22.4.2009 | 20:59
Ástarsaga
Konungur nokkur ungur og ókvæntur var á heimleið frá heimsveldisstefnu margra landa ,sem hann átti. konungur þessi vissi varla aura sinna tal. Hann var voldugastur allra konunga og réð lífi og dauða þegna sinna.
Á leið sinni gegnum bæinn sér hann blómasölustúlku á götuhorni og varð yfir sig ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Þegar konungurinn kemur heim í höll sína, gat hann ekki gleymt blómasölu stúlkunni. Konungurinn fann til sárrar kvalar. Hvernig gæti hann unnið hug stúlkunnar, sem konungur hennar. Hún myndi ekki geta séð hann fyrir konungsdómnum og öllu sem því fylgdi. Konungurinn tók örlagaríka ákvörðun. Hann afsalaði sér öllum völdum , auði og konungdómi. Já öllu saman. Konungurinn gerðist smiður og fór fótgangandi inn í bæinn með verkfæratöskuna á öxlinni til að kynnast blómasölustúlkunni, er hann elskaði af öllu hjarta.
Þessi litla saga sýnir okkur svolítið brot af kærleika JESÚ KRISTS.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.