VARÐVEISLA.

Þrír dekk menn og kokkur á Björg VE 5 , bjuggum í verbúð í Vestmannaeyjum.  Verbúðin var tveggja herbergja kjallara íbúð.  Ég og kokkurinn vorum í öðru herberginu en tveir aðrir í herberginu á móti. Þetta voru ágætis herbergi og ekkert nema gott umþað að segja. Eigandi verbúðarinnar var gamall sjómaður er bjó með konu sinni á fyrstu hæð.  Ég var svo heppinn að kynnast eigandanum.  Þá var vatnsrörið ekki komið ofan af landi og allir urðu að spara vatnið ,eins og mögulegt var. Gamli sjóarinn sýndi mér eitt sinn brunninn , sem var innan húss. Brunnurinn var eitt herbergi í kjallaranum, þar sem öllu regn vatni af þakinu var safnað saman. Hann  sagði mér ýmisegt fróðlegt, frá sjómannsku sinni.

Það var seint um  kvöld eitt, í langri landlegu .  Herbergis félagar í næsta herbergi koma heim drukknir og þrætandi um , hver stakk undan hverjum. Þeir voru farnir að tuskast á með tilsvarandi brölti og hávaða. Ég í heimsku minni , hélt ég að ég gæti stilt til friðar . Ég hef aldrei lent í alvöru slagsmálum og vissi ekkert hvað ég var að gera.  Þar sem herbergi þeirra var opið,  gekk ég inn í það um leið og ég ávarpa þá. Þeir snéru strax bökum saman og færðu sig að dyrunum og gerðu sig líklega, til að ráðast á mig. Nú höfðu þeir  fengið  tækifæri til að berja mig.  Allt í einu gerði ég mér fulla grein fyrir, hvað í vændum var. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við en þá kom sterk hugsun í huga minn og orð í munn minn ,sem ég sagði fram  með mjög ákveðni röddu. " EF  ÞIÐ RÁÐIST Á MIG ,MUN DROTTINN TAKA Í YKKUR" það var eins og við manninn mælt . Báðir sjómennirnir viku til hliðar og ég gekk óskaddaður út. Ég þakkaði Drottni fyrir varðveislu HANS og lofaði Drottni að ég myndi ekki gera slíka vitleysu aftur að freista  þannig Drottins. Næsta dag náði ég  tali af öðrum sjómanninum og spurði hann ,af hverju þeir höfðu ekki ráðist á mig. Hann sagði mér, að sinn hvorum megin við mig, sáu þeir stóra og kraftmikla menn. Ég hafði engan séð, en DROTTINN VERNDAR SÍNA. Hvílík náð það er að tilheyra Jesús   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband