27.6.2009 | 00:24
DROTTIN JESÚS - AFBRÍÐISAMUR ?
Drottinn Jesús verður afbrýðisamur , setjir þú eitthvað viljandi, eða óviljandi inn í herbergi Hans í hjarta þínu.Þetta fékk ég að reyna.
Ég var í öðrum bekk í Biblíuskólanum í Seattle. Ég var að ganga fram hjá fornverslun . Ég var að leita að frystihólfi til leigu, því ég ætlaði að kaupa TV dinners á sölunni í Safeway og geyma þá í frystiklefanum , sem átti að vera hægt að leigja á hagstæðu verði. Er ég geng fram hjá búð, sem seldi gamla hluti. Mér verður starsýnt á úsaum, mynd af KVÖLDMÁLTÍÐINNI. Myndin var í ramma um það bil einn og hálfur metri á lengd og rúmur hálfur á breidd, í fullum litum. Ég fór inn í búðina og spurði, jú það hafði Hollenskur læknir átt útsauminn, en nú var útsaumurinn, til sölu á vægu verði. Ég starði á, alveg dolfallinn. Ég verð að eignast þetta verk. Ég var búinn að gleyma frystihólfinu og hversvegna ég var þarna staddur. Ég yrði að eignast þetta verk. Ég vann auka vinnu , lánaði peninga og lokum átti ég útsauminn. Ég deildi herbergi í nemendagarði, með öðrum . Ég fékk leyfi til að hengja verkið upp á fátæklegan vegginn. 'I góða hirði Hjálpræðishersins, fann ég tvo litla lampa , sem ég notaði til að lýsa upp útsauminn. Ég bauð vinum mínum að koma inn og líta þetta stórkostlega listaver, að mínum dómi. En allt í einu talaði Jesús við anda minn. "Losaðu þig við útsauminn." Ég spurði hvort ég mætti eiga útsauminn í eitt ár. "NEI" Í einn mánuð. "NEI" En í eina viku. "NEI losaðu þig við útsauminn". Ég fór á sunnudags kvöld samkomu og Drottinn bað mig að gefa forstöðumanninum Roy Johnson, útsauminn að gjöf. Séra Roy Johnson bað mig að gefa konu sinni útsauminn, sem ég gerði næsta morgunn og FRIÐUR DROTTINS KOM TIL MÍN AFTUR. Ég hafði lært mikilvæga legsíðu. Drottinn Jesús á að vera í hásæti veru okkar. Næst kemur fjölskylda okkar og við sjálf rekum lestina. DROTTINN JESÚS Á HEIÐURINN, LOFGERÐINA OG DÝRÐINA.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.