19.7.2009 | 01:29
AÐ HAUSTI
Heimilið i RICHARDSHÚSI var kjötlaust. Heimilið átti tvær fimmhundruð lítra frystikistur í búrinu. Önnur fyrir fisk, en hin fyrir kjöt. Ég fór til vinar míns og nágranna, Benna bónda. ÞAÐ ER MIKILL AUÐUR AÐ EIGA GÓÐA VINI. Benni tók mér vel að venju . Ég spurði hvort hann vildi selja heimilinu naut, því nú væri heimilið kjötlaust. Ég myndi greiða, rétt fyrir jólin. Benni valdi tveggja ára naut og skilaði því, eins og um var samið'. Við Beverly gengum svo frá kjötinu í frystikistuna. kjötið var skorið, sneitt eða hakkað. Þegar jólin fóru að nálgast, fór ég að tala meira við Drottinn Jesús að okkur vantaði fjármuni, til að greiða kjötið. Það stæði og félli, með vitnisburði mínum og því trausti, sem Benni hafði sýnt mér. Rétt fyrir jólin, barst heimilinu ábyrgðarbréf frá Vestmannaeyjum. Það var ávísun, sem nægði til að greiða KJÖTIÐ. Guð er yndislega góður. Hann á DÝRÐINA. Ég heimsótti Vestmannaeyjar seinna og spurði Halldór, sem var öldungur í Betelsöfnuðinum, hvernig söfnuðurinn vissi um þörf okkar á Hjalteyri og upphæðina? Hann sagðist hafa verið vakinn um nótt og sagt að það þyrfti að taka fórn fyrir barnaheimilinu á Hjalteyri. Hann lét söfnuðinn vita. Fórnin var tekin og ávísunin send í ábyrðarpósti. Hilmar var gjaldkeri safnaðarins, sem gekk frá tékkanum og undirritaði hann og sendi. Kærar þakkir fyrir fórn ykkar, sem kom í tæka tíð. Guð blessi ykkur góðverk ykkar, sem marg blessaði barnaheimilið.
Leitaðu og finndu í Nýja Testamentinu þínu, þar sem Drottinn talar um að hann notar engla og þjónustubundna anda til að hjálpa þeim , sem Jesús á og eru í þjónustu Hans . Fyrir alla muni gerðu ekki grín, af Guði eða Guðs Orði, því að það er lifandi og lætur ekki að sér hæða. Opnaðu heldur þinn innri mann og taktu á móti Orði Drottins, sem mun blessa þig á bak og fyrir. Þakka þér Drottinn fyrir vermd þína, fyrir að leiða mig réttan veg , láta mig ekki verða til skammar, hjálpa mér í þrengingum, mæta þörfum mínum, leyfa mér að starfa fyrir þig, leggja mér orð í munn, þegar ég tala um þig , opna orðið fyrir mér og hjálpaðu mér að líkjast þér. Hjálpaðu mér að iðrast þegar mér verður á og biðja þig Jesús og þann, sem ég hef brotið á að fyrirgefa mér. Þakka þér fyrir frið þinn og frelsi. Þín er Dýrðin um aldir alda.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður og sæll Einar!
Falleg saga sem vitnar um máttarverk Drottins okkar!
Kær kveðja til ykkar hjóna
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.7.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.