25.8.2009 | 22:09
RAFALLINN
Ári eftir að ég lauk námi og einu ári eftir að við Beverly giftum okkur í Seattle Wahsinton, ákváðum við hjónin að aka yfir Bandaríkin. Við áttum fyrir hálfu farinu með Selfossi fá N.Y. til Reykjavíkur. Fyrir hinum helmingi farmiðans yrðum við að safna á leið okkar þvert yfir Bandaríkin í uppgerðum V.W rúgbrauði , sem okkur var gefið. Drottinn Jesús blessi gefandann. Með því að breyta einni fjöl var hægt að breyta innréttingunni frá litlu eldhúsi í lítið svefnherbergi , í setustofu eða borðstofu. Bíllinn var blár og hvítur, beinskiptur V.W rúgbrauð á góðum dekkjum með A.A.A. merki neðarlega á framrúðunni og einu viðvörunar blisi.
Áður enn við lögðum af stað í ferðina, fengum við meðmælabréf frá Rev. Roy Johnson forstöðumanni okkar í Philadelphiu söfnuðinum á 24.th stræti í Ballard Seattle Washington. Rev. Roy Johnson hafði samband við nokkra forstöðumenn er yrðu á leið okkar og bað þá að taka vel á móti okkur. Þeir tjáðu honum, að um þetta leiti væri fólk þeirra að fara í sumarfríin sín og við mættum ekki búast við mikilli hjálp frá söfnuðunum. Rev. Roy Johnson bað Drottinn að varðveita okkur og mæta þörfum okkar. Við kvöddum þennan mæta mann. Á leið út úr Seattle mættum við vina hóp okkar í morgunmat . Þar var beðið fyrir okkur og við kvödd. Með fullan tank af bensíni lögðum við af stað út úr Seattle í vestur átt til N.Y . Ferðin tók okkur tvo og hálfan mánuð. Við ferðuðumst frá söfnuði til safnaðar. Með meðmælenda bréf til næsta safnaðar. Við höfðum samkomur í hverjum söfnuði. Beverly spilaði á orgel safnaðarins og söng einsöng og ég flutti ræðu og sýndi "slides" af Íslandi og opnaði fyrir spurningar , sem við hjónin svöruðum. Þetta var fyrstaflokks landkynning. Það var mikið spurt og ekki stóð á svörunum. Við buðumst til að hjálpa við að mála, eða vinna í sumarbúðum safnaðanna, þvo upp diska eða vinna í unglingasamkomum. Eftir samkomurnar, sem við tókum þátt í, var tekin fórn fyrir okkur, sem alltaf reyndist vera nóg fyrir bensíni til næsta staðar. Okkur var alstaðar vel tekið , boðið að gista hjá forstöðumönnum safnaðanna. Drottinn sá um okkur og opnaði okkur leið, til að halda ferðinni áfram, þvert yfir Bandaríkin. Á einni samkomunni , þegar fórnin var tekin fyrir okkur, var farið að rökkva . Við áttum um það bil átta tíma akstur fram undan í á hraðbrautinni. Beverly tók eftir að fórnin var töluvert meiri, enn við áttum að venjast. Það fór að rigna um ellefu (23:OO) vifturnar hömuðust á glugganum. Háuljósin og miðstöðin var í fullum gangi. Alt í einu slekkur bíllinn á sér . Ég notaði hraðann , til að ná út á kantinn á hraðbrautinni. ÉG mundi að bíllinn var skráður í A.A.A., sem þýddi, að ég gæti fengið bílinn dreginn að næsta verkstæði. Við Beverly báðum Jesús að hjálpa okkur. Hver myndi þora að stoppa fyrir biluðum bíl á hraðbrautinni og það um há nótt í rigningu ? Eftir að við báðum mundi ég eftir blysinu í bílnum. Ég kveikti á því , tveim metra fyrir aftan bílinn. Við báðum í allri okkar einlægni að einhver hjálpaði okkur. Er blysið var nærri búið, stansaði lítill fólksvagn og ungur maður kom til okkar og spurði hvað hann gæti gert. Við urðum svo glöð og báðum hann að tilkynna "American Auto Association" hvar við værum stödd og senda bíl til að ná í okkur. Mqaðurinn var á leið í heimavist háskólans, þar sem hann var við nám. Hann hringdi í A.A.A. Dráttarbíllinn. Bílstjórinn sem kom var hálf úrillur, því hann hafði verið vakinn upp af værum svefni og kom í annars stað . Ég bað hann að draga bílinn á V.W. verkstæði ,en hann sagðist aðeins skyldugur til að aka okkur á næsta viðgerðar verkstæði, sem svo reyndist vera V.W. verkstæði í Mið Bandaríkjunum. Við vorum fegin og þakklát fyrir að krókur dró okkur að verkstæðisdyrunum. Þarna sváfum við vært í rúgbrauðinu okkar , fyrir utan V.W. verstæðis dyrnar til næsta morguns. Viðgerðarmaðurinn fann strax að rafallinn var útbrunninn og sagði mér að það yrði að setja nýjan rafal í vélina. Hann sagði mér hvað það kostaði , en við áttum ekki fyrir nýjum rafal (dýnamór). Við sáum veitingastaður