Richardshus. ÞEGAR VEIÐIHJÓLIÐ FRAUS.

Einu sinni sem oftar fór ég með hóp af börnum niður í fjöru að veiða á tanganum. Við fórum með hjólbörur og veiðistengur með tólf punda spúnum. Þetta var fallegur eftirmiðdags dagur og mikil tilhlökkun í hópnum. Við fórum, sem leið lá út að gamla bílskúrnum, niður brekkurnar og út á tangann. Tanginn skagaði út í sjóinn, með sendnum aflíðandi botni ,út í djúpið . Fram hjá tanganum lá ein af fiskigötunum inn í Eyjafjörð. Það var bæði spennandi  og yndislegt  að standa við sjávarborðið í góðu veðri í miðjum barnahópnum. Stengurnar voru útbúnar með girni á kasthjólum. Stundum vildi það til að saltið festi girnið saman, þá fraus á spólunni í kasthjólinu og girnið hætti að renna út. Einmitt þetta skeði. Ég bað drengina mína, sem stóðu   megin við mig að henda spúnunum langt út í djúpið, því þar væri veiði von, sem þeir gerðu. Eins og fyrr segir fraus hjólið  hjá öðrum drengnum og spúnninn hitti gleraugun mín, sem splundruðust á nefinu á mér. Ég sá svart og féll til jarðar, eins og hefði verið skotinn. Ég féll fram á hendur mínar og kraup í sandinum. Þetta var algjört óvilja verk. Ég byrjaði um leið að ákalla Drottinn í hljóðri bæn um hjálp. Börnin mynduðu hring utan um mig og Stefán Bergur Jónsson steig inn í hringinn , lagði hönd sína á höfuð mér og bað Jesús að lækna pabba. Vinstra augað fór að gráta. Ég fann tvær þunnar glerflögur koma sinn hvoru megin út úr vinstra auganu.Ég stóð upp , þakkaði börnunum og Drottni, svo fórum við aftur að veiða. Gerðum að fisknum og fórum heim með veiðina.Tengda foreldrar mínir voru þá í heimsókn hjá okkur hjónum. Tengdamóðir mín er hjúkrunarkona að mennt. Hún setti dropa af salt upplausn í vinstra augað á mér á klukkutíma fresti alt fram á kvöld. Þar sem við vorum bíl laus, um þetta leiti, fór ég hálfum mánuði síðar til augnlæknis á Akureyri og bað um hans álit á auganu. Hann hvað vinstra augað betra , heldur enn það hægra. Drottinn er góður við sína. HANS ER DÝRÐIN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband