1.11.2009 | 19:33
TRIPPIN OKKAR ÞRJÚ.
Mig langaði svo að kaupa tvo tamda hesta, handa börnunum okkar í Richardshúsi. Við áttum þegar:Sandy,Þorbrand, lítið hænsnabú, tvær kanínur,einn hrút og þrjár kindur. Við lásum auglýsingu frá sveitabæ, handan Öxnadalsheiði, efst í Skagafirðinum, er vildi selja tæplega eins árs trippi. Ég hringdi og mér var sagt að ég mætti kaupa trippið, gæti ég tekið það á staðnum. Ég mætti við hrossaréttina með tveimur vinum mínum. Ungur bóndi tjáði mér að ég yrði helst að taka tvö til þrjú trippi, tæplega eins árs gömul, svo þau hefðu samfélag hvert af örðu. Ég trúði þessu og kaupin voru gerð. Kerran sem ég kom með, var of lítil og varð ég að skilja hana eftir. Hvað var nú til ráða, hugsaði ég. Ég var á litlum landrógver jeppa. Ungi bóndinn hoppaði inn í jeppann að aftan og lyftir upp sætunum . Þrír ungir kappar koma með aðra merina og settu upp í jeppann, en hún lagðist á gólfið og lá þar allan tímann. Strákarnir náðu nú í tæplega eins árs fola úr réttinni og stungu honum líka inn í jeppann. Síðan var hurðinni lokað. Folinn stóð allan tímann, þar til við tókum hann út úr jeppanum í Richardshúsi. Folinn steig aldrei á hryssuna , sem lá á gólfinu. Höfuð folans var þétt upp að höfði mínu og náði út í fram rúðu jeppans. Þarna var enginn tími til að hugsa, því það gekk allt svo fljótt fyrir sig. Seinna fórum við Beverly og sóttum yngstu hryssuna og kerruna . Hryssan lá á gólfinu á jeppans alla leiðina heim .
Eins og ég sagði, þá stóð folinn alla leiðina heim, með höfuðið út í framarúðuna. Maður sá undrunar svipinn á mörgum bílstjórum og farþegum þeirra, sem við mættum á leiðinni, þegar það sá þessa skrítnu sjón. Hestshausinn í framrúðu jeppans. Trippin höfðu aldrei komið undir manna hendur fyrr, en samt voru þau svo spök. Folinn sýndi enga reyði , en hann hefði auðveldlega getað bitið mig ylla á andliti og öxl, hefði honum sýnst svo. Hann sýndi mér aldrei neitt, þrátt fyrir það að hann væri ótaminn . Hryssurnar voru alveg eins. Við gátum gengið upp að þeim hvar sem var. Þetta voru falleg trippi. Ljómandi falleg. Við gáfum þeim nöfn. Blesi var með hvíta stjörnu á enninu. Rauðka var öll ljós rauð og Mosa yngri hryssan var öll mósótt. Þau voru alltaf saman. Blesi fyrstur, Rauðka og Mosa síðust. Blesi hafði mikla heimþrá . Ég skildi hann svo vel að vera tekinn út úr stóðinu og fluttur til Hjalteyrar. Líklega hafa trippin verið a táningaraldri. Rauðka og Mósa aðlöguðust mjög fljótt en Blesi átti erfitt, þrátt fyrir að trippin höfðu nóg fóður. Blesi lagði nokkru sinnum af stað með merarnar á eftir sér. Ég náði alltaf Mósu með fötu af hænsna fóðri.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.