Á FJÖLLUM Í VANDA.

Saga þessi segir frá 17 ára ungum skóla pilti, úr borginni ,sem var svo heppinn að fá sumarvinnu hjá Símanum, við réttingar og lagnir nýrra loftlína úti á landi. Það var tjaldað í dalverpi við lítinn læk á Mýrunum. Öll tjöldin voru svo fest saman að framan. Hvert tjald hafði tvo bedda er stóðu á Guðs grænni jörðinni. Eitt vöruflutningar bretti var milli beddanna í hverju tjaldi. Eldhús tjaldið var miku stærra, með borði og tveimur bekkjum. Það var gengið á línurnar og hver staur var réttur af , eða púkkað með þeim sem voru lausir. Öll verkfæri voru borin á öxlunum. Þarna voru allir vinir og hver hjálpaði öðrum, alt ungir mann í fullu fjöri. Þarna kynntist pilturinn fegurð landsins, hvort sem það var sól í heiði eða grenjandi rigning og hvassviðri. Hvílik fegurð. Gömul lína var rifin og ný lína sett í staðin. Allt var gert með handafli. Dag nokkurn voru tjöldin tekin saman. Allur farangurinn settur á vörubílinn og við fluttum búðirnar til Grundarfjarðar. Þar voru búðirnar settar upp  í dalverpi við lítinn læk. Það var yndislegt að sofna þreyttur á kvöldin við fugla söng og lækjarnið ,þarna úti í Guðs grænni náttúrunni. Hvílík Guðs gjöf að eiga þetta fallega land Ísland.  

Föstudagskvöld eftir vinnu ákvað ungi pilturinn að skreppa að Staðarstað , fá að veiða silung í ósnum á Staðastaðar á og ganga svo yfir fjallgarðinn til Grundafjarðar á sunnudeginum. Á laugardeginum veiddi pilturinn vel í ósnum . Næsta morgunn náði hann í mjólkurbílinn og fékk að vita á hvaða bæ hann fengi  upplýsingar um fjallgönguna. Hundurinn á bænum tók á móti honum með vinarlegu gelti. Bóndinn stóð á hlaðinu og tjáði piltinum að hann ætti að fara upp fjallið vinstra megin við lækjar farveg er varð að gili. þá væri auðvelt fyrir hann að komast niður fjallið, Grundarfjarðar megin. Færi hann hægramegin kæmi hann að klettabelti, sem aðeins færustu menn kæmust niður, sem þekktu fjallið. Það væri nauðsynlegt að halda vel áfram , því veðurstofan spáði þoku eftir hádegið. Pilturinn lagði strax á fjallið og gekk ylla að klifra.  Fjallið leit betur út hægra megin. Þá ákvað hann að fara þar upp.  Þegar upp var komið blasti við stöðuvatn með kvakandi svana hjónum. Pilturinn settist á lyng þúfu og virti fyrir sér, fegurð fjallanna, sem böðuðu sig í sólskini, kyrrð og logni. Pilturinn sá að hann hefði átt að fara, eftir leiðbeiningum bóndans . Úr vatninu streymdi myndarleg á, sem féll  í fallegum fossi fram af bergbrúninni. Það var engin leið að komast yfir ána. Vinstra megin var aflíðandi græn brekka niður fjallið.

Fyrir framan piltinn var klettaveggurinn og engin leið fyrir piltinn að komast þar niður. Það versta var  að þokan var að koma og brátt var stöðuvattnið umvafið þoku . Pilturinn hafði fengið sér sæti rétt hjá bjargbrúninni.  Þokan var um það bil að gleypa hann. Nú voru góð ráð dýr. Pilturinn hugsaði með sér að ekki skaðaði, þó að hann færi upphátt með FAÐIRVORIÐ. Rétt eftir að pilturinn fór með FAÐIRVORIÐ, kom kind með gimbur á eftir sér, út úr þokunni og stingur sér út af klettinum, beint fyrir framan piltinn. Pilturinn stóð strax upp og fylgdi lambinu . Hann steig út af brúninni beint inn á einstigi. Pilturinn fylgdi nú lambærinni niður allt fjallið, niður í dalinn. Pilturinn þakkaði Guði fyrir bæna svarið og kallaði þakkir sínar til kindarinnar og lambsins, sem hurfu sjónum hans. Pilturinn komst heill á húfi til búðanna.       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband