30.11.2011 | 11:20
Hús til sölu.
Fil.bréf 4:13." Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir."
D. Sálmur. 51:12 "Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér
nýjan, stöðugan anda. " Umrætt hús var búið að vera á fasteignarmarkaðnum í langan tíma. Enginn vildi skoða það, þrátt fyrir að húsið hafði verið eitt af fegurstu húsum bæjarins á sínum tíma. Ástand húsins: girðingin í kringum húsið var brotin og rétt hékk saman; gróðurhúsið var brotið, gluggalaust og þakið fallið inn. Húsið sjálft var illa málað og allt húsið í mikilli niður níðslu. Veggirnir voru við það að falla inn eða út. Það stóð til að dæma húsið ónýtt. Dag nokkurn, kom maður, sem vildi skoða húsið. Eftir að hafa skoðað húsið, ákvað hann að kaupa. Eigandinn vildi selja að undanskildum einum nagla, sem var í stofu veggnum. Kaupandinn var aldeilis hissa á háttalagi seljandans, en samþykkti það svo. Samningurinn var síðan undirritaður. 'I samningnum stóð svart á hvítu, að seljandinn ætti naglann á miðjum stofu veggnum. 'A einu ári hafði nýja eigandanum tekist að endurreisa húsið, garðinn, gróðurhúsið og grindverkið. Allt var til fyrirmyndar. Húsið var eitt fegursta hús bæjarins. Nýji eigandinn stóð við stofugluggann, glaður og ánægður. Honum var litið út á götuna og sér fyrverandi eiganda koma arkandi með poka á bakinu. Hann opnar hliðið og kemur upp tröppurnar, inn um opnar dyrnar og tekur grá miglaða rollu, upp úr pokanum og hengir hana á naglann í miðjum stofuveggnum. Það var engu tauti við hann komið. Hann átti naglann. Ýldulyktina lagði um allt húsið . Þar kom að eigandi hússins, þoldi ekki lengur við og yfirgaf húsið. Þetta er dæmisaga um persónu, sem vill taka á móti Jesú, en hikar við að leyfa Jesú, að stjórna öllu lífi sínu. Hugleiddu hvort það er eithvað í lífi þínu, sem þú átt eftir að gefa Jesú " NAGLI " sem óvinurinn getur komið og hengt á, ýldulyktandi rollu.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.