24.5.2009 | 18:35
FRYSTIKISTAN
500 l. Frystikista var tóm í Richardshúsi. Ég var með tvær 500 l frystikistur fyrir heimilið, önnur fyrir fisk, en hin fyrir kjöt. Ég man þegar ég stóð hjá frystikistunni. Mig minnir að það hafa verið um haustið eð komið fram á vetur. Ég var að tala við Drottinn ,að okkur vantaði fisk fyrir heimilið á Hjalteyri. Á þeim tíma hjálpaði Drottinn mér ,að fá um það bil helminginn af framfærslu peningum heimilisins. Ég hafði beðið Drottinn að hjálpa mér að koma upp góðu búri í kjallara Richardshús . Drottinn gaf okkur. Kívanis menn á Akureyri gáfu efnið fyrir búrið , nýtt eldhús og matsalinn. Guð er góður. Veitingahús á Akureyru gaf heimilinu steikarpönnuna sína, er varð okkur til mikillar blessunar. Frímann Ásmundsson smiður og gönguskíðamaður frá Skagafirði smíðaði úr viðnum og við fengum miklu betri aðstöðu enn við höfðum áður haft. Benjamín Þórðarson frá Stykkishólmi lagði mikla vinnu í koma vatninu í lag , fýrnum og öllu kerfinu . Gamli brennarinn og hitatankurinn voru ónýt og úr sér genginn , allt hriplegt. Benjamín vann þá í Hafnafirði við bátasmíði. Ég spurði Benjamín hvort hann gæti hjálpað okkur hann fékk leyfi hjá verkstjóra sínum til að hjálpa okkur. það var svo mikil upplyfting að fá þetta góða fólk í heimsókn, Benjamín og Bergþóru konu hans. Ásgrímur og Lauga kona hans, komu frá Siglufirði voru góðir gestir, er lögðu hönd á plóginn . Ási hjálpaði mér að einangra loftið og tvö-falda glugga og ýmislegt fleira. Margir lögðu hönd á plóginn og hjálpuðu við að endurnýja leiðslur frá húsi niður í rotþróna . Eitt sinn kom Aðalsteinn og Rósa dóttir hans ,með þennan líka fína saltfisk frá Vopnafirði. þorir Agnarsson og faðir hans gáfu okkur oft fisk og fugl. Vörður Traustason og frú gáfu heimilinu eitt sinn, þvotta vélina sína, þegar þau fóru til Noregs um tíma. Jóhannes frá Dalvík góður vinur okkar færði heimilinu fisk. Kvenfélögin, Kivanis, Lions og svo margir og margir hjálpuðu heimilinu,Alfreð og Súsanna, Jóhannes og Berta, Benni á Bakka gaf heimilinu ábressti , þegar kýrnar voru búnar að bera og óhætt var nýta þær. Páll Lútersson kom oft við á söluferðum sínum. Hann hjálpaði okkur að fá vel með farin húsgögn fyrir stofuna í Richardshúsi,ser urðu heimilinu til ómældrar blessunar. Torfhildur og Þrúða , Ragnheiður, Eyvor , Magnea og vinirnir frá Fíladelfíusöfnuðurinn á Akureyri .Gunnar Þorsteins og Einar bróðir hans gáfu heimilinu málinu, flísar, veggfóður . Guðni og Sigmundur Einarssynir hjálpuðu að mála , flísaleggja og hjálpa . Níls og Elín,Gunna Magga, Páll Axelsson og Þorsteinn Hinriksson gistu hjá okkur tvær nætur og sögðu okkur frá ferðum sínum, útbreiðslu og boðun Orðsins. Það gistu kristniboðar hjá okkur frá Noregi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Hollandi og Ástralíu. Það gistu hjá okkur eldri hjón, ser voru að enda starf sitt í Afríku. það var yndislegt að hafa líka vini úr söfnuðunum . Eg man sérstaklega eftir ungum norskum, kristniboðs hjónum. Nýkomin frá Afríku. Þau stefndu á að verða forstöðuhjón í Noregi. Það komu eitt