17.11.2009 | 23:06
HRÍÐARBILUR.
Það var fyrsti veturinn okkar Beverly á Hjalteyri í Richardshúsi. Oft hef ég verið í snjóbil en aldrei í slíkum hríðarbil. Nú skil ég hvernig menn gátu orðið úti og það rétt við bæjardyrnar. Við Beverly höfðum ákveðið að skreppa, eftir hádegið í fallegu vetrarveðri, með börnin, sem dvöldust hjá okkur til Akureyrar . Við gengum upp í barna skólann og fengum far, með rútunni hans Júlíusar (Júlla), í bæinn. Það var eitthvað byrjað að snjóa, þegar við komum til Akureyrar. Mig minnir að við fórum í heimsókn hjá góðum vinum, sem buðu okkur í kaffi og börnunum í mjólk og meðlæti. Tíminn var fljótur að líða hjá góðum vinum. Við náðum rútunni hans Júlla á réttum tíma og nú var virkilega byrjað að snjóa. Júlla sóttist ferðin vel, enda þaulvanur . Rútan hans var lífæð Hjalteyrar á þessum tíma. Júlli sá um allan skóla aksturinn . Á sumrin var hann í fjallaferðum oft sumarlangt. Þegar við komum til Hjalteyrar var farið að rökkva.Er við stigum út úr rútunni, tók snjókoman á móti okkur . Við báðum Jesú að hjálpa okkur að komast heim í Richardshús. Við héldum hvert í annað. Við urðum að ganga frá barnaskólanum niður í Richardshús og klofa snjóóskaflanna á leiðinni . Alltaf var að bæta í . Er við komum að afleggjaranum að Richardshúsi var kominn hríðarbylur og við rétt sáum móta fyrir bílskúrnum . Er við komum að bílskúrnum var kominn blind bylur með norðan garra og ofsaroki. Við vorum öll orðin köld og þreytt að klofa snjóinn , en héldum samt áfram. Allt í einu var sem, tjaldi væri svipt til hliðar, andartak kom stilli logn, nóg til að sjá tröppurnar á Richardshúsi. Hefði Drottinn ekki gripið þarna inn í, hefðum við haldið áfram, framhjá húsinu. Mikið vorum við glöð og þakklát Drottni að hjálpa okkur að komast heim. JÁ DROTTINN SVARAR EINLÆGRI BÆN . HANS ER HEIÐURINN , LOFGJÖRÐIN OG DÝRÐIN.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Frábært frásögn um hjálp Drottins.
Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar.
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.11.2009 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.