DRAUMSÝN

 Einn af æsku vinum mínum , sem ég hef þekkt í gegnum árin var skorinn upp, vegna krabba í höfði. Ég fann hjá mér, að ég ætti að fara og heimsækja hann á spítalann, sem ég gerði .  Ég fékk að biðja fyrir vini mínum. Eftir bænina, þakkaði hann mér fyrir og ég hélt heim. Næsta dag heimsótti ég hann aftur. Vinur minn var í einsmanns vel búnu herbergi. Honum var ekki hugað líf. Hann tók vel á móti mér og við áttum gott samtal. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum. Ég ræddi mikið við hann að taka á móti Jesú og eignast lifandi trú. 

Snemma morguns í dagrenningu fannst mér ég sitja við tjörnina, á sólríkum og fallegum degi í logni á hlýjum  vordegi í Reykjavík.  Ég sat nálægt Iðnó ,við brún tjarnarinnar. Ég sat þar einn og virti fyrir mér fugla lífið á tjörninni. Fyrir aftan mig voru runnar, en framan mig, lá tjörnin í um það bil þriggja metra fjarlægð.Þá sá ég hvar hver andarsteggurinn af öðrum hoppar upp úr tjörninni og kom vaggandi í áttina til mín. Anda steggirnir stoppuðu í um það bil  tveggja metra fjarlægð frá mér. Þá sé ég hvar ungur steggur hoppar út úr hópnum í áttina til mín. Hann var allur bundin með böndum. Bæði vængir og fætur voru reyrðir. HANN GAT HVORKI FLOGIÐ NÉ GENGIÐ. Hann gat aðeins hoppað með veikburða hoppum. Ég kenndi virkilega í brjósti um stegginn. Ég vonaði að ég styggði ekki stegginn um leið og ég náði í vasahnífinn minn til að skera böndin af steggnum og leysa hann.Steggurinn hoppaði hægt og rólega til mín. Ég beygði mig niður og skar á eitt eða tvö bönd, en þá víkur steggurinn frá mér og ég sé hvar böndin rakana og steggurinn er allt í einu orðin frjáls. Steggurinn þenur út vængina , lyftir sér léttilega upp og hverfur  yfir runnana,  aftan mig . Ég man hve ég gladdist mikið, þegar ég sá þennan fallega fugl reisa sig upp og taka flugið . Næst þegar ég heimsótti vin minn á spítalann, sagði ég honum frá draumsýninni ,sem virtist gleðja hann. Stuttu seinna talaði ég við hann í farsímanum , þar sem hann kvaddi mig og bað mér og öllu mínu fólki blessunar. Skömmu síðar var hann allur. Farðu heill vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband