16.7.2009 | 23:21
TIL HELJAR
Mér þótti ákaflega vænt um báða albræðir mína , sem ég ólst upp með . Halldór var okkar elstur menntaður , efnaverkfræðingur . Hann var bæði fimur, sterkur og góðhjartaður . Hann vildi öllum gott gera. Þegar ég gekk í Grænuborg (Ísaksskóla), var ég lagður í einelti. Ég var rengla, lítið metinn oft veikur, framan af, en þrár með afbrigðum. Eftir að foreldrar mínir skildu , leit ég enn meir upp til Halldórs, sem foringja heimilisins. Ég sagði Halldóri frá eineltinu . Næsta dag kom hann með mér í skólann . Ég benti á sökudólginn , sem reyndi að smeygja sér undan. Halldór tók svo hressilega í drenginn, að ég fór að vorkenna honum og bað Halldór að hætta, nú væri nóg komið. Halldór snéri sér við og hristi mig svolítið, fyrir að taka upp hanskann fyrir hrekkjusvínið. Eftir það var ég kallaður Dóa bróðir, það hélt í gegnum allan Barna skólann. Halldór var í íþróttum. Skíðum, sundi , fótbolta. Tók flesta í sjómann. Í mínum augum var hann engu minni enn súpermann eða Tarsan. Mér fannst allt leika í höndunum á Halldóri og hann var líka bróðir minn. Eitt sinn fórum við saman upp á bílskúr og Halldór sagði mér að hoppa niður á grasið, sem var um það bil þrír metrar. Ég þorði ekki, enn hann hoppaði og fótbraut sig. Ekki kveinkaði hann sér né grét . Tíminn leið . Við kynntumst víninu. Halldór lauk öllu námi á Íslandi, fékk styrk til U.S.A. líkaði ekki og fór til Þýskalands, þar sem hann lauk námi, með mjög góðum árangri. Ég var alltaf hálf hræddur við vínið og hætti, þegar nefið dofnaði, en Halldór gat drukkið flesta undir borðið. Hann hafði mjög gaman af að skemmta sér, var skemmtilegur og mjög félagslyndur. Vínandinn er slunginn andi, sem oft kallast Bakkus. Bakkus er þolinmóður og heltekur, um það bil einn þriðja þeirra, sem smakka á honum í fyrsta sinn. Hina , sem þora að glíma við hann, tekur hann á hælbragði. Bakkus er andi, sem smýgur inn í persónuna og yfirtekur anda (hjarta)og sál mótherjans, bindur hann og hlekkjar við sig. Að'eins Jesús getur frelsað og brotið þessa hlekki Bakkusar . Gert persónuna frjálsa, gefið nýjan anda og varanlegan frið, eftir að persónan kallar á Jesús og biður um hjálp. Ég var mikið búinn að biðja fyrir Halldóri ,vitna fyrir honum og biðja hann að snúa sér til Drottins Jesús, án sýnilegs árangurs. Kvöld eitt er ég er að leggja mig til svefns, opnast mér sýn. Ég er staddur í helli, þar sem glóandi hraunlækur rennur eftir hellisgólfinu og hverfur inn í kolsvart op. Glóðin af glóandi hraun straumnum lýsti upp hellinn. Ég sé hersingu af litlum staupglösum koma glamrandi og hálf veltandi til mín, eins og ég ætti að taka við þeim. NEI , NEI OG AFTUR EITT NEI, FARIÐ FRÁ MÉR ÉG TEK EKKI VIÐ ÞESSU . Ég rak hersinguna frá mér. Staup glösin veltu, glömruðu og hurfu inn í kolsvarta opið. Hröpuðu þar niður með brothljóðum. Mér fannst þetta kolsvarta op vera hurðarop til HELVÍTIS. Orðið segir okkur að helvíti seðst aldrei, það tekur endalaust við. Næst sá ég skjanna hvíta, næfur þunna, hálfsmetra langa persónu, liggja á glóandi hraunstraumnum. Ég vissi strax, að þetta var Dói bróðir minn, á leið til heljar. Guðs Orð segir að ég má krefjast nánasta skáldfólks míns ,að það frelsist, áður enn það deyr. Ég hafði gert það. Ég hafði krafist Halldórs. Nú bað ég Jesús að frelsa bróður minn. Fæturnir voru komnir inn um hlið heljar. Þá var Halldóri kipp til baka og Orð Drottins kom til mín að sumir eru dregnir út úr eldinum , eins og eldibrandur. Halldór fékk tækifæri að líta inn í helvíti, kalla á Jesús. Náð Jesú Krists frelsaði Halldór. Halldór bjó á hæðinni fyrir ofan mig. Ég reyndi að hringja símanum og hringja dyrabjöllunni hans án árangurs. Næsta morgunn opnaði lögreglan dyrnar hjá Halldóri og við fundum Halldór látinn með bros á vör. ORÐ, sem mér er mjög hugleikið. ALLIR SEM ÁKALLA NAFNIÐ JESÚS, MUNU FRELSAST. Byrjaðu að lesa Jóhannesar Guðspjallið. Vertu ekki áhrifalaus og kraftlaus nafnkristinn . Vertu KRAFTMIKILL KRISTINN MAÐUR, sem þorir að biðja fyrir þjóðinni, mönnum, málefnum og því sem skiptir máli. MUNDU JESÚS Á ALLA DÝRÐINA OG HANN ELSKAR ÞIG OG GAF SIG Í DAUÐAN FYRIR ÞIG. NOTAÐU FRJÁLSA VILJANN ÞINN ,TIL AÐ KJÓSA JESÚS.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Einar.
Takk fyrir frábæran pistill. Bænin virkar.
Megi almáttugur Guð vera með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.