18.5.2009 | 20:41
Sprangan
'Eg var í kringjum 14 til 15 ára er ég var sendur til Vestmannaeyja, þar tók frændfólk mitt á móti mér. Kona Gunnars vörubílstjóra var frænka mín , þar fékk ég að búa. Ég fékk vinnu í Ísfélaginu á annarri hæð , við fiskverkunn. Þar voru elstu strákarnir að grípa veiðibjöllur , með því að rétta út fiskstykki kom fuglinn aðsvífandi til að grípa fiskstykkið úr hendi gefandans en gefandinn var sneggri enn fuglinn , greip um fætur veiðibjöllunnar , sem skrækti þessi lifandi ósköp er hún var dreginn inn um gluggann og stundum sleppt inn í salnum með tilheyrandi látum. þetta uppátæki var ekki vel liðið , enda hættu drengirnir þessum stráka pörum. þarna kynntist maður fljótt, frændum og vinum þeirra. Ég leit mest upp til Ástþórs, sem var skátaforinginn á staðnum. Hann var elstur af okkur strákunum. Ástþór átti heima í Laufási. Þrír félagar ætluðu út í Ystaklett og ganga hringinn. Þeir spurðu mig hvort ég vildi fara með. Jú ég var sko til í að fara með. það var ákveðið sí svona að fara daginn eftir, en þá var líka laugardagur, að mig minnir. Einn drengjanna kom með lítinn bát með utanborðsmótor. Við vorum fjórir í bátnum . Þá var ekki almenn þekking á að vera, með björgunarvesti. Það var rennisléttur sjór, þá var ákveðið að fara útfyrir Ystaklett og leggja upp að kletti einum litlum , klæddum þangi, þegar aldan lyfti bát skelinni, átti að hoppa úr bátnum upp á klettinn. Við fórum þrír úr bátnum. Drengurinn sem kom með bátinn , sneri honum og sigldi heim til hafnar í Vestmannaeyjum. Ástþór sagði ,að við yrðum að skríða upp einstigi, utan í berginu, spranga yfir smá gil og klifra upp með keðjunni, þá værum við komnir upp á Ystaklett, yfir það versta. Ég átti að vera í miðjunni. Ég man ekki eftir að ég hafði lent í slíku ævintýri áður. Allt gekk vel , þangað til við komum að spröngunni. Sprangan var kaðall festur uppi á klettinum og hékk niður klettavegginn. Ástþór greyp í sprönguna, tók nokkur skrefa tilhlaup og spyrnti í brúnina á gilinu og sveiflað sér yfir á gjá barminn hinum megin. Þetta var ekki beint gjá , heldur innfallinn renni sléttur flái inn í bergið ofan að og alla leið niður í ólgandi sjóinn. Það var komið að mér að spranga í fyrsta sinn á ævi minni. Ég ætlaði að herma eftir Ástþór, en náði ekki réttri spyrnu, þess vegna hékk ég nú á höndunum í spröngunni , miðja vegu, með gapandi hafið fyrir neðan mig og félag mína, sinn hvoru megina við mig, en hvorugur náði til mín . Ástþór bað mig að vera rólegan og sleppa ekki spröngunni. Þarna hékk ég að mér fannst dágóða stund . Hefði ég farið í sjóinn ,hefði ég farist. Ein hvern veginn tókst Ástþór að koma reipinu af stað og brátt var ég út úr lífshættu. Við fórum hringinn. Yfir í Miðklett, þaðan áfram, engin fyrirstaða. Við skoðuðum nokkrar lundaholur. Útsýnið var alveg stórkostlegt, því veðrið lék við okkur.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.