5.5.2009 | 14:21
SKERJAGARÐURINN.
Fyrst voru nýju föt keisarans upphugsuð, valin, sniðin, saumuð og stífuð til þess að passa á nýju stjórnina. Margir lögðust á eitt að klæða hana í nýju fötin. Margir stóðu hjá brosandi, en engin þorði að segja neitt , þótt þeir vissu að stjórnin stæði á nærfötunum og þjóðin hafi orðið að punga út miklu fé í þetta frumhlaup. Fyrst af öllu á að steypa íslensku þjóðinni , eins og hún leggur sig ásamt öllu sem henni fylgir beint inn í Evrópubandalagið , þótt vitað sé að ESS samningurinn sé miklu betri.Íslenska þjóðin er nýsloppin úr einokunar bæli Dana. Þótt margt gott mætti líka segja um Dani, þá höfðu íslendingar lengi staðið í sjálfstæðisbaráttu og urðu sjálfstæðir 1944 eftir mikið þóf. Þá viðurkenndu bandaríkjamenn sjálfstæði okkar en DANIR álitu að íslendingar gætu ekki staðið á eigin fótum og kæmu skríðandi til baka. Ég man eftir gleðinni á Þingvöllum, er ég sat á herðum föður míns í grenjandi rigningu. Þar kom saman hópur af fagnandi íslendingum er sungu Öxar við ána og önnur þjóðlög eftir ræðuhöldin. Við skriðum aldrei upp í bælið hjá Dönum og vonandi skríðum við aldrei upp í hengirúm Evrópu Bandalagsins. Íslendingar eru í miklu betri stakk til að takast á við þennan vanda , sem að þjóðinni steðjar. Við eigum vel menntað ,lifandi trúað og gott fólk á öllum aldri . Heitt vatn og rafmagn. Fiskinn í sjónum og fiskirannsóknar skip og fyrsta flokks veiði skip, Bændurnir hafa yfir að ráða fullkomum vélum til heyskapar og gróðurhúsavinnu. Olíu gæti verið að finna? . Við erum miklu betur stödd , nefndu það bara , enn við vorum 1944. Ef það er eitthvað sem okkur vantar er það KJARKUR TIL ÁTAKA OG TRÚ Á FRAMTÍÐINA. Við höfum haft það svo gott að við erum orðin löt, vælin, værukær og höfum gleymt lifandi trú forfeðra okkar , sem margir lyftu Grettistökum . Þetta fólk spurði ekki. Hvað getur þjóðin gefið mér, heldur hvað get ég gefið Þjóð minni. Stöndum upp og tökum til, eftir bruðlið. Við þurfum ekki að þykjast vera eitthvað , sem við ekki erum. Sparnaður með nægjusemi og skinsemi er góður vegur. Tökum til og réttum þjóðarskútuna við áður heldur enn hún hrekur nær skerjagarðinum E.S.B. liðast þar í sundur og sekkur.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.