BÆNASVAR

Ég hef verið um það bil 24 ára , sjómaður á dekki Björgu VE 5 í Vestmannaeyjum. Báturinn var sænskur trébátur. Björgin var gott sjóskip. Hún skreið svo vel á laginu í stór öldu. Björgin var lítill blöðrulaga togbátur. Gvendur Eyja var frammúr skarandi skipstjóri. Ég var þakklátur að fá pláss hjá þessum öðlings sjómanni. Í einni landlegunni tók ég á móti KRISTI og eignaðist lifandi trú. Ég hætti að smakka, reykja , blóta, hætti á skröllunum og byrjaði að sækja í kirkjuna Betel,ég var svo glaður og mér leið svo vel, það var svo mikill friður innra með mér.  Margir voru hissa að ég var alnafni Einar J Gíslasonar þá forstöðumanns.   Ég vitnaði stöðugt um þessa stórkostlegu reynslu mína. Ég var endurfæddur ,  ný sköpun og alt var orðið nýtt. Alveg stórkostlegt. Ég hafði fundið  það sem ég hafði verið að leita að í mörg ár.

Um leið og ég steig frá landi um boð í Björgina ,þá kom ég undir lög skipstjórans, sem er lögreglan og dómarinn um borð. Hann hefur einræðisvald. Um borð urðu allir að vera vinir og hjálpa hver öðrum. Þar mátti enginn lenda í illdeilum við annan. Flestir sjómenn hafa vissan orðaforða , sem þeir nota óspart á sjó eða landi. Áhöfnin á Björgu var, eins og vel rekið heimili. Um leið og ég steig frá borði í land var ég  kominn undir landslög.  Nokkrum sjómönnum á Björginni fannst ég hafa gengið of langt í að vitna fyrir þeim. Þeir ákváðu að taka til sinna ráða. Eftir  góðan túr hafði Björgin fengið   sæmilegan  afla og lestin var  hálf  af  vænum fiski meðal annars löngu og þorski. Þegar fiskurinn var veiddur  var gert að honum á dekki,  þveginn og kastað niður í lest, en þar var fiskurinn flokkaður í stíur og ísaður. Þá voru kassarnir ekki komnir til sögunnar. Í löndun voru venjulega fjórir sjómenn, sem gogguðu í hausinn á fisknum og hent upp í stál kassa , sem síðan var hífður upp úr skipinu á vörubíl. Á heima stíminu kemur einn af sjóurunum og tjáir mér að tveir  þeirra, sem áttu að vera með okkur í löndun, yrðu að fara Í PÓSTHÚSIÐ og ná  í tvö- gler áður enn pósthúsinu yrði lokað, þess vegna yrðum við  tveir að landa úr skipinu. Um leið og Björgin snertir bryggjuna hoppa tveir sjómannanna í land og hverfa upp í bæinn. Eftir að skipið var bundið, gerðum við okkur klára til að fara niður í lest, sinn hvorum megin og byrjuðum að landa fisknum úr skipinu í stál kassann. Sjómaðurinn byrjaði með þessum líka látum  og skipið fór að halla á mig. Venjulega verður að landa jafnt úr skipinu, því annars gæti það lagst á hliðina. Sjómaðurinn fer nú að skamma mig og notaði óspart orða forða sjómanna á mig. Ég reyndi alt hvað ég gat, en alt kom fyrir ekki. Ég var alveg alveg búinn að vera, allur löðrandi í svita. Ég stoppaði tók af mér húfuna, leit upp í þilfarið og hrópaði af öllum sálar kröftum, JESÚS HJÁLPAÐU MÉR. Friður fyllti mig og ég byrjaði að gogga í fiskanna og lyfta þeim upp í stálkassann ,eins og það væru appelsínur og epli. Skipið rétti sig af og byrjaði að halla á sjómanninn. Við komum okkur saman um að landa,jafnt upp úr skipinu, sem við gerðum. GUÐS ER DÝRÐIN. Drottinn Jesús svarar einlægri bæn. HANS ER VALDIÐ, MÁTTURINN OG DÝRÐIN.              

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband