21.6.2009 | 12:42
Hugsjón fæðir ævistarf
Á fyrsta árinu mínu í Biblíuskólanum í Seattle var lögð mikil áhersla á að biðja Drottinn að gefa þér hugsjón, svo þú vissir hvaða starf þú hefðir í konungsríki DROTTINS. Ég bað og bað Jesús að gefa mér HUGSJÓN, sem Hann svo gaf mér. Ég fór beint heim til Íslands í sumarfríið, til að hjálpa Rev. Glen Hunt að flytja frá Vestmannaeyjum að Knarranesi. Ég fékk að sofa í gestaherberginu í Betel. Snemma einn morguninn í svefnrofinu, sá ég strönd í morgunhúminu og langt í fjarska svartan klettavegginn, með svörtum sendnum stöndum. Ég gat varla séð hvar ströndin mætti sjónum. Þarna ríkti algjör kyrrð. Á ströndinni var röð eftir röð, af fólki eins langt og augað eygði í sparifötunum . Fólk á öllum aldri, allir gengu aftur á bak út í hafið, sumir í ökkla, sumir í hné og aðrir hurfu í sjóinn. Ég spurði hvernig væri hægt að bjarga fólkinu. Þá sá ég stóran sterkan framhandlegg, sem hélt á logandi blysi yfir einni röðinni, sem færðist hægt og rólega aftur á bak undir ljóshringinn. Ég sá persónu líta upp í ljóshringinn. Þá sá ég annan, eins stóran og sterkan fram handlegg er kippti persónunni út úr röðinni. Þá vaknaði ég. Rev. Glenn Hunt flutti frá Vestmannaeyjum að Knarranesi á Vatnsleysuströnd 'Eg fór í Biblíu skólann eftir sumarfríið. DROTTINN SVARAR EINLÆGRI BÆN. Með JÁ, NEI EÐA BÍDDU. Það tekur stundum á þolinmæðina að bíða, en vel þess virði. NEI . Þú veist ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Treystu NEINU. Drottinn veit að það er ekki þér í hag. Það kemur í ljós seinna. Þá þakkar þú Drottni af heilum huga fyrir NEIIÐ. DÝRÐIN ER DROTTINS.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.