20.6.2009 | 19:38
ENGILLINN.
Eftir kvöldmatinn í Richardshúsi höfðum við oftast húslestur. Ég las orð eða kafla úr Biblíunni og lagði út frá því, oft með vitnisburði. Síðan báðum við öll saman, stutta bæn í Jesú nafni. Á einni slíkri stundu, fannst mér ég ætti að líta til dyranna , sem ég gerði . Í dyragættinni stóð persóna hulin skæru ljósi. Ég trúi því að þetta hafi verið engill. Ég var fljótur að loka augunum aftur. Fyrir mér var þessi engils sýn , staðfesting á að Drottinn var með okkur í starfinu. Drottinn segir ,að hann sendir út engla sína til að hjálpa þeim ,sem honum þjóna og lætur okkur aldrei til skammar verða. Það var svo mikill friður yfir Richardshúsi. Öllum leið vel í húsinu. Það sögðu okkur eldri kristniboðs hjón, er dvöldust hjá okkur og hvíldu sig í gestaherbergi Richardshúss, beint út af stofunni. Þau höfðu séð engil í stofunni og það hafi stafað mikill friður frá englinum. Á morgnanna , eftir morgun matinn,settist Beverly oft við Orgelið, eða spilaði á harmonikkuna og við sungum Drottni lof. Það voru yndislegar stundir. Drottinn var vissulega og áþreifanlega með okkur. Það segir okkur líka í Orðinu ,að við eigum ekki í baráttu við hold og blóð , heldur andaverur vonskunnar í himingeyminum.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.