12.7.2009 | 19:48
Stál kveikjarinn.
Ég var vakinn um miðja nótt , þar sem við hjónin sváfum værum blundi í hjónahergerginu í Richardshúsi. það var um jólaleitið. Ég skreið út úr rúmminu á hnéin við rúmmið með lokuð augun. Sjónvarpsskjár opnaðist fyrir hugskotsjónum mínum í fullum litum. Halldór eldri bróðir minn var að ganga upp bratta grösuga fjallhlíð . Á eftir honum gekk bílstjóri , sem ógnar bróður mínum. Ég sá að komist hann upp á fjallið, átti að henda honum fyrir björg. Ég sá hvar sjávar öldurnar veltu sér uppá skerin fyrir neðan þverhnípið. Ég bað Drottinn Jesús að frelsa bróður minn, úr þessum lífsháska og þakkaði Jeús fyrir að bjarga honum. síðan skreið ég upp í rúmið og steinsofnaði.
Mig minnir að það var einu eða tveim árum seinna að ég spurði hann hvað hafði komið fyrir hann þessi jól? Ég sagði honum að ég hefði beðið fyrir honum, sérstaklega á þessum tíma ,þar sem ég var vakinn til að biðja fyrir honum. Halldór varð svolítið skrítinn í framan, er hann hóf sögu sína. Um jólaleitið hafði hann farið til Kanarí eyja. Fengið sér gott hótel. Hann sagði að í blöðin hefðu fjallað um að fólki sem höfðu verið rænd og kastað fyrir björg. Hann hefð nú ekki velt því mikið fyrir sé. Halldór drakk heldur mikið þetta kvöld . Náði sér í leigubíl og sagði bílstjóranum að aka sér upp á tiltekið hótel. Halldór tók eftir því að honum var ekið út úr bænum. Handföngin voru læst. Hann sá annan bíl á eftir þeim. Hann gerði sér grein fyrir hvað stóð til að ræna hann og kasta honum fyrir björg. Hann var nokkuð mikið drukkinn, en allt í einu fær hann hugmynd og framkvæmdi hana um leið . Þegar við bræðurnir vorum byrjaðir að reykja, gaf mamma okkur sinn hvorn stál gas Ronson kveikjaran. Halldór var alltaf með Ronson í vasanum. Hann fór í vasann, tók upp stál Ronsoninn, hélt endanum þétt að höfði bílstjórans og sagði með hörku röddu, aktu mér á hótelið , eða ég hleypi af. Bílstjórinn ók Halldóri til hótelsins gjald frítt.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Hef einmitt heyrt um að fólk hafi verið vakið og farið að biðja fyrir persónum sem þau voru að dreyma um eða hreinlega heyrt Drottinn tala skýrt um fólk sem væri í vanda.
Drottinn er góður.
Guð sér um sína
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.