JESÚS HÖND.

Í  Jesú hönd                                                              

skipstjóri heldur,                               

gusa hér                                            

gusa þar.                                           

Brotsjórir                                               

stór lög

berast að.

 

Kompás, astek                                 

út um glugga

fauk.

Brúin sópuð,

skrúfan föst,

keðjan slitin.

Mastrið brotið.

Skipið rekur

veðri, vindum

himnum nær.

 

Bylgjur berja

byrðinginn.

Rokið öskrar

djúpum fossa nið.

Öll von úti er.

 

Hásetar á hnjám.

Drottinn vor

eina von.

Byrðingurinn brotinn.

 

Æðandi alda,

heldur skeið

á faldi.

Kastar dós,

upp í

fjöru sandinn

 

Guð svarar bæn.

Úr greipum hafsins

strauma.

Flakið milli staura,

brostið hjarta.

 

Áhöfn heil.

Lofar sinn Drottinn,

efnir heit.

Jesús þökk sé þér.

           Einar Gíslason, kennari, 25.7.10

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Einar, þetta er fallegt ljóð sem snertir mig. Ég hef verið sjómaður alla tíð og oft orðið vitni að hinum mikla krafti hafsins. Það er góð tilfinning að vita til þess að Jesús Kristur gætir mín, því mannlegur máttur má sín einskis þegar særinn er í miklum ham.

Nafna þínum Einari í Betel kynntist ég vel í gamla daga. Þá var ég ungur og hrokafullur á yfirborðinu, en afskaplega lítill inn í mér. Einar komst undir yfirborðið, hann hlustaði á mig tala stórkarlalega og nota gróf blótsyrði. Hann brosti skilningsríkur og leyfði mér að blása út á meðan hann talaði í hjarta mitt orð Drottins. Það virkaði svo vel, að ég minnkaði blótið til muna, hætti að drekka áfengi og hef fetað veg guðs, stundum af veikum mætti, en alltaf hef ég haldið mig í námunda við Krist.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 3067

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband