22.3.2010 | 18:20
Kristniboðshjónin Mr. og Mrs. KRISTINSEN
Hr. og Frú Kristinsen voru með fyrstu sænsku trúboðunum er fóru frá Svíþjóð til Afríku. Hr. Kristensen var smiður en kona hans var hjúkrunarkona. Drottinn kallaði þau inn í myrkvið Afríku. Þau voru ung og full af lífskrafti er þau komu til Kongó. Þar ríkti þjóðar sorg, því þjóðhöfðingi landsins var látinn. Ungu hjónin báðu um leyfi að mega sjá höfðingjann, þar sem hann lá . Þeim var veittur þessi heiður. Hr. Kristensen gekk upp að hinum látna höfðingja , lagði hönd sína á höfðingjann og bað Drottinn Jesús að gefa höfðingjanum líf. GUÐ SVARAÐI EINLÆGRI BÆN. Höfðinginn reis upp og lifði . Þannig hófst starf ungu hjónanna í Afríku. Á fyrstu samkomunni tók höfðinginn fyrstur trú. Það braust út vakning. Ekki voru allir ánægðir. Galdramennirnir söfnuðu saman hermönnum og eina nótt ætlaði stór hópur af hermönnum seyðmannanna og galdramanna að ráðast á bústað ungu trúboðshjónanna, þeim að óvörum og drepa þau. Er hermanna hópurinn nálgaðist bústaðinn , var bústaðurinn allur uppljómaður og miklu stærri her með alvæpni allt í kringum bústað trúboðshjónanna. Hermenn seyðkarlanna urðu hræddir og reyndu aldrei aftur að ráðast á þau. Hjónin sváfu vært um nóttina og urðu einskis vör. Þessi misheppnaða tilraun seiðkarlanna ,varð landinu til mikillar blessunar, því margir tóku trú á Jesú Krist og eignuðust lifandi trú á Krist. Það voru margir veikir og krankir . Kristinsens hjónin komu upp holdveiks spítala ,með hjálp innfæddra. Innfæddu elskuðu þessi hjón og lit á þau sem pabbi og mömmu Kristensen. KRISTENSEN HJÓNIN gáfu þjóðinni líf sitt og starf . Í fyrstu heimstyrjöldinni vildu þjóverjar ná hjónunum , en innfæddur hópur af völdum mönnum fylgdu þeim í gegnum Afríku og kom þeim á skip, sem flutti þau til Svíþjóðar. Á hverri nóttu slógu innfæddir hring utan um hjónin og vörðu þau með lífi sínu og vopnum. Eftir að stríðinu lauk, sneru þau aftur til starfs síns í Afríku. Það var þjóðar gleði, er þau komu aftur til Afríku . Þau fundu allt eins og þau höfðu skilið við starfið, ekkert vantaði. Þau héldu áfram starfinu. Í annarri heimstyrjöldinni. Vildu þjóðverjar ná þeim, en varð ekki að ósk sinni, því annar hópur af inndæddum fylgdu þeim aftur í gegnum Afríku og komu þeim á skipsfjöl. Eftir að heimstyrjöldinni lauk, héldu þau aftur til Afríku og fundu allt eins og áður var og héldu starfinu áfram þar til þau fundu að ævilokin nálguðust. Philadelphia í Seattle bauð þeim að koma og dveljast síðustu ævi árin í Seattle , sem þau þáðu. Við Beverly buðum þessum merku hjónum heim til okkar og kynntumst þeim. Við Beverly vorum yfir einni heimavisinni og vorum að ljúka skólanum. Hr. og frú. Kristensen bjuggu í ágætri lítilli íbúð , sem kirkjan átti og var staðsett mjög nálægt okkur. Hr. og Frú Kristinben fullyrtu að Jesús væri ekkert ómöglegt , heldur allt mögulegt. Drottinn hafði séð um þau frá unga aldri ,í gegn um ævina í fullu kristniboðs starfi. Þeim hafði aldri vanhagað um neitt. Það var svo trúarstyrkjandi að vera í kringum KRISTENSENS hjónin. Leiðir okkar skildu og við Beverly héldum til Íslands. Nokkrum árum seinna komum við Beverly í heimsókn til Seattle og ég skrapp á morgunn samkomu í Biblíu skólanum. Þar voru þrír prúðbúnir svartir menn um það bil fertugir . Þeir höfðu komið til að þakka söfnuðinum fyrir að hafa séð um pabba og mömmu Kristensens síðustu árin . Þeir héldu allir ræðu um lífshlaup Kristensen hjónanna. Þeir voru hluti af ávöxtum starfs þeirra. Einn var Þjóðhöfðingi ættbálksins, annar var yfir öllum sjúkrahúsum landsins og sá þriðji yfir öllum skólum landsins. Hvílíkir ávextir. Ég beygði höfuð mitt og grét. HVÍLÍKIR ÁVEXTIR.
Um bloggið
Einar Gíslason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.