20.5.2009 | 22:37
ÖRNINN
Bóndi nokkur ,ásamt nokkrum vinum sínum var í fjallgöngu fyrir ofan sveita býlið. Á leiðinni upp fjalliðheyra þeir skothvell ,sem glumdi og bergmálaði milli fjalla toppanna. Bóndinn og vinir hans stöldruðu við og litu í kringum sig ,eftir þeim sem skaut. Þá sjá þeir að á klett, ekki langt frá þeim, stórt og mikið arnarhreiður. Í hreiðrinu lá örn á eggjum. Þeim fannst það skrítið að örninn hreifir sig ekki úr hreiðrinu , þrátt fyrir að þeir stæðu skammt fyrir ofan hreiðrið. Í sjónaukanum sjá þeir að erninum blæddi og höfuð þess féll niður á bringuna. Sonur bóndans seig í böndum, sem hópurinn var með og kemst niður að arnarhreiðrinu. Örninn hafði verið skotinn banaskoti en undir erninum lá egg, sem enn var volgt. Sonur bóndans vefur klút utan um eggið og stakk inn á sig, renndi upp úlpunni . Hópurinn hífði drenginn upp og síðan var haldið heim á leið. Það bar svo vel til, að ein af hænum bóndans lá á eggjum. Bóndinn lagði arnar eggið undir hænuna, sem ungaði út öllum eggjunum . Allir hænu ungarnir ásamt mömmu sinni kröfsuðu í jörðina og týndu maðka og skordýr ,sem skriðu á jörðinni . Arnarunginn hélt sig vera hænu ungi, því að fóstur mamma hans var hæna. Mánuðirnir liðu og arnar unginn var orðinn hærri, enn hænan. Vængirnir urðu stærri og þyngri, MIKIL BYRÐI AÐ BERA. það var orðið erfitt að kroppa og krafsa í jörðina. Tveir ernir settust á klettasyllu hátt yfir býlinu og litu á arnarungann , sem krafsaði og kroppaði , eins og hæna. Ernirnir kölluðu á unga örninn, sem leit upp um leið og hann sá ernina svífa niðrað býlinu og setjast á hænsnahúsið. Ernirnir kölluðu á unga örninn. " lyftu upp vængjunum, hoppaðu upp og taktu flugið. Þú ert ekki hæna. ÞÚ ERT ÖRN " Ungi örninn fór að hoppa og breiða út, þessa líka fallegu stóru vængi . Í síðasta hoppinu tók hann flugið. NÚ VISSI HANN HVER HANN VAR.
Hver ert þú ? Hlaðinn þungum byrgðum, ófriði, sorg, þjáningum og ýmsum öðrum birgðum. Þú veist ekki hver þú ert. Í Nýja Testamentinu segir frá því, að Jesús býður okkur að koma með birgðar okkar til sín og hann léttir þeim af okkur og gefur okkur sinn frið . Hann sýnir okkur hvað við erum og hvað við getum orðið , miklu meira ,enn okkur óraði fyrir. Þú ert HETJA í Kristi.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nafni. Þetta er góð saga af erninum.. kv.eb
Einar Björnsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:41
Sæll Einar, mögnuð saga sem ég þekki vel og við höfum gjarnan notað í fjölskyldunni til að skora á hvert annað að sinna nú okkar sanna eðli í Kristi: arnareðlinu, þrátt fyrir margar vísbendingar til hins gagnstæða ;-)
Langar líka til að þakka fyrir mig með krækju á netmyndavél sem sýnir arnarhjón einhverstaðar á Íslandi sitja á hreiðri. Vélin sýnir mynd 5. hverja sek en oft sér maður þennan stórkostlega fugl.
Ragnar Kristján Gestsson, 21.5.2009 kl. 11:13
Sæll og blessaður.
Skemmtileg saga af arnarunganum og samlíkin mjög góð.
"Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar." Matt. 11: 28.-29.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2009 kl. 01:17
Bestu þakkir Einar!
Hittumst við tækifæri í kirkjunni góðu!
Guð blessi ykkur hjón!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.5.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.