24.1.2011 | 19:28
YFIR ÞRÖSKULDINN.
Fyrir um það bil tíu árum ,varð ég fyrir merkilegri reynslu. Á þessum tíma hafði ég og kona mín verið með þátt á Lindinni í nokkurn tíma. Um þessar mundir var ég að kynna mér bækur um kristna trúarleiðtoga . Ég man eftir enskri bók ,sem fjallaði um forstöðumann, sem bjó á annarri hæð í gömlu fjölbýli, sem er ekkert merkilegt. Svalirnar snéru út að steinsteyptri göngubraut. Forstöðumaðurinn hallar sér upp að handriðinu, sem brotnar og hann féll aftur á bak niður á göngubrautina, fyrir neðan svalirnar. Hann var úrskurðaður látinn. Ég man ekki hvað lengi hann lá, áður enn hann lifnaði við. Hann skrifaði um reynslu sína, hvað hann sá og reyndi.
Við Beverly vorum boðin á kvöld fund hjá Lindinni. Eftir fundinn á leiðinni heim, fæ ég mikla verki, frá hálsi niður að mjöðmun . Beverly fór með mig beint upp á bráðavakt Landspítalans. Mér var strax ekið upp á hjartadeild og tengdur. Tekin blóðprufa og sprautaður. Stuttu seinna sofnaði ég. Ég er öllum afar þakklátur, hve fljótt var brugðist við og þá sérstaklega Beverly minn og bænum hennar. Ég veit ekki hvenær ég datt út og fór yfir þröskuldinn, um nóttinna, eða snemma morguns og þá settur á stað með rafmagni. Ég held að þegar ég fór yfir þröskuldinn var ég allt í einu staddur í olíuhreinsunarstöð, sem var óhugnalega sóðaleg. Olían lak á gólfið úr kötlunum. Stöðin var riðguð og gömul og ylla haldið við. Þarna gat hvenær sem er, orðið olíuslys hugsaði ég. Mér fannst olíustöðin vera á Ísafirði, eða einverstaðar þar nálægt. Stuttu seinna komi ég út úr stöðinni, sem mér fannst vera kassalaga með stórri tré hurð. Sólin skein í heiði . Mér fannst olíustöðin mér als óviðkomandi. Ég var á leiðinni upp á Olíufjallið . Upp grónar brekkur, vaxnar fann grænu lág vöxnu grasi. Ég var svo glaður og fullur af innri krafti. Það eignast maður, þegar þú tekur á móti Jesús , sem er friðarprinsinn. Ég samkjaftaði ekki , því ég var í samræðum við hávaxna persónu fyrir aftan mig, sem ég þekkti svo vel, sem var svo náin mér, er stóð skugga megin við mig. Ég trúi því að þessi persóna sé Heilagur andi, sem Jesús gefur hverjum, sem tekur á móti Jesús. eða var það engillinn minn, sem fylgir okkur, allt okkar líf og fer með okkur yfir þröskuldinn, þegar við fáum stöðu hækkunina og erum kölluð heim. Mér fannst ég vera klæddur, eins og vanalega og hugsaði bara ekkert frekar um það. Mér var mátulega heitt. Það ríkti, svo mikill friður þarna og algert logn.
Ég opnaði augun mín og þarna sat Beverly mín með tárvot augun. það var gott að sjá hana aftur. Kæri Jesús minn, kærar þakkir fyrir þessa miklu reynslu. Við getum hvílt í friði í höndum Jesús. Hann sér um okkur hér og þegar við förum yfir þröskuldinn, er kallið kemur. Jesús braut odd dauðans. Við þurfum ekkert að óttast, ef við hvílum í honum. Kæri Jesús komdu inn í hjarta mitt og fyrirgefðu mér brot mín. Ég trúi á þig eingetinn Sonur Guðs.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.