20.7.2009 | 22:48
AÐ HÆTTI MELKÍSEDEKS.
"Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í Syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimanna gjört . Hann , sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með Orði máttar síns, Hreinsað oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum. Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir." Mér finnst Orðið vera svo kjarnyrt og mergjað mál. Það er unun að lesa það og hugleiða og sjúga merginn úr orðinu, sem nærir manns innri mann. SONURINN ÖLLUM ÆÐRI. "Svo var það og um Krist. Ekki tók hann sér sjálfur þá vegsemd að gjörast æðsti prestur. Hann fékk hana af Guði , er hann sagði við hann" ( Jesús)" þú ert sonur minn í dag hef ég fætt þig. Og á öðrum stað: Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks." Guð faðir hafði fyrirhugað líf sonar síns. Takir þú við Jesú Kristi í dag, þá gengur þú inn í fyrirhugaða áætlun Guðs fyrir þig og þína framtíð.
"ÆÐSTI PRESTUR ÁN SYNDAR. Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur gegnum himnanna, Jesús Guð son, skulum við halda fast við játninguna. Ekki höfum vér þann æðstaprest, er eigi getur séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án sindar."
JESÚS ER PRESTUR NÝS SÁTTMÁLA." Þetta er sáttmálinn sem ég mun gjöra við hús Ísraels, eftir þá daga, segir Drottinn. Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau í hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera lýður minn. Og enginn mun þá kenna landa sínum og enginn bróður sínum og segja "Þekktu Drottinn!" "Allir munu þeir þekkja mig jafnt smáir sem stórir. Því ég mun vera vægur við misgjörðir þeirra og ég mun ekki framar minnast synda þeirra. Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, Þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það, sem er að úreldast og fyrnast, er að því komið að verða að engu."
"Á jarðvistar dögum sínum bar hann fram með sárum kveinstöfum og táraföllum og auðmjúkum andvörpum fyrir þann sem megnaði að frelsa hann frá dauða,og fékk bænherslu vegna guðhræðslu sinnar. Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið. Þegar hann var orðinn fullkominn gjörðist hann öllum þeim , er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis, af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks."
GERIST EKKI HEYRNARSLJÓIR MJÓLKURÞAMBARAR. " Þér hafið gjörst heyrnarsjóir, þó að þér tímans vegna ættuð að ver kennarar, þá hafið þér þess enn á ný þörf, að einhver kenni yður undirstöðuatriði Guðs Orða. Svo er komið fyrir yður , að þér hafið þörf á mjólk en ekki fastri fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins: Afturhvarf frá dauðum verkum, trú á Guð, kenningu um skírn og handayfir lagningu, upprisu dauðra og eilífan dóm" Hverfa frá breytni sem leiðir til dauða.
"FASTA FÆÐAN er fyrir fullorðna , fyrir þá sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu. " "Ef menn eru eitt sinn orðnir upplýstir og hafa smakkað hina himnesku gjöf. Fengið hlutdeild í Heilögum anda og reynt Guðs góða Orð og kraft komandi aldar og falla frá. " Syndga á móti Heilögum Anda. " Þá er ógerlegt að endurnýja þá til afturhvarfs. Þeir eru að krossfesta Guðsson að nýju og smána hann." Guð varðveiti okkur frá því að syndga móti HEILÖGUM ANDA.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.