sinn til okkar Amerískir kristniboðar á leið til Afríku. Nils Leksen og konan hans. Þau komu á stað heimili fyrir heimilislaus börn og skóla. Önnur hjón sænsk Lars Lornér og frú dvöldust hjá okkur í viku á leið sinni vestur um haf, en þau komu upp miklu starfi í Talandi. Sænska ríkið styrkti barnaheimili og skóla , er Lars og María Lorneer ,komu af stað og ráku.Eitt sinn eftir landsmót á Akureyri buðum við þeim ,er vildu að koma til okkar á Hjalteyri í viku námskeið. Það komu 5O manns, er við Beverly hýstum. Það var tekin ein fórn fyrir nýlenduvörum yfir þennan tíma. Kennarinn var ungur háskóla (University) skólastjóri frá Kanada, ser vann gott starf með bandarískum háskóla(University). Samstarf lútersku og hvítasunnu kirkjunnar var grunnur beggja háskólanna. Þessi ungi maður kenndi átta tíma á dag, Orð Guðs í viku . Frænka Beverly hafði unnið mest allt sitt líf , sem kristniboði í suður Afríku á vegum Hvítasunnukirkjunnar í Bandaríkjunum.Hún hefði svo gjarnan viljað fá Beverly til Suður Afríku, en Drottin Jesús gaf mér Beverly . Þegar ég hugsa um öll þessi ár, er Beverly mín hefur staðið með mér og stjórnað heimilinu í Richardshúsi ,við mismunandi aðstæður, verð ég klökkur og þakka Drottni fyrir þetta gríðalega mikla starf, ser hún hefur unnið og er að vinna. Margt af þessu, er ég hef ritað hafði ekki, enn skeð, þar sem ég stóð við tóma fiski frystikistuna og bað Drottinn um fisk. Beverly kallaði til mín að hlusta á fréttirnar í útvarpinu. Það væri verið að gefa fiskkassa á Húsavikurhöfn. Allir sem vildu gætu komið og fengið, eins mikinn fisk og þeir gætu borið, meðan byrgðir entust. Eyskipafélagið sá um flutninga á freðfisk til Rússlands. Skipið lenti í smá slysi á Siglufirði . Það hafði rekist utan í bryggjuna og fengið smá rifu á byrðinginn. Það uppgötvaðist ekki strags. Það var ákveðið að stoppa við á Húsavík og skipa upp, því er sjór hafði komist, í frystigeymslu skipsins. Drottinn vissi þetta alt áður, enn ég bað um fiskinn í frystikistuna.Drottinn er yndislegur. Beverly nestaði mig út og ég lagði af stað eftir hádegið , á jeppanum með kerruna. Þegar ég kom niður á Húsavíkurhöfn var þar stafli af kössum fullum af freðfiski. Ég fyllti kerruna, eins og ég gat í hana troðið. Lagði sætin niður í Jeppanum og hlóð hann, eins og ég gat í hann kom, bæði aftan í og í framasætið farþega megin . Það sá varla á kassa staflanum, sem Eimskip skildi eftir á bryggjunni í Húsavík. Kærar þakkir fyrir fiskinn Eimskip. Ferðin gekk vel heim. Ég fyllti frystikistuna , en þá var mikið eftir í bílnum. 'Eg fékk að geyma restina í frystihúsi í næsta byggðarlagi. Þessi fiskur entist og entist. Svona er Drottinn Góður. Jesús hefur þúsund leiðir til að svara einni bæn. Hans er Dýrðin. Ég hvet þig til að beygja höfuð þitt og gefa JESÚS lífið þitt. Segðu eftir mér "Kæri Jesús fyrirgefðu mér , það er ég hef gert þér og öðrum rangt . Ég trúi að þú sért eingetin sonur Guðs. Komdu inn í lífið mitt og leyfðu mér að þjóna þér." ÞÁ EIGNAST ÞÚ FRIÐ OG LIFANDI TRÚ."
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.