16.5.2009 | 00:08
NAFNKRISTINN
Hvað er að vera nafnkristinn? Er að vita alt um Krist , jafnvel hafa farið reglulega í kirkju, en hafa aldrei tekið á móti honum né boðið Drottni inn í líf þitt. Þú hefur aldrei beðið Jesús að fylla tómarúmið innra með þér. Ég heyrði þessa smásögu á kristilegri útvarpstöð erlendis, þar sem sögumaðurinn var þekktur krabbameinslæknir. Þessi frægi læknir var að vinna ásamt sínum vinnuhóp(teymi). Hann var að taka æxli úr sjúkling. Sjúklingurinn átti mjög vafasaman bakgrunn og lifði langt frá kristilegum gildum. Nú lá hann við dyr dauðans og "prossesinn" var í fullum gangi. Læknirinn var að tala við sitt fólk um daginn og veginn ,um leið og hann var að vinna. Þau þekktust öll vel og þótti gaman að ræða um menn og málefni. Alt í einu tekur læknirinn eftir að sjúklingurinn er að umla eitthvað. Alt var yfir farið og tékkað en alt var standard og í lagi. Sjúklingurinn fór að tala og segist vera í Helvíti í hræðilegum kvölum. Sjúklingurinn hrópar upp "BIDDU FYRIR MÉR."
læknirinn sagðist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera. Þarna viðurkenndi hann fyrir sjálfum sér að hann sjálfur var aðeins, NAFN KRISTINN. Hann átti nokkra bíla ,fallegt einbýlishús, var flug ríkur og færi í kirkju til að halda uppi félagslegum standard. Hann hafði aldrei ætlað sér neitt meira og hefði aldrei ætlað að taka á móti Jesús , sem sínum eigin persónulega frelsara. Sjúklingurinn hrópaði enn hærra og læknirinn sagðist ætla að biðja fyrir honum, til þess að róa sjúklinginn. Hann segir við sjúklinginum að hafa eftir sér "Kæri Jesús komdu inn í hjarta mitt . Ég trúi á Jesús , eingetinn sonu Guðs. Mikil kyrrð færðist yfir sjúklinginn . Læknirinn og teymið bjargaði manninum. Þessi litla bæn, sem átti að þagga niður í sjúklingnum á ögurstund , varð þess valdandi að læknirinn eignaðist sjálfur lifandi trú og sjúklingurinn eignaðist einnig lifandi trú . Eftir að sjúklingurinn náði sér , varð hann brennandi heitur evengalisti , sem lét ekki af að kynna fólk fyrir Jesús. Hann sagði einnig fólki frá helvíti og þeirri sáru kvöl , sem hann var í. Eina,sem bjargaði honum var nafni JESÚS.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og Blessaður Einar!
Mjög gott að þú sért kominn í hóp bloggara.Við þurfum mann eins og þig!
Guð blessi þig!
Bestu kveðjur til þinnar yndislegu konu.
Kær kveðja Halldóra Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.5.2009 kl. 12:43
Sæll og blessaður
Frábær pistill. Nafnið Jesús, fagra nafnið Jesús, fyrir nafnið Jesú á ég líf í dag.
Gott að fá þig í blogghóp Jesúíta.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.