13.12.2009 | 18:14
SIÐRI BAKKI
Drottinn er góður og sér um sína. Agnar gerði út trilluna sín og gaf heimilinu oft fisk. Þórir Agnarsson færði okkur oft fugl og fisk. Séra ÞÓRHALLUR færði okkur oft hey bagga til mikillar blessunar. Jóhannes kennari lenti í bílslysi, þar sem bíllinn hans eyðilagðist. Jóhannes kennari átti lítið' fjárbú fyrir ofan þjóðveg. Hann átti erfitt að komast til gegninga. Mér fannst alveg sjálfsagt að gefa Jóhannesi hálfan jeppann minn, þar til hann fengi sér nýjan. Jóhannes gaf mér helminginn af hlöðunni sinni og kom reglulega með hey, okkur til mikillar blessunar. Við virkilega reyndum blessanirnar, af að gefa og þiggja, á eigin skinni. Heimilið keypti egg hjá Alfreð og Súsönnu á Syðri Bakka, en þau ráku lítið hænsnabú, sem var rómað fyrir, hve eggin voru góð. Eitt skipti, sem oftar komu gömlu hjónin í heimsókn og sögðust vilja leysa okkur af, svo við hjónin gætum skroppið í bæinn til Akureyrar. Þau voru yndisleg hjón. Ég keypti eitt, sinn 200 eggja útungunarvél frá Reykjavík og lenti í miklu basli við að fá eggin til að klekjast út. Alfreð frétti af þessu og bauðst til að reyna. Ekki stóð á árangri. Brátt áttum við lítið hænsnabú. Heimilið átti nóg af eggjum fyrir sig. Hænsna kjötið var kær komin búbót. Ég fór með egg í Kristjánsbakarí, sem þá var staðsett nálæg sjónum, niðri í bænum á Akureyri. Þeir gáfu okkur oft fullan plastpoka af svokölluðu hestabrauði, sem var dag gamalt brauð. en það frystum við og tókum það svo upp, eins og nýtt. Öll umfram egg brutum við skelina af eggjunum og skildum rauðuna frá hvítunni, í litla plastpoka og frystum svo. Seinna var það þýtt og notað til bakstur. Nú gátum við nýtt okkur matarafganga í hænsnafóður ásamt hænsnafóðri. Hænurnar gengu frjálsar á vorin, sumrin og langt fram á haust. MIKIÐ ER DROTTINN GÓÐUR. HANS ER DÝRÐIN.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð sér um sína
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.