FYRSTU JÓLIN Á HJALTEYRI.

Nú leið fram að fyrstu jólunum. Sumarstarfinu var lokið. Öll nema tvö börn farin til síns heima. Það leit út fyrir , að við yrðum að flytja út úr Richardshúsi, vegna þess að bankinn hafði enn ekki tekið yfir fyrirtækið. Ég heyrði raddir segja að það væri engin von að bankinn tæki yfir fyrirtækið , því það hafði  oft verið reynt áður , en aldrei tekist.  Hvers vegna núna? Við báðum mikið og Drottinn svaraði bæn. Rétt fyrir jólin tók bankinn yfir fyrirtækið  og  við  fengum að vera áfram. 1) Leigu frítt., 2) Við hituðum húsið og héldum því við.,3) Landsbankinn endurgreiddi allan stóra kostnaðinn.,4) Við mættum vera eins lengi og við vildum, meðan Landsbankinn ætti húsið. Við þökkuðum bankanum og Guði fyrir og báðum Jesú að blessa Landsbankann og hjálpa fyrirtækinu. Ég held að allt hafi leysts farsælega milli bankans og fyrirtækisins. Aðstan var alveg sérstök fyrir börn. Hjalteyri var snjóakista á vetrum. Brekkurnar fylltust af snjó. Við renndum okkur á harðfenninu niður brekkurnar, langt út á frosinn pollinn fyrir neðan. Á vorin fórum við í göngu túra kringum pollinn og grilluðum pylsur í fjörunni. Veiddum fisk á tanganum. Söfnuðum skeljum, kuðungum og steinum fyrir vetrar föndrið. Héldum við girðingunni  og klipptum runnana. Tíndum eggin í hænsnabúinu og gáfum dýrunum. Á haustin var oft farið í brekkurnar fyrir ofan Richardshús, sem voru fullar af berjum. Það var hægt að beita börnunum á krækiberja og bláberja lyngið, en síðan fengum við okkur nestið, sem Beverly var búin að koma fyrir í matar töskunni.  Sandy var yndislegt dýr, sem börnin tóku ástfóstri við. Sandy hændist fljótt að börnunum og fylgdi þeim hvert fótmál.  Sandý var svo hrein með sig að hún var frjáls innan húss, eins og börnin. Kötturinn okkar Þorbrandur var bláeygur, grá bröndóttur og óvenjulega stór veiði köttur. Hann var , kaldlindur, einfari, sem helst vildi aldrei koma inn í hús og enginn mátti klappa. Hann lagðist oft út, en kom einstöku sinnum heim. Þá sá hann um allan músagang og færði okkur bæði mýs og smáfugla upp á tröppurnar.  Við höfðum komið upp litlum kofa fyrir hann. Síðasta sinnið, sem ég sá  Þorbrand var í byrjun vetrar. Hann var allur kafloðinn. Augun voru villt og veiðihárin löng. Hann var orðinn að villiketti.  Það var eins og hann væri að kveðja mig. Ég sá hann aldrei framar. Löngu seinna heyrði ég, að einhver hefði skotið stóran gráan kött fyrir ref, sem var að þvælast í hlöðu eigandans um hávetur.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband