metra langt slöngu skinn upp úr körfunni ásamt bjarnar og tígrisdýra klóm og leggur fyrir fætur Huberts. Höfðinginn sagði þetta vera hans dýrmætustu gripir , sem hann vildi gefa Jesús , sem þakklætisvott sinn , fyrir það sem Jesús hafði gert fyrir hann. Allir í þorpinu tóku á móti lifandi trú á frelsandi náð Krists. Þegar síðasti þorpsbúinn hafði verið skírður, vildi höfðinginn endilega fara með Hubert í fjórtán daga ferðalag gegnum þennan þykka frumskóg, til þess að fagnaðarerindið næði einnig til annarra ættbálka, sem bjuggu á þessu svæði. Á öllu þessu ferðalagi hélt höfðinginn á naglanum, til þess, í fyllingu tímans , að verða hlekkur í ráðsályktun Guðs, að opna augu margra mannna fyrir kærleika Guðs, sem hann opinberar okkur í dauða sonar síns.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 3067
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.