SIGURINN.

"Og engli safnaðarins í Sardes skalt þú rita:Þetta segir sá sem hefur þá sjö anda Guðs og stjörnurnar sjö . Ég þekki verkin þín, að þú lifir að nafninu, en ert dauður. Vakna þú og styrk það sem eftir er og að dauða komið. Því margt hef ég fundið í fari þínu, sem ekki stenst fyrir Guði mínum. Minnst þú því , hvernig þú tókst á móti og heyrðir, og varðveit það og gjör iðrun. Ef þú vakir ekki, mun ég koma eins og þjófur, og þú munt alls ekki vita, á hverri stundu ég kem yfir þig. En þú átt fáein nöfn í Sardes, sem ekki hafa saurgað klæði sín, og þeir munu ganga með mér í hvítum klæðum, Því að þeir eru maklegir. Sá er SIGRAR, hann skal þá skrýðast  hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans. Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum." Opinberun Jóhannesar 3:1 til og með versi 6. NÝJA TESTAMENTIÐ OG DAVÍÐSSÁLMAR. Er þessi lýsing ekki  dæmigerð lýsing á okkur, sem búum á vestur löndum í dag? Við lifum og hrærumst í efnislegum lífsgæðum og mörg okkar álíta að við séum rík, orðin auðug og þörfust einskis. Við erum nýkomin í gegnum Ólympíu leikanna, Þar sem mörg ríki hafa sent þátttakendur í leikanna og þjóðirnar hrópað á sigur. Miklir fjármunir hafa runnið til Ólympíuleikanna . Aðeins nokkrir fengu gullið- , eða silfurpeninga. Stór hluti kanadamanna , margir bandaríkjamenn og nokkrir íslendingar horfðu á íshokkí þjóðanna, hvort liðið fengi gullið . Þessi leikur sem og flestir voru fluttir gegnum sjónvarpið. HEIMSBYGGÐIN FYLGDIST MEÐ.  ORÐ DROTTINS skapara himins og jarðar segir að við séum vesalingar og aumingjar  og fátækir  og blindir og nakin. Orð Drottins bendir okkur á að kaupa af honum gull , skírt í eldi , til þess að við verðum auðug, og fáum hvít klæði til skýla okkur með svo vanvirða  nektar  okkar komi ekki í ljós og smyrsl að smyrja með augu okkar , til þess að við verðum sjáandi.

Einhver sagði á þessa leið að ekki væri allt merkilegast sem við sæjum,  heldur væri það, það merkasta, sem við sæjum ekki, því við VÆRUM ANDLEGA BLIND.  Alla þá sem ég elska, tyfta ég og aga , segir Drottinn "Ver því heilhuga og gjörðu iðrun "  Snúðu  þér af heilu hjarta til Drottins bið hann um fyrirgefningu og snúðu þér frá vondum verkum og bið Drottinn að taka við stýrinu. ´Versi 20 segir "Sjá ég stend við dyrnar og kný á . Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. ÞANN ER SIGRAR MUN ÉG LÁTA SITJA HJÁ MÉR Í HÁSÆTI MÍNU ,EINS OG ÉG SJÁLFUR SIGRAÐI OG SETTIST HJÁ FÖÐUR MÍNUM Í HÁSÆTI HANS.     hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðinum." Ég Einar Gíslason var einn af þessum  "Ef einhver heyrir raust Drottins og lýkur upp dyrunum fyrir Drottni. "Hvílíkri blessun ég varð aðnjótandi.Í reynslunum fæ  ég staðfestingu á að Drottinn er með mér . Drottinn gaf mér HEILAGAN ANDA, sem opnar Orðið og fræðir mig um synd, réttlæti og dóm.Hann fræðir mig um miskunn, fyrirgefningu , frið, kærleika, þolinmæði og margt annað.   Hafðu upp eftir mér ." KÆRI JESÚS KOMDU INN Í HJARTA MITT. FYRIRGEFÐU MÉR JESÚS ÞAÐ SEM ÉG HEF BROTIÐ GEGN ÞÉR , LEYFÐU MÉR AÐ ÞJÓNA ÞÉR. ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ FYRIRGEFA MÉR."   Byrjaðu að lesa Jóhannesarguðspjallið.   BYRJAÐU AÐ LESA         BYRJAÐU AÐ LESA  NÚNA.

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert alveg stjörnu brjálaður maður! Vá! Hvað h efur þú svona mikið að fela í fari þínu að láta svona?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband