25.6.2009 | 21:43
JESÚS HJÁLPAR OKKUR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM.
'I morgun kirkju Biblíuskólans var skyldumætin kl. átta. Bænastund til kl. níu en þá byrjaði samkoma, sem skólastjórinn stjórnaði ,með aðstoð kennara og nemanda, sem tóku fullan þátt í samkomunni. Þá var það eitt sinn að ritari skólans ávarpaði nemendur og spurði hvort einhver í nemenda hópnum myndi vilja matbúa fyrir unglinga hóp kirkjunnar, komandi laugardag? Persónan sem venjulega eldaði fyrir hópinn ,væri veik. Það var algjör þögn og engin svörun. Mér fannst ég ætti að gera það í trú , svo ég rétti upp höndina. Ég var beðinn að elda fyrir 7O-8O unglinga í unglinga deild kirkjunnar. Ég hafði ekki mikla þekkingu á eldamennsku, en ég þekkti þann ,sem gat búið EITHVAÐ ÚR ENGU.
Á skrifstofu kyrjunar var mér sagt ,að kirkjan hafði opinn reikning í næstu matvörubúð. Ég hafði ákveðið að búa til "spakketti" Unglinga hópurinn ætlaði að borða klukkan sex í unglinga byggingunni handan götunnar. Umræddan laugardag ,var ég mættur klukkan tíu á hnjánum, í eldhúsi kirkjunnar og bað Drottinn Jesú að hjálpa mér. Ég hafði einhverja hugmynd um framkvæmdina. Enga hugmynd um, hvílíkt magn ég yrði að kaupa. Ég fór í matvörubúðina á horninu og bað kaupmanninn að vigta kjöt fyrir mig. Kaupmaðurinn spurði hvað ég vildi kaupa mikið? Ég bað hann að halda áfram að vigta kjötið, þar til ég bæði hann að stoppa. Ég bað Jesús að segja mér, hvenær ég ætti að biðja kaupmanninn að hætta. Þegar ég fann að Heilagur Andi snart mig bað ég kaupmanninn að hætta.Ég setti í kerruna:Makkarónur, pipar, tómatsósu, salt , lauk, haframjöl og sallarý, þangað til ég fann að H.A. snart við mér. Ég þakkaði Drottni fyrir að hjálpa mér að kaupa það , sem ég þurfti fyrir matgerðina. Ég skrifaði allt á reikning kirkjunnar , sem mér hafði verið uppálagt að gera. Er ég kom niður í eldhús kirkjunnar. Þvoði ég mér vel um hendurnar. Mér fannst ég ætti að búa til stóra, þykka flata kjöt köku, metir á kannt, sem ég gerði.Ég stráði piparnum yfir kjöt kökuna, þar til ég fann að ég ætti að hætta. Þannig gerði ég við saltið, hafragrjónin. Ég saxaði niður laukinn, steikti og stráði yfir kökuna. Mér fannst ég ætti að hnoða kjötkökuna saman. Ég hafði fengið tvo stóra potta lánaða. Í annan setti ég mikið af tómatsósu og hrærði kjötkökunni inn í tómatsósuna ásamt fín niðurskornu sellerí. Mér fannst ég ætti að hita sósuna hægt ,en hræra oft í. Ég hálf fyllti hinn pottinn af vatni og setti makkarónurnar í hann. Ég vissi að ég ætti að gera eitthvað, til þess að makkarónurnar festust ekki saman. Ég bað Drottinn Jesú að senda mér einhvern , sem gæti sagt mér hvað ég ætti að gera. Frú Vivian Smith kona ritara Biblíuskólans kom rétt á eftir við, til að sjá hvernig matseldinni miðaði. Hún tók lokið af makkarónu pottinum og hellti dálitlu af matarolíu í plottin, síðan fór hún. Ég þakkaði Drottni og hélt áfram eldamennskunni. Ég spurði Drottin hvenær ég ætti að veiða makkarónurnar upp úr pottinum. Er ég var að tæma pottanna í tilgreindar skálar opnuðust dyrnar og unglingur kom inn í eldhúsið og náði í matinn og fór. Seinna er ég var um það bil að ljúka að hreinsa eldhúsið, kom sami unglingurinn, með afganginn af matnum , sem reyndist vera nóg fyrir mig. Ég þakkaði Drottni fyrir matinn og skilaði pottunum.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrði ég þennan vitnisburð á Lindinni ? Gangi þér vel í skólanum Einar.Gaman að lesa vitnisburð og hvíla sig á "icesave" umræðunni,biðjum frekar um"Godsave" .Guð blessi þig. hordurh@internet.is
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.