ENGILLINN MEÐ SKAMMBYSSUNA.

Ég átti eftir um það bil eitt ár af "Bible Collage" í Seattle. Ég hafði fengið vinnu á "campus" eins og það var kallað. Einu sinni á ári tók kirkjan fórn fyrir skólanum og nemendum skólans. Þannig greiddi kirkjan helminginn af skólagjöldum nemendanna, er sóttu skólann. Erlendir nemendur er sóttu skólann fengu að vinna á "campus", sem hjálpaði að brúa bilið. Nemendum skólans var oft boðið að borða í heimahúsi á sunnudögum og matar pakkar oft sendir  á vistirnar til nemenda, sem áttu í fjárhagslegum vanda að brúa bilið. Ég á ekkert nema góðar minningar frá skólanum og kynnum mínum af þessu ágæta fólki. Mig vantaði bíl til þess að ná í Beverly, sem bjó tæplega hálftíma keyrslu fyrir utan Seattle og fara saman á bænastund á laugardags kvöldum í Fíladelfíu kirkjuna.Ég bað og talaði mikið við Drottinn um bíla þörfina. Mér bauðst gamall bíll í góðu standi ,fyrir tvö hundruð dollara. Ég fengi tíma til að greiða bílinn. Ég man að ég gekk út í það. Ég náði bílprófi á bíl skólabróður míns, sem var svo vænn að lána mér bílinn sinn. Á meðan ég greiddi bílinn varð ég oft svangur . Drottinn sá til þess að ég svalt ekki. Ég man  fyrstu ferðina er ég bauð Beverly á bænastund í kirkjunni. Það gekk allt eins og í sögu . Eftir bænastundina  skilaði ég Beverly heim. Er ég var um það bil  hálfnaður á leiðinni heim springur annað aftur dekkið og ég ek bílnum út af brautinni á vega kantinn.  Ég var viss um að ég væri með varadekk. Rétt er ég er að opna farangurs geymsluna rennir lögreglubíll út á kantinn til mín og spyr, hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég þakkaði honum fyrir  og sagði að ég væri með varadekk. Þegar ég var búinn að opna lokið og ætla að grípa vara dekkið er það loftlaust.  Þá greip mig þessi líka vonleysis tilfinning. Ég gekk aðeins frá bílnum og rétti upp hendurnar móti stjörnu björtum himninum og fer að tala við Drottinn. Ég sagði Drottni að ég væri staddur langt frá Íslandi. Langt frá fjölskyldu minni og frændfólki. Ég var alveg peningalaus. Hvað þetta væri nú allt vonlaust. Það var þó stillilogn,  stjörnu bjartur himinn rétt um miðnætti. HJÁLPAÐU MÉR DROTTINN MINN. Rétt í þessu stöðvast stór hvítur bíll, fyrir aftan bílinn minn. Dyrnar opnast og bílstjórinn spyr mig hvernig hann gæti aðstoðað mig.Hann sagðist vera sölumaður , sem ferðaðist milli borga á nóttunni,  því þá væri minnsta umferðin. Hann sagði mér að hann hafði einnig lent í sömu klípunni og ég væri í og ferðalangur hefði hjálpað honum. Hann bar skammbyssu í hvítu hulstri , sem var mjög áberandi. Hann ætlaði að fara á næstu bensínstöð til að laga annað ljósið á bílnum og bauðst til að hjálpa mér. Er við komum á bensínstöðina var ekki aðstaða til að fylla á dekkið. Ég bað engilinn að gefa mér fyrir einu símtali, sem hann gerði.  Ég hringdi í skólabróður minn og tjáði honum hvernig statt væri fyrir mér og hvort hann gæti lánað mér vara dekkið sitt. Já það væri nú í lagi. Ég bað engilinn hvort hann gæti ekið mér til skólabróður mín og aftur til bílsins . Já það var auðsótt. Þegar við komum til Mearl vinar míns, er hann búinn að taka dekk undan bílnum sínum og vill endilega lána mér það. Engillinn fór með mig til baka og beið meðan ég setti dekkið undir . Ég þakkaði honum fyrir. Ég þakkaði Guði fyrir að senda engilinn með byssuna Ég komst að lokum heilu og höldnu heim. Þarna reyndi ég stórkostlegt bænasvar og umönnun Drottins. DROTTINN SÉR UM SÍNA. 

 

Ég ber mikla virðingu fyrir amerísku þjóðinni . Ég hef oft hugsað hvernig þessi stóra þjóð , sem er samsett af öllum þessum þjóðarbrotum getur unnið saman, sem ein heild hlið við hlið og eru ein heild. Þegar ameríska ríkið varð til, byrjaði hver fundurinn með kristilegri samkomu og bæn um Guðs handleiðslu, sem fundarmenn vissulega fengu. Þannig urðu Bandaríkin til. Ég man, þegar ameríski herinn hafði aðstöðu á Nató vellinum fyrir ofan Keflavík og voru alltaf tilbúnir að veita hjálp á landi sem legi. Ég man þegar íslendingar kölluðu á hjálp , og báðu herinn  að lána tvær risa dælur til Vestmannaeyja í gosinu, til að kæla hraunið , sem var um það bil að eyðileggja höfnina. Íslendingar fengu dælurnar strax og þær urðu til mikillar blessunar.  Það eru margir, sem sáu á eftir þessari góðu vina þjóð okkar, sem höðu séð um varnir íslands í mörg herrans ár, með miklum tilkostnaði. Þegar ameríski herinn yfirgaf landið, sá ég ekkert fréttablað , sem þakkaði þeim fyrir ,á kurteinslegan og  sómasamlegan hátt fyrir allt ,sem þeir gerðu fyrir  íslendinga og íslensku  þjóðina.                                                                     

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Gíslason

Höfundur

Einar Gíslason
Einar Gíslason
kennari, verslunarmaður, og guðfræðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...inar_908872

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband