RICHARDSHÚS.

Mér var bent á Hjalteyri, sem væri ákjósanlegur staður fyrir barnastarf. Ég hafði verið eitt sumar, háseti á Agli Skallagrími til sjós. Ég var þá nemandi í Versló, að þéna mér vasa pening fyrir næsta vetur. Egill hafði komið í byrjun vertíðar til Hjalteyrar og tekið þar síldarnót um borð . Seinna komum við með síld til vinnslu til Hjalteyrar. Egill Skallagrímsson var alveg sértakt sjóskip . Það lá svo vel í sjó, Já í hvaða veðri sem var, að mér fannst. Hvort sem það var tómt eða með afla í lest. Þá fannst mér Hjalteyrin vera lítið sveitaþorp. Það var langt um liðið. Fyrirtækið orðið gjaldþrota og bankinn tekið yfir  fyrirtækið. Þannig var búið um hnútanna að bæði bankinn og fyrirtækið yrðu að vera sammála um allar breytingar. Fyrirtækið og bankinn voru búin að vera í pattstöðu lengi. Við Beverly  vorum  í knýjandi þörf að finna aðsetur fyrir börnin , sem við vorum búin að lofa að taka að  okkur, til sumardvalar. Ég leitaðist við að fá Richardshúsið leigt en allt kom fyrir ekki. Allar dyr voru lokaðar.

Um þetta leyti hringdi Ester í mig og tjáði mér að Arthuri, eiginmaður hennar, langaði að koma til Akureyrar og selja nokkur olíuverk. Ég bauð þeim að koma og gista hjá okkur , sem þau gerðu.  Arthur var norskur listmálari og kennari. Arthur hafði brotist til mennta, ungur bóndasonur í Noregi. Hann var þekktur fyrir sín störf. Arthur var ekill  er langaði að fara til Íslands og mála þar og vinna fyrir sér, nokkra tíma á dag,fyrir mat og húsnæði. Hann hafði eignast einlæga trú á Drottinn  á unga aldri. Nú leitaði hann til Fíladelfíu kirkjuna í Reykjavík, sem vísaði honum á starf Esterar í Önundarfirði. Norskir læknar höfðu tjáð Arthur, að hann væri með æxli og ekki vitað hve langan tíma hann ætti. það fór svo vel á með Arthur og Ester að þau giftu sig. Við Beverly höfðum þá ánægju að fá að kynnast þeim báðum í starfi Esterar. Ég fékk leyfi fyrir Arthur að sýna og selja nokkur olíuverk á Akureyri.  Við Beverly fórum  með Ester og Arthur til Hjalteyrar , til að sýna þeim staðinn. Ég man hvað Ester og Arthur urðu hrifinn af staðnum.  Richardshús væri paradís fyrir börn. Næsta dag segir Ester við mig , að ég megi til með að fara aftur og tala við bankastjórann í Landsbankanum og falast eftir Richardshúsi. Ég sagði að ég væri búinn að reyna og reyna án árangurs. Ester bað mig samt að fara einu sinn enn, sem ég og gerði. Jón Sólness tók mér afar vel og sagði að ég fengi að vera í Richardshúsi með barnastarfið fram að jólum, ef bankinn væri ekki enn búinn að yfirtaka fyrirtækið, yrðum við að fara út úr Richardshúsi næstu jól, með alt barnastarfið og skila húsinu. Það hafði ekki verið búið í Richardshúsi langan tíma. Skilmálarnir fyrir húsinu voru þeir að við myndum hita húsið og halda því við. Ef við gerðum stórar lagfæringar á húsinu myndi bankinn taka þátt í þeim kostnaði.  Rétt fyrir jólin yfirtók baninn fyrirtækið og okkur var tjáð að við mættum halda áfram með starfið  á sömu forsemdum, sem við gerðum. Mikið þökkuðum við Drottni fyrir hans náð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Einar!

Fallegt og vel gert.

 Kærar kveðjur til ykkar hjóna.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.12.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband