2.10.2009 | 09:30
FROSTAVETUR
Frostaveturinn 1865 voru vörur fluttar á sleðum frá Reykjavík til Keflavíkur, eftir firðinum. Hestarnir sem drógu sleðanna, voru á sérstökum brodda skeifum er stungust niður í ísinn, þannig að hestunum skriðnaði ekki fótur.Þessar ferðir voru ævintýraferðir í froststyllunni.
Barnaskólinn Myllubakki í Keflavík stóð á bakkanum. Þaðan var gott útsýni, yfir flóann. Bjöllurnar ómuðu í kyrrðinni og börnin á leið heim . Jói leiddi Gunnu systur sína. Þau mættu Pétri, sem átti heima í næstu götu . Pétur var árinu eldri enn Jói en Gunna var yngst. Þau léku sér oft saman. "Nú væri gaman að prófa nýju skautanna Jói" , sagði Pétur " Það er svo gott veður". " já það væri gaman, en ég verð fyrst að spyrja mömmu". "Gerðu það , sjáumst niðri í fjöru. Þetta verður rosalega gaman" ,sagði Pétur og þaut upp götuna.
Mamma beið eftir börnunum, með heita klatta og mjólkurglös, sem hurfu, eins og dögg fyrir sólu."Mamma" sagði Jói. "Má ég fara niður í fjöru og reyna skautanna mína? Pétur ætlar að reyna sína. Við ætlum að hittast niðri í fjöru." Margrét móðir Jóa leit á son sinn. " Já þú mátt það , ef þú lofar mér að skauta við ströndina." Já mamma ég lofa því" Gunna , sem var að ljúka við annað mjólkurglasið, um leið og hún hlustaði á mömmu og Jóa. " Má ég fara fara með mamma". Margrét hugsaði sig svolítið um, en sagði svo, "ef þú hlýðir Jóa þá máttu fara ,ef Jói ábyrgist þig." "Jói má ég vera með?"Já taktu skautanna okkar, svo af stað."
Pétur beið þeirra neðar í götunni og nú var haldið niður í fjöru. Skautarnir voru lambsleggir með reimum að framan og að aftan . Það gekk vel að festa skautanna . Ísinn var renni sléttur og gagnsær. Það var svo gaman að sjá þangið liðast um í straumnum undir ísnum. Það var eins og að fljúga yfir rennisléttan ísinn." Pétur, ég sá marhnút". "Jói ég sá tvö síli ", sagði Gunna upp með sér. Pétur kom nú fljúgandi yfir ísinn, til systkinanna, með hælsveiflu stöðvaðist hann rétt hjá þeim.
"Jón sérðu stóra borgarísjakann, þarna út á firðinum. Sérðu hvað hann er stór, vá." Förum og skoðum hann". Jói leit á Gunnu, sem stóð rétt hjá honum." Förum þangað Jói og skoðum hann." " Pétur ég lofaði mömmu að fara ekki langt frá ströndinni." "Já en við getum farið svolítið lengra . Ísinn er svo þykkur og þetta verður alt í lagi Jói."OK við förum ekki langt , bara svolítið lengra" Nú var forvitni barnanna vakinn. Athygli þeirra beindist að borgarísjakanum. "Veistu Jói að einn níundi hluti borgarísjakans stendur upp úr sjónum.Sérðu hvað hann er rosalega hár og breiður , alveg eins og stórt fjall." Þarna er stór hellir framan á fjallinu".Pétur ég sé eitthvað hreifast í hellismunnanaum. "Það er lítill húnn, svona líka skjanna hvítur", sagði Gunna." Jói mig langar svo að sjá húninn betur, gerðu það bara í þetta sinn." Jóa langaði líka að sjá húninn betur. Hann var alveg búinn að gleyma, því sem hann lofaði móður sinni. Húnninn sást betur og betur. Hann átti hug barnanna. Pétur hrópaði upp yfir sig af hræðslu. "Snúum við .Ég sé mömmu húnsins." Öll börnin sáu gríðarlega stórann og reyrðan ísbjörn, standa upp fyrir framan húninn og öskra hátt. Það bergmálaði í hellinum drundi í fjallinu. Flýjum í land. Börnin snéru við og nú var tekið til fótanna. Ísbjörninn hafði séð börnin og stökk frá jakanum út á svellið á eftir börnunum, hann var bæði reyður og lang soltinn. Jói og Pétur héldu í sinn hvora hendi Gunnu og hálf drógu hana með sér. Nú var keppt upp á líf og dauða. 'ísbjörninn vann á og minnkaði bilið meir og meir milli sín og barnanna. Jói bað Jesús að bjarga þeim frá ísbirninum. Nú var eininn tími til að vera hræddur, heldur setja alla kraftanna í fæturna og jafnvægið og hlaupa og skauta af lífi og sál.
Nú heyrðist kirkjuklukkunni hringt og litlu síðar bættist barnaskóla bjallan við. Allt var á tjá og tundri í landi. Fólk safnaðist saman í smá hópa, niðri í fjöru. Faðir Péturs kom hlaupandi með frammhlaðninginn sinn, niður í fjöruna og byrjaði að hlaða hann. Hann hafði oft skotið sel eða fugl með byssunni. Hann kom framhlaðningnum vel fyrir á stórum steini og tók miðaði , en fjarlægðin var of mikil . Hann varð að bíða og svitinn perlaði á andliti hans. Hann átti aðeins eitt skot í byssunni og hann yrði að hitt. Hann bað Jesús að hjálpa sér að frelsa börnin frá ísbirninum, sem nálgaðist börnin óðum. Um leið og bjarndýrið reis upp til að kasta sér urrandi, yfir börnin, kvað við rosalegur skot hvellur . Bjarndýrið reis upp í fulla hæð og féll aftur á bak á ísinn, stein dautt. Börnin þutu áfram hrópandi "Pabbi , mamma " þau voru yfir sig hrædd . Feður og mæður, frændur og vinir, komu hlaupandi á móti þeim, út á ísinn. Það voru glaðar fjölskyldur, sem mættu börnunum sínum úti á ísnum. Það var hrópað ferfalt húrra fyrir föður Péturs ,fyrir þetta frábæra skot, sem felldi björninn á ögurstundu. Frá þessari stundu fékk hann viðurnefnið Bjarnarbani.
Eftir kvöldmatinn , þegar Jói og Gunna voru búin að jafn sig, í faðmi foreldra sinna og gera upp brotið loforð við mömmu sína og þakka Jesús fyrir að frelsa þau frá bjarndýrinu, fóru þau með Faðirvorið og sofnuðu værum blundi. Eins fór fyrir Pétri , hann fékk áminningu og fyrirgefningu foreldra sinna. Pétur þakkaði Jesús fyrir, foreldra sína. Pétur var svo stoltur af pabba sínum, að það tók hann langan tíma að sofna, en loks steinsofnaði hann. " ÞAÐ ER GOTT AÐ TREYSTA DROTTNI , ÞVÍ HANN SÉR UM VEL UM SÍNA."
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.