þarna rétt hjá, sem seldi morgunmat og þangað í pönnukökur, kaffi og bæn til Drottinn að redda viðgerðinni og að við ættum nóg, til að greiða viðgerðina. Við fórum svo aftur á verkstæðið, til að tala við verkstjórann, sem brosti út að eyrum. Hann sagði okkur, að þeir hefðu ekki átt nýjan rafal . Hefðu orðið að gera við gamla rafalinn og setja rafalinn aftur á sinn stað í vélinni. Það kostaði okkur það sem við áttum ,eftir að hafa borðað morgunmatinn. Drottinn svaraði bænum okkar.Við vorum fegin og þakklát er við héldum ferðinni áfram til næsta safnaðar, í næsta ríki. Þar áttum við eina samkomu. Eftir samkomuna, komu eldri hjón til okkar og buðu okkur að koma og dveljast hjá þeim í einn eða tvo daga, sem við þáðum. Þau sögðust vera barnslaus og vildu hlúa að kristniboðum. Þau virkilega hlúðu að okkur. Ég mynnist þess, enn í dag hvað þau voru góð við okkur. Þau fóru með okkur út að borða . Sýndu okkur það helsta í bænum þeirra og snérust í kring um okkur , eins og við værum börnin þeirra. Svo kom tími til að halda áfram ferðinni, sem við gerðum er við kvöddum þessi góðu hjón og þökkuðum þeim fyrir kærleika þeirra. Mér var svo hugleikið að sjá og reyna hvernig Drottinn sér um sína. Við vorum orðin ósköp þreytt á ferðalaginu , en nú endurnýjuð og til í slaginn.Í Pennsylvania á sextíu til sjötíu mílnahraða, með annan gluggann opin, vegna hitans, vorum við að skoða ávísunarblað, aleigu okkar. Ég opna gluggann mín meginn og mikið sog myndast í bílnum. Viti menn sogið grípur þéttingsfast um tékkann í hend okkar og rykkir honum með sér út um gluggann. Sem betur fór var enginn bíll fyrir aftan okkur , því ég hemla og set bílinn í afturá bak gírinn og bakka á fleygi ferð , þar til ég fann að ég átti að stansa. Bev fór út og fann tékkann í runnunum, skammt frá. Þarna skall hurð nær hælum. Við áttum eina samkomu í Pennsylvania og ætluðum síðan að aka í sunnudags umferðinni til LONGISLAND, daginn eftir og hafa samkomu þar kl. sex( 18.OO) um kveldið. Öll kort af New York voru uppseld. Eftir kvöldmatinn bauðst forstöðumaður safnaðarins að skrifa upp lýsingu á hvernig við gætum komist frá safnaðarhúsi hans til Longisland. Það var bara á einum stað, þar sem hann var ekki alveg viss um hvort við ættum að fara til einn afleggjara eð taka næsta afleggjara . Það var eina villan í kortinu en hann mundi ekki nákvæmlega hvar . Við báðum að Drottinn myndi hjálpa okkur að taka réttan afleggjara, þegar að skekkjunni kæmi. Við höfðum alltaf verið stundvís á allar samkomu, sem við tókum þátt í og aldrei missti af neinni. Ég ælta að vona að ég þurfi aldrei að aka aftur inn í New York. Beverly var fyrstaflokks" NAVIGATOR". Við vorum bæði í stöðugri bæn um Drottins hjálp. Okkur hafði verið sagt að fólk hefði tekið rangan afleggjara og villast í borginni í heila viku.Ég hef aldrei séð jafn marga afleggjara á neinum vegi, eins og þarna. Til dæmis á einum stað gat verið fimm- sex afleggjarar upp, niður, til hægri, tveir til vinstri hvor after annan. Það var í slíku dæmi, sem forstöðumaðurinn var ekki viss. Allt í einu vorum við á þessum stað á fullri ferð. Bev sagði HÉR NÆSTI AFLEGGJARI, en ég var ekki nógu fljótur . Ég man hvernig ég svitnaði upp um leið og ég tók næsta afleggjara, sem var við hliðina á þessum, sem ég átti að fara, en hann leiddi okkur í hálfhring. Drottinn á alla dýrðina, því þetta var rétti AFLEGGJARINN. Við fórum yfir nokkrar stór brýr og svo komum við á réttum tíma til Long Island og allt gekk eftir áætlun. Okkur var boðið að dvelja hjá ungum forstöðu hjónum. Hjónin fóru með okkur á peechastað, þar sem við fengum bestu peechur , sem við höfum smakkað. Þau hjálpuðu okkur að græja pappýrannna fyrir bílinn á Selfoss og ganga frá miðunum. Okkur hafði tekist að safna fyrir öðrum miðanum, sem okkur vantaði. Við kvöddum þessi ágætu hjón. Fengum að dveljast einn sólarhring í skipinu, áður enn bílnum var ekið um borð. Stuttu seinna lagði Selfoss úr höfn á leið til Reykjavíkur. Við komum til Reykjavíkur í fögru haustveðri.Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.